Caterham þegar safnað 235 milljónum í fjöldafjármögnun Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2014 10:05 Caterham Formúlu 1 bíll. Fyrir örfáum dögum leit út fyrir að Formúlu 1 liðið Caterham þyrfti að draga lið sitt úr keppni í Formúlu 1 mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Caterham brá á það ráð að efna til fjöldafjármögnunar þar sem lágmarksupphæð var aðeins 5 bresk pund. Svo virðist sem mörgum sé mjög umhugað um að liðið haldi áfram keppni því á aðeins 5 dögum hefur liðið safnað 1,9 milljónum dollara, eða um 235 milljónum króna og er það ríflega helmingur þess fjár sem þarf til að fjármagna liðið fyrir næsta tímabil. Vandinn er að Caterham þarf að klára fjármögnunina næstu 3 daga. Þeir sem leggja til fé til styrktar liðinu fá allskonar varning að launum, frá derhúfum til 700.000 króna yfirbreiðslum fyrir vélar og einnig býðst að kaupa auglýsingar á bílinn fyrir um 2 milljónir króna. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent
Fyrir örfáum dögum leit út fyrir að Formúlu 1 liðið Caterham þyrfti að draga lið sitt úr keppni í Formúlu 1 mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Caterham brá á það ráð að efna til fjöldafjármögnunar þar sem lágmarksupphæð var aðeins 5 bresk pund. Svo virðist sem mörgum sé mjög umhugað um að liðið haldi áfram keppni því á aðeins 5 dögum hefur liðið safnað 1,9 milljónum dollara, eða um 235 milljónum króna og er það ríflega helmingur þess fjár sem þarf til að fjármagna liðið fyrir næsta tímabil. Vandinn er að Caterham þarf að klára fjármögnunina næstu 3 daga. Þeir sem leggja til fé til styrktar liðinu fá allskonar varning að launum, frá derhúfum til 700.000 króna yfirbreiðslum fyrir vélar og einnig býðst að kaupa auglýsingar á bílinn fyrir um 2 milljónir króna.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent