Menn önduðu léttar í Seðlabankanum Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. ágúst 2014 18:30 Óvissu um lögmæti verðtryggingar hefur að miklu leyti verið eytt með dómi EFTA-dómstólsins og niðurstaðan er jákvæð fyrir fjármálastöðugleika í landinu, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Beðið var dóms EFTA-dómstólsins um ráðgefandi álit um tilskipun um óréttmæta skilmála í neytendasamningum með talsverðri eftirvæntingu enda miklir hagsmunir í húfi. Hundruð milljarða króna eignir Íbúðalánasjóðs og þar með skattgreiðenda hefðu getað verið í uppnámi. Þá eru eignir lífeyrissjóðanna og þar með alls almennings háðar því að verðtrygging haldi ef greiðsla lífeyris í framtíðinni á að endurspegla breytingar á verðmæti þess gjaldmiðils, þ.e. krónum, sem hann er greiddur út í. Færð hafa verið rök fyrir því að ef niðurstaðan hefði verið á þann veg að verðtryggingin væri óskuldbindandi og Hæstiréttur dæmdi efnislega í samræmi við það væru samt engar líkur á því að ríkissjóður færi á hausinn. Helstu embættismenn fjármálaráðuneytisins og Fjármálaeftirlitsins (FME) voru saman komnir á fundi með starfsmönnum Seðlabankans í morgun eftir að dómurinn var kveðinn upp. Menn fara sér í engu óðslega við að draga ályktanir af niðurstöðu dómsins enda eiga íslenskir dómstólar eftar að dæma í málinu. Olli engum titringi „Það er óhætt að segja að þetta álit EFTA-dómstólsins hafi ekki valdið neinum sérstökum titringi. Málið er að vísu óútkljáð fyrir íslenskum dómstólum. Við bíðum eftir þeirri niðurstöðu en ég get ekki séð að þetta valdi neinum titringi á íslenskum markaði á þessum tímapunkti,“ segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME. Már Guðmundsson seðlabankastjóri var á fundinum þegar beðið var niðurstöðu dómsins en Seðlabankinn hafði unnið nokkrar ólíkar sviðsmyndir vegna málsins eftir því hver niðurstaðan yrði.Andið þið ekki léttar í kjölfar þessa álits EFTA-dómstólsins þótt þetta sé ekki endanleg niðurstaða? „Jú, það má segja það. Auðvitað er alltaf gott fyrir fjármálastöðugleika þegar óvissu er eytt. Núna er búið að eyða þeirri óvissu að eitthvað svona geti haft áhrif á hann mun ekki koma úr þessari átt, allavega,“ segir Már.Annar dómur bíður Ekki er búið að eyða endanlega réttaróvissu um verðtrygginguna þegar þetta mál er til lykta leitt því síðar á þessu ári mun EFTA-dómstóllinn skila ráðgefandi áliti í máli viðskiptavinar Landsbankans sem stefndi bankanum vegna verðtryggðs yfirdráttarláns. Í því máli var óskað eftir ráðgefandi áliti um lögmæti þess að miða við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði ásamt árlegri hlutfallstölu kostnaðar í lánasamningi. Tengdar fréttir Kjarninn sá að íslenskir dómstólar eigi síðasta orðið Verðtryggingin brýtur ekki gegn tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og það er íslenskra dómstóla að meta hvort skilmáli um verðtrygginguna sé óréttmætur. 28. ágúst 2014 18:30 Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58 Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00 „Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Óvissu um lögmæti verðtryggingar hefur að miklu leyti verið eytt með dómi EFTA-dómstólsins og niðurstaðan er jákvæð fyrir fjármálastöðugleika í landinu, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Beðið var dóms EFTA-dómstólsins um ráðgefandi álit um tilskipun um óréttmæta skilmála í neytendasamningum með talsverðri eftirvæntingu enda miklir hagsmunir í húfi. Hundruð milljarða króna eignir Íbúðalánasjóðs og þar með skattgreiðenda hefðu getað verið í uppnámi. Þá eru eignir lífeyrissjóðanna og þar með alls almennings háðar því að verðtrygging haldi ef greiðsla lífeyris í framtíðinni á að endurspegla breytingar á verðmæti þess gjaldmiðils, þ.e. krónum, sem hann er greiddur út í. Færð hafa verið rök fyrir því að ef niðurstaðan hefði verið á þann veg að verðtryggingin væri óskuldbindandi og Hæstiréttur dæmdi efnislega í samræmi við það væru samt engar líkur á því að ríkissjóður færi á hausinn. Helstu embættismenn fjármálaráðuneytisins og Fjármálaeftirlitsins (FME) voru saman komnir á fundi með starfsmönnum Seðlabankans í morgun eftir að dómurinn var kveðinn upp. Menn fara sér í engu óðslega við að draga ályktanir af niðurstöðu dómsins enda eiga íslenskir dómstólar eftar að dæma í málinu. Olli engum titringi „Það er óhætt að segja að þetta álit EFTA-dómstólsins hafi ekki valdið neinum sérstökum titringi. Málið er að vísu óútkljáð fyrir íslenskum dómstólum. Við bíðum eftir þeirri niðurstöðu en ég get ekki séð að þetta valdi neinum titringi á íslenskum markaði á þessum tímapunkti,“ segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME. Már Guðmundsson seðlabankastjóri var á fundinum þegar beðið var niðurstöðu dómsins en Seðlabankinn hafði unnið nokkrar ólíkar sviðsmyndir vegna málsins eftir því hver niðurstaðan yrði.Andið þið ekki léttar í kjölfar þessa álits EFTA-dómstólsins þótt þetta sé ekki endanleg niðurstaða? „Jú, það má segja það. Auðvitað er alltaf gott fyrir fjármálastöðugleika þegar óvissu er eytt. Núna er búið að eyða þeirri óvissu að eitthvað svona geti haft áhrif á hann mun ekki koma úr þessari átt, allavega,“ segir Már.Annar dómur bíður Ekki er búið að eyða endanlega réttaróvissu um verðtrygginguna þegar þetta mál er til lykta leitt því síðar á þessu ári mun EFTA-dómstóllinn skila ráðgefandi áliti í máli viðskiptavinar Landsbankans sem stefndi bankanum vegna verðtryggðs yfirdráttarláns. Í því máli var óskað eftir ráðgefandi áliti um lögmæti þess að miða við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði ásamt árlegri hlutfallstölu kostnaðar í lánasamningi.
Tengdar fréttir Kjarninn sá að íslenskir dómstólar eigi síðasta orðið Verðtryggingin brýtur ekki gegn tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og það er íslenskra dómstóla að meta hvort skilmáli um verðtrygginguna sé óréttmætur. 28. ágúst 2014 18:30 Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58 Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00 „Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Kjarninn sá að íslenskir dómstólar eigi síðasta orðið Verðtryggingin brýtur ekki gegn tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og það er íslenskra dómstóla að meta hvort skilmáli um verðtrygginguna sé óréttmætur. 28. ágúst 2014 18:30
Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58
Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00
„Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00