Hinir eitruðu kokkteilar Sighvatur Björgvinsson skrifar 30. janúar 2014 06:00 Nefnd forsætisráðherra um afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum hefur skilað áliti. Í áliti sínu kemst nefndin svo að orði – í endursögn fjölmiðla – að innleiðing 40 ára verðtryggðra húsnæðislána hafi verið „eitraður kokkteill“. Rannsóknarnefnd Alþingis sem falið var að rannsaka hrunið og leita uppi hvað einna verst hafi verið gert í aðdraganda þess komst m.a. að þeirri niðurstöðu, að innleiðing 90% húsnæðislána hafi verið alvarleg mistök sem valdið hafi innistæðulausri verðhækkun íbúðarhúsnæðis og orðið til þess að fjölmargir hafi skuldsett sig langt umfram greiðslugetu – 16 þúsund fjölskyldur fyrir hrun! Ekki síður „eitraður kokkteill“ það. Framsóknarflokkurinn taldi fyrir kosningar – og telur enn – verðtrygginguna ein alvarlegustu mistök sem gerð hafi verið í meðferð efnahagsmála á Íslandi – mistök, sem átt hafi drjúgan þátt í linnulitlum verðbólguskotum, forsendubresti og hruni fjármála fjölmargra fjölskyldna. Enn einn „eitraður kokkteillinn“.Hver blandaði? Nú skulum við skoða aðeins tilurð allra þessara göróttu drykkja sem að sögn nýja Framsóknarflokksins hefur verið neytt ofan í þjóðina. Hverjir voru barþjónarnir, sem eitruðu kokkteilana blönduðu?Steingrímur Steinþórsson Verðtryggð opinber lán til húsnæðisöflunar voru fyrst í lög leidd árið 1955. Það gerði þáverandi félagsmálaráðherra Framóknarflokksins, Steingrímur Steinþórson. Þó óverðtryggð lán hafi jafnframt verið í boði urðu verðtryggðu húsnæðislánin ráðandi allt frá árinu 1955. Fólk taldi það hagstæðara. Þessa gjörð telur nýi Framsóknarflokkurinn að tafarlaust beri nú að afnema. Þetta var sem sé „eitraður kokkteill“.Ólafur Jóhannesson Lög um almenna verðtryggingu fjárskuldbindinga voru sett árið 1979. Það eru einu lögin í öllu lagasafninu sem kennd eru við forsætisráðherrann, sem beitti sér fyrir setningu þeirra. Lögin hétu – og heita enn – Ólafslög. Forsætisráðherrann sem hafði frumkvæði að setningu þeirra laga hét Ólafur Jóhannesson. Hann var formaður Framsóknarflokksins. Nú segir arftaki hans í sæti flokksformannsins að þessi verknaður forverans sé skaðvænleg mistök sem verði að afnema hið fyrsta. Einu lögin, sem skírð hafa verið eftir forvera hans, verði að hverfa úr íslenska lagasafninu. Svo „eitraður kokkteill“ séu þau.Alexander Stefánsson Að tilhlutan Alexanders Stefánssonar, félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, voru verðtryggð opinber lán til húsnæðisöflunar lengd úr 31 ári í 40 ár með lögum nr. 54 þann 7. maí 1986. Það gerði Alexander sannfærður um að með því væri hann að ganga til móts við þá, sem erfiðast áttu á húsnæðismarkaðnum; Sigtúnshópinn svonefnda; sem þá upplifði það, sem síðar var endurskírt af þeim Framsóknarfrostum og kallað „forsendubrestur“. Nú segir sami flokkur, nýi Framsóknarflokkurinn, að þar hafi fólki verið byrlaður „eitraður kokkteill“.Árni Magnússon 90% lánin sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi bera einna mesta sökina á húsnæðisbólunni og skelfilegum afleiðingum hennar á fjárhag íslenskra fjölskyldna og á efnahag þjóðarheildarinnar voru sett af félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins eftir kosningaloforð hans og stutt af Sjálfstæðisflokknum „gegn betri vitund“ að sögn þáverandi formanns þess flokks, Geirs Haarde. Sá eitraði kokkteill var sum sé líka blandaður af barþjóni sama flokks og eftir uppskrift sem hann hafði einkarétt á.Páll Pétursson 40 ára verðtryggðu húsnæðislánin voru ítrekuð í lögum árið 1998 jafnframt því sem lögin um Verkamannabústaði voru afnumin. Þetta gerði þáverandi félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, Páll Pétursson. Nú telur Eygló Harðardóttir, arftaki Páls, að nauðsynlegt sé að endurvekja kerfi til aðstoðar við tekjulágt fólk – kerfið, sem Páll lagði niður. Þann 19. maí árið 1998 sagði Páll: „Ég hef engar áhyggjur af því að þetta komi í hausinn á mér í næstu kosningum.“ Enda fór ekki svo. Þetta kemur bara í hausinn á konunni hans, formanni þingflokks nýrra Framsóknarmanna, núna – 16 árum seinna.Hvílík örlög! Hvílík örlög eins flokks að helstu viðfangsefni hans séu að reyna að hella niður öllum þeim „eitruðu kokkteilum”, sem sami flokkur ýmist að eigin sögn eða að sögn ráðgjafa hans á að hafa byrlað þjóðinni í fersku minni arftakanna. Og hvað um þá kokkteila sem flokkurinn er að blanda núna. Er óhætt að bergja þar af? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn aftur að gerast ábyrgur fyrir gæðunum – eins og þegar síðasti „eitraði kokkteill“ var blandaður. Og þá aftur gegn betri vitund!?! Hvílík örlög! