Jafningi meðal Evrópuþjóða Einar Benediktsson skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Svo virðist að ríkistjórn Íslands hafi glímt við þá tilvistarlegu spurningu hvort Íslendingar séu Evrópuþjóð eins og þær 28 sem eru í Evrópusambandinu. Þar með erum við annaðhvort hæf eða vanhæf í samfélagi þeirra. Hið síðara varð greinilega niðurstaðan. Fyrir Evrópumenn eru slík heilabrot annaðhvort aðhlátursefni eða þeim til hryggðar. Hin sögulegu tengsl okkar frá því til forna þekkja allir og virða. Á seinni árum hefur okkur verið æ betur fagnað sem markverðri bókmenntaþjóð enda settir í heiðurssætið á stærstu bókmenntakynningu heims í Þýskalandi. Í stað Laxness, Gunnars Gunnarssonar, Kambans og Kristmanns er komin ný kynslóð íslenskra rithöfunda sem njóta mikilla vinsælda. Kvikmyndum okkar og tölvuleikjum er vel tekið af nágrönnum, að ekki sé talað um söng og tónlist frá frægð Bjarkar í Bretlandi til eins þess nýjasta, Of Monsters and Men. Þjóðfélag okkar lifir vel, einkum vegna sterkrar markaðsstöðu fyrir sjávarafurðir á frjálsum innri markaði ESB og flugfrelsi EES-samningsins. Það gerir flugfélögum okkar kleift að veita milljónum Evrópubúa góða og áreiðanlega þjónustu og kallar á þróun ferðaiðnaðar, þegar næst stærstu atvinnugreinar landsins. Af mörgu öðru má nefna tvennt í tengslum við Evrópu: Í fyrsta lagi er það svo að í röðum Evrópuþjóða hafa Íslendingar, þótt örþjóð væru, einir afrekað að varðveita forna norræna tungu og menningu. Íslendingasögurnar eru einstakt menningarafrek og skapa okkur sérstöðu í Evrópu. Heimskringla Snorra gerir Reykholt að Aþenu Norður-Evrópu og hann að jafningja Hómers. Án Íslands er Evrópusambandið þeim mun snauðara í menningarlegu tiliti. Í öðru lagi liggur það eftir Íslendinga á 20. öld að hafa verið leiðandi aðili í að semja þann nýja kafla þjóðaréttarins,sem tryggir strandríkjum fiskveiðar. Ruddar voru nýjar brautir án fordæma með einhliða útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 4 mílur 1952, 12 mílur 1961, 50 mílur 1972 og 200 mílur 1976. Þá urðu þorskastríðin við Breta, sem voru þeim jafngagnslaus og löndunarbönn. 200 mílna lögsagan varð alþjóðaréttur á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Við eigum þar vissulega drjúgan þátt og gleymum ekki hlutverki Hans G. Andersen sendiherra.Tímar breytinga Af hverju í ósköpunum þarf að gera því skóna, að ESB bíði eftir því einu að véla af Íslendingum nýtingu fiskstofna okkar fljótt eða síðar? Það er fráleitt en verður ekki upplýst í skvaldri á heimavettvangi því það er úrlausnarefni aðildarviðræðna. Með þeim hætti yrði úr því skorið hvort Ísland muni skipa sess sem fullgildur aðili að Evrópusambandinu, í stað sjálfskipaðrar stöðu húskarlsins sem situr í dyragættinni og þiggur það sem að er rétt, eins og EES-samningurinn leggur á okkur. Mikið átak var þegar gert af síðustu ríkistjórn að kynna okkar málstað og að íslenskt þjóðfélag, ólíkt í efnahagslegu tilliti, landhelgi og stærð, er ekki þar með dæmt úr leik í Evrópu. Og okkur var fagnandi og bróðurlega tekið í aðildarríkjum. Á nú að fara að vanvirða það, kasta á glæ og segja sjáumst kannski síðar? En það er í fleiri horn að líta í Evrópumálum en þau efnahags- og menningarlegu. NATO-heræfing var haldin hér dagana 27. janúar til 21. febrúar. Er það í fyrsta skipti að ESB-löndin Svíþjóð og Finnland koma til sameiginlegrar æfingar með NATO-löndum. Það var hluti af loftrýmisgæslu á Íslandi, sem fer fram nokkrum sinnum á ári. Að öðru leyti er Ísland eina aðildarríki Atlantshafsbandalagsins án stöðugra heimavarna. Stjórnvöld hafa réttilega lagt áherslu á samvinnu við Bandaríkin um öfluga björgunar- og leitarstoð í Keflavík. Nú er hins vegar ljóst að með brotthvarfi Bandaríkjahers frá Evrópu munu varnir færast að mestu í hendur viðkomandi ríkja, hugsanlega með breyttri starfsemi ESB. Nú eru tímar breytinga og lag til tryggja okkur það sem best býðst. Ekki bíður tíminn með aðgerðir í peningamálum til að losa landið úr hamlandi gjaldeyrishöftum vegna ónýts