Uppskrift: Ljúffengar biscotti-kökur Rikka skrifar 21. desember 2014 12:00 Jar of biscotti on table Biscotti Margir tengja biscotti-kökurnar við ítalskar hefðir enda eru þær upprunalega frá Prato, sem er örstutt frá Flórens á Ítalíu. Nafnið biscotti er upprunalega úr latínu og þýðir „bakað tvisvar“ en það er einmitt raunin með þessar kökur. Kökurnar geymast lengi og er upplagt að bjóða upp á góðan ítalskan kaffibolla með þeim. Í þessari uppskrift bregðum við aðeins út af vananum og bætum kókos við grunnuppskriftina. Einnig er tilvalið að bæta við trönuberjum eða öðrum þurrum ávöxtum sem og alls kyns hnetum. 125 g heilar möndlur, án hýðis 2 stk. eggjarauður 250 g sykur 250 g hveiti 50 g kókosmjöl Salt á hnífsoddi Hitið ofninn í 200°C. Dreifið möndlunum á ofnplötu og bakið í 5 mínútur. Kælið og grófsaxið. Þeytið eggjarauðurnar með sykrinum þar til blandan er orðin ljós og létt. Hrærið hveiti, möndlum, kókos og salti saman við og hnoðið þar til deigið er slétt. Mótið deigið í sívalninga og setjið á pappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C í um 25 mínútur. Takið plötuna úr ofninum og hækkið hitann aftur í 200°C. Skerið lengjurnar í um 1 cm þykkar sneiðar og raðið aftur á plötuna og bakið þær í 20-30 mínútur í viðbót, eða þar til þær eru ljósgullinbrúnar og stökkar. Heilsa Smákökur Uppskriftir Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir
Margir tengja biscotti-kökurnar við ítalskar hefðir enda eru þær upprunalega frá Prato, sem er örstutt frá Flórens á Ítalíu. Nafnið biscotti er upprunalega úr latínu og þýðir „bakað tvisvar“ en það er einmitt raunin með þessar kökur. Kökurnar geymast lengi og er upplagt að bjóða upp á góðan ítalskan kaffibolla með þeim. Í þessari uppskrift bregðum við aðeins út af vananum og bætum kókos við grunnuppskriftina. Einnig er tilvalið að bæta við trönuberjum eða öðrum þurrum ávöxtum sem og alls kyns hnetum. 125 g heilar möndlur, án hýðis 2 stk. eggjarauður 250 g sykur 250 g hveiti 50 g kókosmjöl Salt á hnífsoddi Hitið ofninn í 200°C. Dreifið möndlunum á ofnplötu og bakið í 5 mínútur. Kælið og grófsaxið. Þeytið eggjarauðurnar með sykrinum þar til blandan er orðin ljós og létt. Hrærið hveiti, möndlum, kókos og salti saman við og hnoðið þar til deigið er slétt. Mótið deigið í sívalninga og setjið á pappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C í um 25 mínútur. Takið plötuna úr ofninum og hækkið hitann aftur í 200°C. Skerið lengjurnar í um 1 cm þykkar sneiðar og raðið aftur á plötuna og bakið þær í 20-30 mínútur í viðbót, eða þar til þær eru ljósgullinbrúnar og stökkar.
Heilsa Smákökur Uppskriftir Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir