Íslenskir skólamenn ryðja nýja braut í Bandaríkjunum Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. desember 2014 07:00 Davíð Ingi Magnússon og Sigvaldi Fannar Jónsson, framkvæmdastjórar Nóbel-námsbúða, flytja til Bandaríkjanna í júní. Fréttablaðið/Daníel „Við höfum hafið undirbúning að því að stofna Nobel Academy í Los Angeles í Kaliforníu,“ segir Davíð Ingi Magnússon, annar framkvæmdastjóra Nóbel námsbúða. Atli Bjarnason, stofnandi Nóbel námsbúða, flutti í ágúst síðastliðnum til Los Angeles og munu Davíð Ingi og Sigvaldi Fannar Jónsson, annar framkvæmdastjóra Nóbel námsbúða, einnig flytjast búferlum í júní næstkomandi. „Við áætlum að fyrstu námskeiðin munu líta dagsins ljós í Los Angeles haustið 2015. Okkar markmið er að aðstoða milljón nemendur fyrir lokapróf á innan við fimm árum um allan heim,“ segir Davíð Ingi. Ástæðan fyrir því að velja Kaliforníu segja þeir vera þá að þar sé að finna um fimmtíu skóla sem séu jafnfjölmennir eða fjölmennari en fjölmennasti háskólinn hér á landi, Háskóli Íslands. „Það má segja að við séum brautryðjendur á þessu sviði í Bandaríkjunum. Þar er að finna svokallaða study groups en enga formlega umgjörð,“ segir Davíð Ingi. Nóbel-menn hafa talað við aðila sem hafa búið úti og stofnað fyrirtæki til að afla sér þekkingar fyrir brottför. Í dag segja þeir Nóbel námsbúðir vera með 120 námskeið í tólf framhaldsskólum og þremur háskólum. „Nemendafjöldi okkar er kominn í fjögur þúsund nemendur á ári og erum við því, samkvæmt Hagstofunni, þriðja stærsta menntastofnun á Íslandi, á eftir Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík,“ segir Davíð Ingi. Í Bandaríkjunum ætla þeir félagar að einblína á háskóla og framhaldsskóla. „Námskeiðin munu fara fram þar sem hagstæðast er að leigja stofur. Á Íslandi höfum við til dæmis verið í Ísaksskóla, Kvennó, MK og í háskólunum. Við viljum halda verðinu niðri og markmið okkar er að allir hafi kost á því að læra,“ útskýrir Davíð Ingi. Mikið er lagt upp úr því að gera kennsluna þægilega. „MR-ingur kennir til dæmis aldrei nemanda úr Verzló. MR-ingur úr tilteknu námskeiði kennir MR-ingi sem er í sama námskeiði. Þetta er hugmyndafræði sem við víkjum ekki frá. Við finnum námskeið sem eru fjölmenn og erfið og í samstarfi við nemendafélög. Síðan finnum við nemanda sem hefur nýlokið námskeiðinu og staðið sig framúrskarandi vel og hefur þá mannlegu þætti sem til þarf. Sá fer í Nóbelskólann þar sem hann lærir aðferðir við að kenna flókið efni á einfaldan hátt,“ útskýrir Davíð Ingi. Þá stefna Nóbel námsbúðirnar einnig til Skandinavíu á næstunni. „Helgi Þorsteinsson og Sólrún Sigvaldadóttir munu taka við stjórnartaumunum hér á landi þegar við flytjum út í júní,“ bætir Davíð Ingi við.Mikil aukning milli ára2.100 manns hafa sótt námskeið hjá Nóbel á þessari haustönn en talið er að um 2.300 manns muni hafa notfært sér námsbúðirnar þegar önnin er á enda.Á haustönn í fyrra sóttu 1.400 manns námskeið hjá Nóbel.Nóbel býður upp á námskeið úr fögum í tólf framhaldsskólum hér á landi og úr HÍ, HA og HR.Nóbel hefur sett sér markmið um að kenna milljón nemendum á fimm árum. Reiknað er með að um 6.000 nemendur muni hafa sótt námskeið hjá Nóbel þegar þessi önn er á enda, en fyrirtækið var stofnað árið 2010.Nóbel er þriðja stærsta menntastofnun landsins, samkvæmt Hagstofu Íslands. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