gjaldmiðils Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Svo virðist að ríkistjórn Íslands hafi glímt við þá tilvistarlegu spurningu hvort Íslendingar séu Evrópuþjóð eins og þær 28 sem eru í Evrópusambandinu. Þar með erum við annaðhvort hæf eða vanhæf í samfélagi þeirra. Hið síðara varð greinilega niðurstaðan. Fyrir Evrópumenn eru slík heilabrot annaðhvort aðhlátursefni eða þeim til hryggðar. Hin sögulegu tengsl okkar frá því til forna þekkja allir og virða. Á seinni árum hefur okkur verið æ betur fagnað sem markverðri bókmenntaþjóð enda settir í heiðurssætið á stærstu bókmenntakynningu heims í Þýskalandi. Í stað Laxness, Gunnars Gunnarssonar, Kambans og Kristmanns er komin ný kynslóð íslenskra rithöfunda sem njóta mikilla vinsælda. Kvikmyndum okkar og tölvuleikjum er vel tekið af nágrönnum, að ekki sé talað um söng og tónlist frá frægð Bjarkar í Bretlandi til eins þess nýjasta, Of Monsters and Men. Þjóðfélag okkar lifir vel, einkum vegna sterkrar markaðsstöðu fyrir sjávarafurðir á frjálsum innri markaði ESB og flugfrelsi EES-samningsins. Það gerir flugfélögum okkar kleift að veita milljónum Evrópubúa góða og áreiðanlega þjónustu og kallar á þróun ferðaiðnaðar, þegar næst stærstu atvinnugreinar landsins. Af mörgu öðru má nefna tvennt í tengslum við Evrópu: Í fyrsta lagi er það svo að í röðum Evrópuþjóða hafa Íslendingar, þótt örþjóð væru, einir afrekað að varðveita forna norræna tungu og menningu. Íslendingasögurnar eru einstakt menningarafrek og skapa okkur sérstöðu í Evrópu. Heimskringla Snorra gerir Reykholt að Aþenu Norður-Evrópu og hann að jafningja Hómers. Án Íslands er Evrópusambandið þeim mun snauðara í menningarlegu tiliti. Í öðru lagi liggur það eftir Íslendinga á 20. öld að hafa verið leiðandi aðili í að semja þann nýja kafla þjóðaréttarins,sem tryggir strandríkjum fiskveiðar. Ruddar voru nýjar brautir án fordæma með einhliða útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 4 mílur 1952, 12 mílur 1961, 50 mílur 1972 og 200 mílur 1976. Þá urðu þorskastríðin við Breta, sem voru þeim jafngagnslaus og löndunarbönn. 200 mílna lögsagan varð alþjóðaréttur á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Við eigum þar vissulega drjúgan þátt og gleymum ekki hlutverki Hans G. Andersen sendiherra.Tímar breytinga Af hverju í ósköpunum þarf að gera því skóna, að ESB bíði eftir því einu að véla af Íslendingum nýtingu fiskstofna okkar fljótt eða síðar? Það er fráleitt en verður ekki upplýst í skvaldri á heimavettvangi því það er úrlausnarefni aðildarviðræðna. Með þeim hætti yrði úr því skorið hvort Ísland muni skipa sess sem fullgildur aðili að Evrópusambandinu, í stað sjálfskipaðrar stöðu húskarlsins sem situr í dyragættinni og þiggur það sem að er rétt, eins og EES-samningurinn leggur á okkur. Mikið átak var þegar gert af síðustu ríkistjórn að kynna okkar málstað og að íslenskt þjóðfélag, ólíkt í efnahagslegu tilliti, landhelgi og stærð, er ekki þar með dæmt úr leik í Evrópu. Og okkur var fagnandi og bróðurlega tekið í aðildarríkjum. Á nú að fara að vanvirða það, kasta á glæ og segja sjáumst kannski síðar? En það er í fleiri horn að líta í Evrópumálum en þau efnahags- og menningarlegu. NATO-heræfing var haldin hér dagana 27. janúar til 21. febrúar. Er það í fyrsta skipti að ESB-löndin Svíþjóð og Finnland koma til sameiginlegrar æfingar með NATO-löndum. Það var hluti af loftrýmisgæslu á Íslandi, sem fer fram nokkrum sinnum á ári. Að öðru leyti er Ísland eina aðildarríki Atlantshafsbandalagsins án stöðugra heimavarna. Stjórnvöld hafa réttilega lagt áherslu á samvinnu við Bandaríkin um öfluga björgunar- og leitarstoð í Keflavík. Nú er hins vegar ljóst að með brotthvarfi Bandaríkjahers frá Evrópu munu varnir færast að mestu í hendur viðkomandi ríkja, hugsanlega með breyttri starfsemi ESB. Nú eru tímar breytinga og lag til tryggja okkur það sem best býðst. Ekki bíður tíminn með aðgerðir í peningamálum til að losa landið úr hamlandi gjaldeyrishöftum vegna ónýts gjaldmiðils
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun