Innlent

Margrét Gauja vill 1. - 2. sæti

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Valgarður
Margrét Gauja Magnúsdóttir sækist eftir því að vera áfram hluti af forystu Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og vill fyrsta til annað sæti listans í sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði í vor. Þetta kemur í tilkynningu Margrétar á vefnum H220.is.

„Ég gef kost á mér í flokksvali Samfylkingar sem haldið verður dagana 6-9. febrúar næstkomandi vegna þess að ég hef brennandi áhuga á bænum mínum, kraft til að koma hlutum í verk og þá trú að alltaf megi gera góðan bæ betri.“

„Með þátttöku minni í bæjarmálunum á undanförnum árum hef ég öðlast dýrmæta reynslu og þekkingu sem ég vil nýta til áframhaldandi starfa í þágu bæjarbúa. Ég hef látið til mín taka á fjölmörgum sviðum, meðal annars í umhverfis- og framkvæmdamálum þar sem ég hef verið í fararbroddi mikilvægra breytinga. Þar höfum við stigið stór skref í átt til umhverfisvænna og betra samfélags.“

„Með eflingu innanbæjaraksturs Strætó, bættum aðstæðum fyrir hjólreiðafólk og innleiðingu á almennri flokkun heimilissorps höfum við í sameiningu tekið mörg góð skref að nútímalegra samfélagi.“

Margrét er með BA próf í uppeldis, menntunar og atvinnulífsfræðum og er með kennsluréttindi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×