Ekkert farinn að örvænta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2014 15:45 "Ég er að hugsa um að halda tónleika, setja saman hljómsveit og taka nokkur lög fyrir vini og ættingja en ég ætla að leyfa jólastressinu að ganga yfir áður.“ Vísir/Stefán „Ég hræðist ekki aldurinn og tek honum fagnandi. Er ekkert farinn að örvænta enn þá,“ segir leikarinn góðkunni Björn Hlynur Haraldsson spurður hvernig hækkandi aldur fari í hann. Kappinn er fertugur í dag, skyldi hann ætla að halda upp á það? „Ekki núna. Ég ætla að leyfa jólunum að líða. Þannig hefur það nú oft verið með þennan dag. Þegar ég var yngri þá voru alltaf allir í prófum á þessum tíma og ekkert hægt að aðhafast. Ég hef verið að spá í hvernig ég ætti að halda upp á þetta afmæli. Ein hugmyndin gekk út á að taka fjölskylduna mína með til útlanda um jólin en ekki var tekið vel í það að fara af landi brott. Það verður kannski um fimmtugsafmælið. En ég hef dottið niður á hugmynd sem ég verð nú líklega að standa við ef ég nefni hana í blaðinu hjá þér. Ég er að hugsa um að halda tónleika, setja saman hljómsveit og taka nokkur lög fyrir vini og ættingja en ég ætla að leyfa jólastressinu að ganga yfir áður. Ég mun ekki kalla það afmæli, bara kalla á fólk og spila nokkur lög.“ Ertu liðtækur hljóðfæraleikari? „Ég er svona skítsæmilegur á nokkur hljóðfæri en er ekki framúrskarandi á neitt. Ætla bara að syngja og kannski grípa í gítar og fá einhverja vini mína með mér.“ Þegar Björn Hlynur varð þrítugur kveðst hann hafa haldið upp á afmælið í London. „Það var þegar við vorum að sýna Rómeó og Júlíu á West End,“ rifjar hann upp. „Mér finnst ótrúlega stutt síðan.“ Hann situr ekki aðgerðarlaus leikarinn heldur er með mörg og krefjandi verkefni í gangi eins og hann lýsir. „Ég er að leika í Karitas í Þjóðleikhúsinu og svo erum við að fara í áframhaldandi tökur á kvikmyndinni minni Blóðbergi sem ég byrjaði að taka í ágúst. Við tökum nokkra daga í byrjun janúar bara um allar trissur hér í Reykjavík og ég er líka að klippa efnið sem komið er í myndina. Einnig er ég að undirbúa leikrit sem ég ætla að sýna með vorinu sem ég kalla Móðurharðindin. Ég er höfundur þess. Það er byggt á aðalleikurunum Árna Pétri og Kjartani Guðjónssonum og við í Vesturporti gerum í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Þetta fjallar um þá og fleiri í fjölskyldunni, meðal annars mömmu þeirra sem er mjög skemmtilegur karakter. Við ætlum að fara með Móðurharðindin í alla landshluta, jafnvel frumsýna úti á landi.“ Ekki nóg með það. Björn Hlynur er líka að leika í sjónvarpsseríunni Ófærð og á að vera mættur þar klukkan sex í fyrramálið, sunnudag. „Það verður byrjað í Reykjavík og svo verður farið á Siglufjörð og Seyðisfjörð, held ég, og treyst á að það verði ófærð. Ég var reyndar í annarri seríu í ár, hún er bresk en var tekin á Reyðarfirði sem átti að vera í hlutverki Svalbarða en þar var aldrei neinn snjór. Það þurfti að búa til hvert snjókorn í vél, sem sýnir að það er ekki hægt að stóla á neitt á þessu landi, ekki einu sinni snjó – þó heitir þetta Ísland.“ Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
„Ég hræðist ekki aldurinn og tek honum fagnandi. Er ekkert farinn að örvænta enn þá,“ segir leikarinn góðkunni Björn Hlynur Haraldsson spurður hvernig hækkandi aldur fari í hann. Kappinn er fertugur í dag, skyldi hann ætla að halda upp á það? „Ekki núna. Ég ætla að leyfa jólunum að líða. Þannig hefur það nú oft verið með þennan dag. Þegar ég var yngri þá voru alltaf allir í prófum á þessum tíma og ekkert hægt að aðhafast. Ég hef verið að spá í hvernig ég ætti að halda upp á þetta afmæli. Ein hugmyndin gekk út á að taka fjölskylduna mína með til útlanda um jólin en ekki var tekið vel í það að fara af landi brott. Það verður kannski um fimmtugsafmælið. En ég hef dottið niður á hugmynd sem ég verð nú líklega að standa við ef ég nefni hana í blaðinu hjá þér. Ég er að hugsa um að halda tónleika, setja saman hljómsveit og taka nokkur lög fyrir vini og ættingja en ég ætla að leyfa jólastressinu að ganga yfir áður. Ég mun ekki kalla það afmæli, bara kalla á fólk og spila nokkur lög.“ Ertu liðtækur hljóðfæraleikari? „Ég er svona skítsæmilegur á nokkur hljóðfæri en er ekki framúrskarandi á neitt. Ætla bara að syngja og kannski grípa í gítar og fá einhverja vini mína með mér.“ Þegar Björn Hlynur varð þrítugur kveðst hann hafa haldið upp á afmælið í London. „Það var þegar við vorum að sýna Rómeó og Júlíu á West End,“ rifjar hann upp. „Mér finnst ótrúlega stutt síðan.“ Hann situr ekki aðgerðarlaus leikarinn heldur er með mörg og krefjandi verkefni í gangi eins og hann lýsir. „Ég er að leika í Karitas í Þjóðleikhúsinu og svo erum við að fara í áframhaldandi tökur á kvikmyndinni minni Blóðbergi sem ég byrjaði að taka í ágúst. Við tökum nokkra daga í byrjun janúar bara um allar trissur hér í Reykjavík og ég er líka að klippa efnið sem komið er í myndina. Einnig er ég að undirbúa leikrit sem ég ætla að sýna með vorinu sem ég kalla Móðurharðindin. Ég er höfundur þess. Það er byggt á aðalleikurunum Árna Pétri og Kjartani Guðjónssonum og við í Vesturporti gerum í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Þetta fjallar um þá og fleiri í fjölskyldunni, meðal annars mömmu þeirra sem er mjög skemmtilegur karakter. Við ætlum að fara með Móðurharðindin í alla landshluta, jafnvel frumsýna úti á landi.“ Ekki nóg með það. Björn Hlynur er líka að leika í sjónvarpsseríunni Ófærð og á að vera mættur þar klukkan sex í fyrramálið, sunnudag. „Það verður byrjað í Reykjavík og svo verður farið á Siglufjörð og Seyðisfjörð, held ég, og treyst á að það verði ófærð. Ég var reyndar í annarri seríu í ár, hún er bresk en var tekin á Reyðarfirði sem átti að vera í hlutverki Svalbarða en þar var aldrei neinn snjór. Það þurfti að búa til hvert snjókorn í vél, sem sýnir að það er ekki hægt að stóla á neitt á þessu landi, ekki einu sinni snjó – þó heitir þetta Ísland.“
Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira