Erlent

Vilja að innflytjendur tali þýsku

Fjölmargir hafa gagnrýnt þessa tillögu þar á meðal Peter Tauber, aðalritari Kristilega demókrataflokksins.
Fjölmargir hafa gagnrýnt þessa tillögu þar á meðal Peter Tauber, aðalritari Kristilega demókrataflokksins. vísir/ap
Lagt er til að innflytjendum í Þýskalandi verði gert skylt að tala þýsku við aðra fjölskyldumeðlimi samkvæmt tillögu sem lögð hefur verið fram fyrir komandi flokksþing CSU í Bæjaralandi en flokkurinn er systurflokkur Kristilegra demókrata.

Tillagan er mjög umdeild en hún kemur þannig í veg fyrir að innflytjendur geti talað móðurmál sitt á sínu eigin heimili. CSU er með hreinan meirihluta á landsþinginu í Bæjaralandi en stuðningsmenn tillögunnar segja að hún eigi að hjálpa innflytjendum að aðlagast þýsku samfélagi.

Fjölmargir hafa gagnrýnt þessa tillögu þar á meðal Peter Tauber, aðalritari Kristilega demókrataflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×