Hyperlapse nýjasta byltingin í myndbandsupptökum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 14:04 MYND/SKJÁSKOT Mynddreifingasmáforritið Instagram hleypti af stokkunum nú á þriðjudag nýju smáforriti sem gerir fólki kleift að taka upp myndbönd og spila þau aftur á að allt að tólfföldum hraða, án þess að myndgæðin skerðist. Forritið, sem ber nafnið Hyperlapse, er ákaflega einfalt í notkun; smellt er á hnapp til að taka upp myndband og smellt aftur til að stöðva upptökuna. Því næst er endurspilunarhraðinn ákveðinn og gefst notendum smáforritsins því næst tækifæri á að deila myndskeiðum sínum beint á Facebook og Instagram. Helsti galdurinn á bak við forritið liggur í myndjöfnunni en þegar myndböndum er hraðað margfaldast minnstu hreyfingar myndavélarinnar þannig að nær ómögulegt verður að horfa á myndböndin án þess að sundla. Verkfræðingum á vegum Microsoft tókst hins vegar að draga úr þessum hristingi, þrátt fyrir að myndböndin séu spiluð aftur á allt að tólfföldum hraða. Sjón er sögu ríkari en hér að neðan má sjá myndbönd sem kynna virkni Hyperlapse. Þá hefur starfsfólk Hvíta hússins ekki látið tæknina fram hjá sér fara en þeir birtu á dögunum myndband af ferðalagi sínu í gegnum forsetabústaðinn og birtu á Facebook-síðu sinni. Hægt er að hlaða niður forritinu í Google Play og App store sér að endurgjaldslausu. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mynddreifingasmáforritið Instagram hleypti af stokkunum nú á þriðjudag nýju smáforriti sem gerir fólki kleift að taka upp myndbönd og spila þau aftur á að allt að tólfföldum hraða, án þess að myndgæðin skerðist. Forritið, sem ber nafnið Hyperlapse, er ákaflega einfalt í notkun; smellt er á hnapp til að taka upp myndband og smellt aftur til að stöðva upptökuna. Því næst er endurspilunarhraðinn ákveðinn og gefst notendum smáforritsins því næst tækifæri á að deila myndskeiðum sínum beint á Facebook og Instagram. Helsti galdurinn á bak við forritið liggur í myndjöfnunni en þegar myndböndum er hraðað margfaldast minnstu hreyfingar myndavélarinnar þannig að nær ómögulegt verður að horfa á myndböndin án þess að sundla. Verkfræðingum á vegum Microsoft tókst hins vegar að draga úr þessum hristingi, þrátt fyrir að myndböndin séu spiluð aftur á allt að tólfföldum hraða. Sjón er sögu ríkari en hér að neðan má sjá myndbönd sem kynna virkni Hyperlapse. Þá hefur starfsfólk Hvíta hússins ekki látið tæknina fram hjá sér fara en þeir birtu á dögunum myndband af ferðalagi sínu í gegnum forsetabústaðinn og birtu á Facebook-síðu sinni. Hægt er að hlaða niður forritinu í Google Play og App store sér að endurgjaldslausu.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira