Innlent

Stærsti vinningur í sögu Íslenskra getrauna

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lukkulegur Íslendingur sigraði pottinn í dag.
Lukkulegur Íslendingur sigraði pottinn í dag.
Stærsti vinningur Íslenskra getrauna síðan fyrirtækið var stofnað árið 1969 gekk út nú um helgina þegar Íslendingur einn tippaði rétt á alla 13 fótboltaleikina í Enska boltanum. Fékk Íslendingurinn að launum 42 milljónir króna. Heildarvinningsfjárhæðin var þó 250 milljónir en Íslendingurinn heppni og fimm sænskir sannspáir fótboltaáhugamenn skiptu honum á milli sín.

Potturinn er sá þriðji stærsti í sögu Íslenskra getrauna. Um var að ræða tvöfaldan risapott og var hann svo stór vegna þess að síðasta laugardag bættist við vinningsupphæð fyrir 10 rétta sem gekk ekki út auk þess sem enginn var þá með alla 13 leikina rétta.

Þegar menn veðja á leiki, eða tippa eins og það er kallað, geta þeir merkt við íþróttafélag sem þeir styðja. Þá rennur allt að 26 prósent af andvirði miðans sem þeir kaupa til félagsins. Þessi heppni Íslendingur studdi FH. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×