„Við höfum hafið undirbúning að því að stofna Nobel Academy í Los Angeles í Kaliforníu,“ segir Davíð Ingi Magnússon, annar framkvæmdastjóra Nóbel námsbúða. Atli Bjarnason, stofnandi Nóbel námsbúða, flutti í ágúst síðastliðnum til Los Angeles og munu Davíð Ingi og Sigvaldi Fannar Jónsson, annar framkvæmdastjóra Nóbel námsbúða, einnig flytjast búferlum í júní næstkomandi. „Við áætlum að fyrstu námskeiðin munu líta dagsins ljós í Los Angeles haustið 2015. Okkar markmið er að aðstoða milljón nemendur fyrir lokapróf á innan við fimm árum um allan heim,“ segir Davíð Ingi. Ástæðan fyrir því að velja Kaliforníu segja þeir vera þá að þar sé að finna um fimmtíu skóla sem séu jafnfjölmennir eða fjölmennari en fjölmennasti háskólinn hér á landi, Háskóli Íslands. „Það má segja að við séum brautryðjendur á þessu sviði í Bandaríkjunum. Þar er að finna svokallaða study groups en enga formlega umgjörð,“ segir Davíð Ingi. Nóbel-menn hafa talað við aðila sem hafa búið úti og stofnað fyrirtæki til að afla sér þekkingar fyrir brottför. Í dag segja þeir Nóbel námsbúðir vera með 120 námskeið í tólf framhaldsskólum og þremur háskólum. „Nemendafjöldi okkar er kominn í fjögur þúsund nemendur á ári og erum við því, samkvæmt Hagstofunni, þriðja stærsta menntastofnun á Íslandi, á eftir Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík,“ segir Davíð Ingi. Í Bandaríkjunum ætla þeir félagar að einblína á háskóla og framhaldsskóla. „Námskeiðin munu fara fram þar sem hagstæðast er að leigja stofur. Á Íslandi höfum við til dæmis verið í Ísaksskóla, Kvennó, MK og í háskólunum. Við viljum halda verðinu niðri og markmið okkar er að allir hafi kost á því að læra,“ útskýrir Davíð Ingi. Mikið er lagt upp úr því að gera kennsluna þægilega. „MR-ingur kennir til dæmis aldrei nemanda úr Verzló. MR-ingur úr tilteknu námskeiði kennir MR-ingi sem er í sama námskeiði. Þetta er hugmyndafræði sem við víkjum ekki frá. Við finnum námskeið sem eru fjölmenn og erfið og í samstarfi við nemendafélög. Síðan finnum við nemanda sem hefur nýlokið námskeiðinu og staðið sig framúrskarandi vel og hefur þá mannlegu þætti sem til þarf. Sá fer í Nóbelskólann þar sem hann lærir aðferðir við að kenna flókið efni á einfaldan hátt,“ útskýrir Davíð Ingi. Þá stefna Nóbel námsbúðirnar einnig til Skandinavíu á næstunni. „Helgi Þorsteinsson og Sólrún Sigvaldadóttir munu taka við stjórnartaumunum hér á landi þegar við flytjum út í júní,“ bætir Davíð Ingi við.Mikil aukning milli ára2.100 manns hafa sótt námskeið hjá Nóbel á þessari haustönn en talið er að um 2.300 manns muni hafa notfært sér námsbúðirnar þegar önnin er á enda.Á haustönn í fyrra sóttu 1.400 manns námskeið hjá Nóbel.Nóbel býður upp á námskeið úr fögum í tólf framhaldsskólum hér á landi og úr HÍ, HA og HR.Nóbel hefur sett sér markmið um að kenna milljón nemendum á fimm árum. Reiknað er með að um 6.000 nemendur muni hafa sótt námskeið hjá Nóbel þegar þessi önn er á enda, en fyrirtækið var stofnað árið 2010.Nóbel er þriðja stærsta menntastofnun landsins, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“