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nefnd forsætisráðherra um afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum hefur skilað áliti. Í áliti sínu kemst nefndin svo að orði – í endursögn fjölmiðla – að innleiðing 40 ára verðtryggðra húsnæðislána hafi verið „eitraður kokkteill“. Rannsóknarnefnd Alþingis sem falið var að rannsaka hrunið og leita uppi hvað einna verst hafi verið gert í aðdraganda þess komst m.a. að þeirri niðurstöðu, að innleiðing 90% húsnæðislána hafi verið alvarleg mistök sem valdið hafi innistæðulausri verðhækkun íbúðarhúsnæðis og orðið til þess að fjölmargir hafi skuldsett sig langt umfram greiðslugetu – 16 þúsund fjölskyldur fyrir hrun! Ekki síður „eitraður kokkteill“ það. Framsóknarflokkurinn taldi fyrir kosningar – og telur enn – verðtrygginguna ein alvarlegustu mistök sem gerð hafi verið í meðferð efnahagsmála á Íslandi – mistök, sem átt hafi drjúgan þátt í linnulitlum verðbólguskotum, forsendubresti og hruni fjármála fjölmargra fjölskyldna. Enn einn „eitraður kokkteillinn“.Hver blandaði? Nú skulum við skoða aðeins tilurð allra þessara göróttu drykkja sem að sögn nýja Framsóknarflokksins hefur verið neytt ofan í þjóðina. Hverjir voru barþjónarnir, sem eitruðu kokkteilana blönduðu?Steingrímur Steinþórsson Verðtryggð opinber lán til húsnæðisöflunar voru fyrst í lög leidd árið 1955. Það gerði þáverandi félagsmálaráðherra Framóknarflokksins, Steingrímur Steinþórson. Þó óverðtryggð lán hafi jafnframt verið í boði urðu verðtryggðu húsnæðislánin ráðandi allt frá árinu 1955. Fólk taldi það hagstæðara. Þessa gjörð telur nýi Framsóknarflokkurinn að tafarlaust beri nú að afnema. Þetta var sem sé „eitraður kokkteill“.Ólafur Jóhannesson Lög um almenna verðtryggingu fjárskuldbindinga voru sett árið 1979. Það eru einu lögin í öllu lagasafninu sem kennd eru við forsætisráðherrann, sem beitti sér fyrir setningu þeirra. Lögin hétu – og heita enn – Ólafslög. Forsætisráðherrann sem hafði frumkvæði að setningu þeirra laga hét Ólafur Jóhannesson. Hann var formaður Framsóknarflokksins. Nú segir arftaki hans í sæti flokksformannsins að þessi verknaður forverans sé skaðvænleg mistök sem verði að afnema hið fyrsta. Einu lögin, sem skírð hafa verið eftir forvera hans, verði að hverfa úr íslenska lagasafninu. Svo „eitraður kokkteill“ séu þau.Alexander Stefánsson Að tilhlutan Alexanders Stefánssonar, félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, voru verðtryggð opinber lán til húsnæðisöflunar lengd úr 31 ári í 40 ár með lögum nr. 54 þann 7. maí 1986. Það gerði Alexander sannfærður um að með því væri hann að ganga til móts við þá, sem erfiðast áttu á húsnæðismarkaðnum; Sigtúnshópinn svonefnda; sem þá upplifði það, sem síðar var endurskírt af þeim Framsóknarfrostum og kallað „forsendubrestur“. Nú segir sami flokkur, nýi Framsóknarflokkurinn, að þar hafi fólki verið byrlaður „eitraður kokkteill“.Árni Magnússon 90% lánin sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi bera einna mesta sökina á húsnæðisbólunni og skelfilegum afleiðingum hennar á fjárhag íslenskra fjölskyldna og á efnahag þjóðarheildarinnar voru sett af félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins eftir kosningaloforð hans og stutt af Sjálfstæðisflokknum „gegn betri vitund“ að sögn þáverandi formanns þess flokks, Geirs Haarde. Sá eitraði kokkteill var sum sé líka blandaður af barþjóni sama flokks og eftir uppskrift sem hann hafði einkarétt á.Páll Pétursson 40 ára verðtryggðu húsnæðislánin voru ítrekuð í lögum árið 1998 jafnframt því sem lögin um Verkamannabústaði voru afnumin. Þetta gerði þáverandi félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, Páll Pétursson. Nú telur Eygló Harðardóttir, arftaki Páls, að nauðsynlegt sé að endurvekja kerfi til aðstoðar við tekjulágt fólk – kerfið, sem Páll lagði niður. Þann 19. maí árið 1998 sagði Páll: „Ég hef engar áhyggjur af því að þetta komi í hausinn á mér í næstu kosningum.“ Enda fór ekki svo. Þetta kemur bara í hausinn á konunni hans, formanni þingflokks nýrra Framsóknarmanna, núna – 16 árum seinna.Hvílík örlög! Hvílík örlög eins flokks að helstu viðfangsefni hans séu að reyna að hella niður öllum þeim „eitruðu kokkteilum”, sem sami flokkur ýmist að eigin sögn eða að sögn ráðgjafa hans á að hafa byrlað þjóðinni í fersku minni arftakanna. Og hvað um þá kokkteila sem flokkurinn er að blanda núna. Er óhætt að bergja þar af? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn aftur að gerast ábyrgur fyrir gæðunum – eins og þegar síðasti „eitraði kokkteill“ var blandaður. Og þá aftur gegn betri vitund!?! Hvílík örlög!
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar