Svarti markaðurinn tekur yfir biðraðir eftir iPhone 6 Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2014 13:06 Þessi var ánægður með nýja símann sinn. Vísir/AFP Myndband af biðröðum við Apple búðir í New York hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Þar sést að fremstu aðilar í öllum röðunum virtust vera að kaupa síma til endursölu. Flestir þeirra keyptu sér tvo síma og borguðu fyrir þá með reiðufé. Eftir að búið var að kaupa símana, var einn aðili sem tók við þeim öllum og setti í poka. Í frétt á vef Washington Post segir að iPhone 6 seljist á allt að tíföldu verði á svörtum mörkuðum í Kína. Ástæða þess að nýju símarnir eru ekki fáanlegir í Kína er að Apple hefur einungis orðið við tveimur af þremur kröfum stjórnvalda í Kína vegna sölu símanna. Einungis nokkrum dögum eftir að símarnir fóru í sölu í Bandaríkjunum voru þeir til sölu á götum Peking. Einn blaðamaður Washington Post ræddi við götusala í Kína. Hann sagðist hafa séð fimmtán menn standa fyrir utan Apple-búðina í Peking í þeim tilgangi að selja iPhone 6. Hann segir verðið á snjallsímanum í Kína hafa verið rúmlega 2.400 dalir, eða um 290 þúsund krónur. Aftur á móti kostar síminn 299 dali, eða um 36 þúsund krónur í Bandaríkjunum. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Myndband af biðröðum við Apple búðir í New York hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Þar sést að fremstu aðilar í öllum röðunum virtust vera að kaupa síma til endursölu. Flestir þeirra keyptu sér tvo síma og borguðu fyrir þá með reiðufé. Eftir að búið var að kaupa símana, var einn aðili sem tók við þeim öllum og setti í poka. Í frétt á vef Washington Post segir að iPhone 6 seljist á allt að tíföldu verði á svörtum mörkuðum í Kína. Ástæða þess að nýju símarnir eru ekki fáanlegir í Kína er að Apple hefur einungis orðið við tveimur af þremur kröfum stjórnvalda í Kína vegna sölu símanna. Einungis nokkrum dögum eftir að símarnir fóru í sölu í Bandaríkjunum voru þeir til sölu á götum Peking. Einn blaðamaður Washington Post ræddi við götusala í Kína. Hann sagðist hafa séð fimmtán menn standa fyrir utan Apple-búðina í Peking í þeim tilgangi að selja iPhone 6. Hann segir verðið á snjallsímanum í Kína hafa verið rúmlega 2.400 dalir, eða um 290 þúsund krónur. Aftur á móti kostar síminn 299 dali, eða um 36 þúsund krónur í Bandaríkjunum.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira