Uppskrift: Ljúffengar biscotti-kökur Rikka skrifar 21. desember 2014 12:00 Jar of biscotti on table Biscotti Margir tengja biscotti-kökurnar við ítalskar hefðir enda eru þær upprunalega frá Prato, sem er örstutt frá Flórens á Ítalíu. Nafnið biscotti er upprunalega úr latínu og þýðir „bakað tvisvar“ en það er einmitt raunin með þessar kökur. Kökurnar geymast lengi og er upplagt að bjóða upp á góðan ítalskan kaffibolla með þeim. Í þessari uppskrift bregðum við aðeins út af vananum og bætum kókos við grunnuppskriftina. Einnig er tilvalið að bæta við trönuberjum eða öðrum þurrum ávöxtum sem og alls kyns hnetum. 125 g heilar möndlur, án hýðis 2 stk. eggjarauður 250 g sykur 250 g hveiti 50 g kókosmjöl Salt á hnífsoddi Hitið ofninn í 200°C. Dreifið möndlunum á ofnplötu og bakið í 5 mínútur. Kælið og grófsaxið. Þeytið eggjarauðurnar með sykrinum þar til blandan er orðin ljós og létt. Hrærið hveiti, möndlum, kókos og salti saman við og hnoðið þar til deigið er slétt. Mótið deigið í sívalninga og setjið á pappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C í um 25 mínútur. Takið plötuna úr ofninum og hækkið hitann aftur í 200°C. Skerið lengjurnar í um 1 cm þykkar sneiðar og raðið aftur á plötuna og bakið þær í 20-30 mínútur í viðbót, eða þar til þær eru ljósgullinbrúnar og stökkar. Heilsa Smákökur Uppskriftir Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist
Margir tengja biscotti-kökurnar við ítalskar hefðir enda eru þær upprunalega frá Prato, sem er örstutt frá Flórens á Ítalíu. Nafnið biscotti er upprunalega úr latínu og þýðir „bakað tvisvar“ en það er einmitt raunin með þessar kökur. Kökurnar geymast lengi og er upplagt að bjóða upp á góðan ítalskan kaffibolla með þeim. Í þessari uppskrift bregðum við aðeins út af vananum og bætum kókos við grunnuppskriftina. Einnig er tilvalið að bæta við trönuberjum eða öðrum þurrum ávöxtum sem og alls kyns hnetum. 125 g heilar möndlur, án hýðis 2 stk. eggjarauður 250 g sykur 250 g hveiti 50 g kókosmjöl Salt á hnífsoddi Hitið ofninn í 200°C. Dreifið möndlunum á ofnplötu og bakið í 5 mínútur. Kælið og grófsaxið. Þeytið eggjarauðurnar með sykrinum þar til blandan er orðin ljós og létt. Hrærið hveiti, möndlum, kókos og salti saman við og hnoðið þar til deigið er slétt. Mótið deigið í sívalninga og setjið á pappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C í um 25 mínútur. Takið plötuna úr ofninum og hækkið hitann aftur í 200°C. Skerið lengjurnar í um 1 cm þykkar sneiðar og raðið aftur á plötuna og bakið þær í 20-30 mínútur í viðbót, eða þar til þær eru ljósgullinbrúnar og stökkar.
Heilsa Smákökur Uppskriftir Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist