Akur kaupir 30% hlut í Fáfni Offshore Haraldur Guðmundsson skrifar 8. desember 2014 07:00 Fyrsta skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, kostaði sjö milljarða króna og er dýrasta skip Íslandssögunnar. Mynd/Hayvard Framtakssjóðurinn Akur hefur keypt 30 prósenta hlut í Fáfni Offshore og er nú stærsti einstaki hluthafi fyrirtækisins. Með því er hlutafé aukið um 1.260 milljónir króna hjá Fáfni sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasborpalla auk annarra verkefna á norðlægum slóðum. „Þessi hlutafjáraukning er ekki eyrnamerkt neinu ákveðnu verkefni heldur fer hún í að efla frekari sókn félagsins,“ segir Jóhannes Hauksson, framkvæmdastjóri framtakssjóðsins.Jóhannes HaukssonAkur er í eigu þrettán lífeyrissjóða, Íslandsbanka og VÍS. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti eigandi Akurs með 19,9 prósenta hlut. Þar á eftir kemur Gildi – lífeyrissjóður með 15 prósent. Íslandsbanki á 14 prósenta hlut en aðrir hluthafar tíu prósent eða minna. „Þetta er mjög jákvætt og hluti af frekari framþróun og uppbyggingu félagsins en það er búið að fjárfesta í tveimur skipum,“ segir Hermann Már Þórisson, stjórnarformaður Fáfnis Offshore. Fyrsta skip fyrirtækisins, Polarsyssel sem var sjósett í Tyrklandi í mars síðastliðnum, er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn og kostaði rúma sjö milljarða króna. Um mánuði síðar undirritaði Fáfnir tíu ára þjónustusamning við norska ríkið vegna verkefna við Svalbarða sem er metinn á um sex milljarða. Fyrirtækið hefur einnig keypt annað og stærra skip, sem nú er í smíðum, og gerði nýverið samning við Gazprom um að þjónusta olíuborpall rússneska fyrirtækisins í Pechora-hafi. Framtakssjóðurinn Akur var stofnaður í september í fyrra en fjárfestingargeta sjóðsins er upp á 7,3 milljarða króna. Hugmyndin um að fjárfesta í Fáfni kom að sögn Jóhannesar fyrst upp í febrúar síðastliðnum. „Við tókum endanlega ákvörðun í ágúst, með ákveðnum fyrirvörum, en kaupin gengu í gegn í lok nóvember. Við erum því nýkomnir um borð en okkur þykir þetta spennandi verkefni því Fáfnir starfar í bransa sem er þróaður á alþjóðavísu en er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á Íslandi,“ segir Jóhannes. Tengdar fréttir Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51 Polarsyssel í stað Týs við Svalbarða Skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, hefur nú leyst af varðskipið Tý í eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. 23. september 2014 11:45 Fáfnir Offshore hefur samið við Gazprom Fáfnir Offshore hefur gengið frá samningi við Gazprom, stærsta fyrirtæki Rússlands og stærsta jarðgasvinnslufyrirtæki heims. 22. nóvember 2014 07:00 Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33 Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Framtakssjóðurinn Akur hefur keypt 30 prósenta hlut í Fáfni Offshore og er nú stærsti einstaki hluthafi fyrirtækisins. Með því er hlutafé aukið um 1.260 milljónir króna hjá Fáfni sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasborpalla auk annarra verkefna á norðlægum slóðum. „Þessi hlutafjáraukning er ekki eyrnamerkt neinu ákveðnu verkefni heldur fer hún í að efla frekari sókn félagsins,“ segir Jóhannes Hauksson, framkvæmdastjóri framtakssjóðsins.Jóhannes HaukssonAkur er í eigu þrettán lífeyrissjóða, Íslandsbanka og VÍS. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti eigandi Akurs með 19,9 prósenta hlut. Þar á eftir kemur Gildi – lífeyrissjóður með 15 prósent. Íslandsbanki á 14 prósenta hlut en aðrir hluthafar tíu prósent eða minna. „Þetta er mjög jákvætt og hluti af frekari framþróun og uppbyggingu félagsins en það er búið að fjárfesta í tveimur skipum,“ segir Hermann Már Þórisson, stjórnarformaður Fáfnis Offshore. Fyrsta skip fyrirtækisins, Polarsyssel sem var sjósett í Tyrklandi í mars síðastliðnum, er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn og kostaði rúma sjö milljarða króna. Um mánuði síðar undirritaði Fáfnir tíu ára þjónustusamning við norska ríkið vegna verkefna við Svalbarða sem er metinn á um sex milljarða. Fyrirtækið hefur einnig keypt annað og stærra skip, sem nú er í smíðum, og gerði nýverið samning við Gazprom um að þjónusta olíuborpall rússneska fyrirtækisins í Pechora-hafi. Framtakssjóðurinn Akur var stofnaður í september í fyrra en fjárfestingargeta sjóðsins er upp á 7,3 milljarða króna. Hugmyndin um að fjárfesta í Fáfni kom að sögn Jóhannesar fyrst upp í febrúar síðastliðnum. „Við tókum endanlega ákvörðun í ágúst, með ákveðnum fyrirvörum, en kaupin gengu í gegn í lok nóvember. Við erum því nýkomnir um borð en okkur þykir þetta spennandi verkefni því Fáfnir starfar í bransa sem er þróaður á alþjóðavísu en er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á Íslandi,“ segir Jóhannes.
Tengdar fréttir Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51 Polarsyssel í stað Týs við Svalbarða Skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, hefur nú leyst af varðskipið Tý í eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. 23. september 2014 11:45 Fáfnir Offshore hefur samið við Gazprom Fáfnir Offshore hefur gengið frá samningi við Gazprom, stærsta fyrirtæki Rússlands og stærsta jarðgasvinnslufyrirtæki heims. 22. nóvember 2014 07:00 Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33 Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51
Polarsyssel í stað Týs við Svalbarða Skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, hefur nú leyst af varðskipið Tý í eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. 23. september 2014 11:45
Fáfnir Offshore hefur samið við Gazprom Fáfnir Offshore hefur gengið frá samningi við Gazprom, stærsta fyrirtæki Rússlands og stærsta jarðgasvinnslufyrirtæki heims. 22. nóvember 2014 07:00
Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33
Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15