Er íslenskt endilega alltaf best? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. september 2014 07:00 Haustinu fylgir ýmis glaðningur þótt rigningin og rokið séu ekki uppörvandi eftir rigningarsumar. Meðal þess sem hlakka má til er að starfsár leikhúsanna hefst í september og leikhúsáhugafólk liggur yfir dagskrá vetrarins til að velja sér þær sýningar sem meiningin er að sjá. Þjóðleikhúsið kynnir nú með stolti alíslenskan vetur þar sem öll frumsýnd verk eru af íslenskum uppruna, bæði ný og gömul. Fráfarandi þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, hefur greinilega ákveðið að kveðja á þjóðlegu nótunum og skila um leið góðri stöðu í kassanum. Það er nefnilega lítið róið á ný og fersk mið í vetrardagskrá leikhússins. Uppistaðan eru ýmist verk sem byggð eru á vinsælum skáldsögum, sem treysta má að fólk vilji sjá lifna við á leiksviðinu, eða gamlir standardar eins og Fjalla-Eyvindur og Sjálfstætt fólk. Inn á milli eru vissulega áhugaverð ný verk, en hafi meiningin verið að sýna hina margumtöluðu grósku í íslenskum sviðslistum vekur verkefnavalið furðu. Ýmsir munu eflaust hnussa yfir þessu tuði; hvað er að því að sýna bara íslensk verk? Þurfum við alltaf að vera að sleikja upp einhverja útlendinga? Því er til að svara að í reglugerð um starfsemi Þjóðleikhússins, frá 15. janúar 2009, er skýrt tekið fram að hlutverk þess sé „að sviðsetja árlega fjölbreytt úrval innlendra og erlendra sjónleikja“, „stuðla að samstarfi við erlend leikhús, sviðslistahópa og einstaka listamenn með það að markmiði að auðga leikhúsmenningu í landinu“ og „glæða áhuga landsmanna á leiklist, auðga leikhúsmenningu í landinu og stuðla að þróun sviðslista með því að efla íslenska leikritun og hlúa að nýsköpun á vettvangi leiklistarinnar“. Í ljósi þessarar reglugerðar hlýtur að orka tvímælis að byggja heilt leikár að mestum hluta á íslenskum verkum sem áhorfendur þekkja fyrir. Svo ekki sé nú minnst á hætturnar sem því fylgja að lokast inni í alíslenskum fílabeinsturni og telja sig lítið hafa að sækja út fyrir landsteinana. Það lyktar satt að segja af þjóðrembu sem vekur ótta. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri vakti máls á þessari hættu á málþingi um hlutverk stofnanaleikhúsa í vor og talaði um „heimóttarskap“ í því sambandi. Þau ummæli fóru ekki vel í alla en Þórhildur ítrekaði í svargrein við mótbárum Völu Höskuldsdóttur á vefritinu Reykvélinni að einangrun íslensks leikhúss leiddi til heimóttarskapar: „Ég notaði orðið heimóttarskapur aftur og aftur…fyrst og fremst til að undirstrika áhyggjur mínar af þeirri einangrun sem íslenskt leikhús býr við. Og sú einangrun er staðreynd.“ Þessi varnaðarorð Þórhildar hafa því miður greinilega ekki skilað sér til ráðamanna í Þjóðleikhúsinu. Ekki einungis eru öll verkin á leikárinu íslensk heldur er aðeins einn leikstjórinn erlendur. Hið ríkisrekna íslenska leikhús vill greinilega frekar efla einangrun sína en opna nýja glugga, sem er ekki vænlegt fyrir framtíð íslenskrar leiklistar. Eflum íslenskar sviðslistir fyrir alla muni, en heftum ekki súrefnisflæðið til þeirra utan úr heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Haustinu fylgir ýmis glaðningur þótt rigningin og rokið séu ekki uppörvandi eftir rigningarsumar. Meðal þess sem hlakka má til er að starfsár leikhúsanna hefst í september og leikhúsáhugafólk liggur yfir dagskrá vetrarins til að velja sér þær sýningar sem meiningin er að sjá. Þjóðleikhúsið kynnir nú með stolti alíslenskan vetur þar sem öll frumsýnd verk eru af íslenskum uppruna, bæði ný og gömul. Fráfarandi þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, hefur greinilega ákveðið að kveðja á þjóðlegu nótunum og skila um leið góðri stöðu í kassanum. Það er nefnilega lítið róið á ný og fersk mið í vetrardagskrá leikhússins. Uppistaðan eru ýmist verk sem byggð eru á vinsælum skáldsögum, sem treysta má að fólk vilji sjá lifna við á leiksviðinu, eða gamlir standardar eins og Fjalla-Eyvindur og Sjálfstætt fólk. Inn á milli eru vissulega áhugaverð ný verk, en hafi meiningin verið að sýna hina margumtöluðu grósku í íslenskum sviðslistum vekur verkefnavalið furðu. Ýmsir munu eflaust hnussa yfir þessu tuði; hvað er að því að sýna bara íslensk verk? Þurfum við alltaf að vera að sleikja upp einhverja útlendinga? Því er til að svara að í reglugerð um starfsemi Þjóðleikhússins, frá 15. janúar 2009, er skýrt tekið fram að hlutverk þess sé „að sviðsetja árlega fjölbreytt úrval innlendra og erlendra sjónleikja“, „stuðla að samstarfi við erlend leikhús, sviðslistahópa og einstaka listamenn með það að markmiði að auðga leikhúsmenningu í landinu“ og „glæða áhuga landsmanna á leiklist, auðga leikhúsmenningu í landinu og stuðla að þróun sviðslista með því að efla íslenska leikritun og hlúa að nýsköpun á vettvangi leiklistarinnar“. Í ljósi þessarar reglugerðar hlýtur að orka tvímælis að byggja heilt leikár að mestum hluta á íslenskum verkum sem áhorfendur þekkja fyrir. Svo ekki sé nú minnst á hætturnar sem því fylgja að lokast inni í alíslenskum fílabeinsturni og telja sig lítið hafa að sækja út fyrir landsteinana. Það lyktar satt að segja af þjóðrembu sem vekur ótta. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri vakti máls á þessari hættu á málþingi um hlutverk stofnanaleikhúsa í vor og talaði um „heimóttarskap“ í því sambandi. Þau ummæli fóru ekki vel í alla en Þórhildur ítrekaði í svargrein við mótbárum Völu Höskuldsdóttur á vefritinu Reykvélinni að einangrun íslensks leikhúss leiddi til heimóttarskapar: „Ég notaði orðið heimóttarskapur aftur og aftur…fyrst og fremst til að undirstrika áhyggjur mínar af þeirri einangrun sem íslenskt leikhús býr við. Og sú einangrun er staðreynd.“ Þessi varnaðarorð Þórhildar hafa því miður greinilega ekki skilað sér til ráðamanna í Þjóðleikhúsinu. Ekki einungis eru öll verkin á leikárinu íslensk heldur er aðeins einn leikstjórinn erlendur. Hið ríkisrekna íslenska leikhús vill greinilega frekar efla einangrun sína en opna nýja glugga, sem er ekki vænlegt fyrir framtíð íslenskrar leiklistar. Eflum íslenskar sviðslistir fyrir alla muni, en heftum ekki súrefnisflæðið til þeirra utan úr heimi.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun