Fórn af frjálsum vilja Sighvatur Björgvinsson skrifar 28. maí 2014 07:00 Áunnin lífeyrisréttindi eru eina eign íslenskra heimila, sem er til fulls varin gegn kröfum lánardrottna. Sama máli gegnir um innistæður séreignarlífeyris. Þó illa fari í fjármálum heimilisins og kröfuhafar hirði allar eignir fjölskyldunnar eru lífeyrisréttindin og séreignarlífeyririnn sú eina eign heimilisins sem kröfuhafar geta ekki snert. Þetta eru eignirnar sem eiga að tryggja fjölskyldufeðrum og -mæðrum sem áhyggjuminnst ævikvöld eftir að starfsdegi lýkur. Lífeyrisréttindin ein og sér geta ekki tryggt fólki nema takmarkaðan hlut af viku- eða mánaðarlaunum þess meðan það var á vinnumarkaði. Því var opnuð sú leið að fólk gæti keypt sér aukin réttindi með 2% innleggi í séreignarlífeyri gegn jafn háu framlagi frá atvinnuveitanda. Þannig var boðið upp á þann kost að tryggja fólki enn betri afkomu á efri árum en einber lífeyrissjóðsaðild gat gert. Og einmitt þess vegna voru þessi réttindi séreignarlífeyris varin með sama hætti og réttindin í lífeyrissjóðunum. Þó kröfuhafar gætu hirt allar eigur skuldugra heimila í fjárþröng gátu þeir og geta ekki snert eignir heimilanna í lífeyrissjóðum og í séreignarlífeyri. Þetta á að vera ósnertanleg eign til ráðstöfunar þegar starfsævi lýkur og ellin sækir fólk heim.Nema hvað? Nema! Nema hvað? Nema heimilin taki þá ákvörðun að taka út séreignarlífeyrinn sinn og breyta honum í einhverja þá eign, sem ekki verður varin fyrir kröfuhöfum og löggjafinn, Alþingi, leyfi þeim það. Breyti honum t.d. í eignarhluta í húseign, eignarhluta í bifreið (eins og dæmi eru til um) – eða í utanlandsferð þar sem eignin er horfin að ferð lokinni. Slíkir fjölskyldufeður og -mæður eiga svo von á slakari afkomu sem því nemur á efri árum – en hvað hirða sumir Íslendingar hvort eð er um það. Það er hin líðandi stund sem skiptir svo marga svo miklu máli. Hvað morgundagurinn ber í skauti sér er eitthvað, sem er handan tíma og rúms. Auk þess sem það hlýtur að reddast! En hvaða meiri greiða er hægt að gera núverandi og væntanlegum kröfuhöfum á hendur íslenskum heimilum en þá, að heimilin fáist til þess að breyta lögvörðum eignum sínum í kröfugerðartilefni lánardrottna? Og svo álíta margir þetta vera sérstakan happafeng fyrir sig og sína. Happafeng að geta að eigin frumkvæði breytt lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform sem njóta engrar verndar fyrir kröfum kröfuhafa. Sem hægt er svo að hirða af skuldsettu fólki nánast með einu pennastriki.Himinhrópandi þögn Mig undrar hve lífeyrissjóðirnir hafa þagað þunnu hljóði þegar meira að segja bankarnir eru farnir að auglýsa námskeið og fræðslufundi til þess að hjálpa starfandi fólki við að breyta lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform, sem eru óvarin fyrir kröfuhöfum. Nú eru bankarnir sjálfir þeir aðilar í landinu, sem mestar og stærstar kröfur eiga á hendur heimilum. Það er því eðlilegt frá sjónarhóli þeirra eigin hagsmuna að þeir hjálpi fólki við að skerða hinar lögvörðu eignir sínar og breyta þeim í andlag kröfugerða lánastofnana. En hví þegja lífeyrissjóðirnir og stéttarfélögin, sem börðust fyrir þessum réttindum? Hví þegja þeir þegar gerð er atlaga að réttindum, sem þeir skópu, með það að markmiði að breyta einu lögvörðu eignum heimilanna í önnur eignarform, sem bankar og aðrar lánastofnanir geta gengið að og hirt af fólki sem ratað hefur í skuldaraunir og með því auk þess fórnað stórum hluta afkomu sinnar á elliárunum í hendurnar á óskyldum lánardrottnum á markaði. Hví þessi himinhrópandi þögn lífeyrissjóða og stéttarfélaga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Áunnin lífeyrisréttindi eru eina eign íslenskra heimila, sem er til fulls varin gegn kröfum lánardrottna. Sama máli gegnir um innistæður séreignarlífeyris. Þó illa fari í fjármálum heimilisins og kröfuhafar hirði allar eignir fjölskyldunnar eru lífeyrisréttindin og séreignarlífeyririnn sú eina eign heimilisins sem kröfuhafar geta ekki snert. Þetta eru eignirnar sem eiga að tryggja fjölskyldufeðrum og -mæðrum sem áhyggjuminnst ævikvöld eftir að starfsdegi lýkur. Lífeyrisréttindin ein og sér geta ekki tryggt fólki nema takmarkaðan hlut af viku- eða mánaðarlaunum þess meðan það var á vinnumarkaði. Því var opnuð sú leið að fólk gæti keypt sér aukin réttindi með 2% innleggi í séreignarlífeyri gegn jafn háu framlagi frá atvinnuveitanda. Þannig var boðið upp á þann kost að tryggja fólki enn betri afkomu á efri árum en einber lífeyrissjóðsaðild gat gert. Og einmitt þess vegna voru þessi réttindi séreignarlífeyris varin með sama hætti og réttindin í lífeyrissjóðunum. Þó kröfuhafar gætu hirt allar eigur skuldugra heimila í fjárþröng gátu þeir og geta ekki snert eignir heimilanna í lífeyrissjóðum og í séreignarlífeyri. Þetta á að vera ósnertanleg eign til ráðstöfunar þegar starfsævi lýkur og ellin sækir fólk heim.Nema hvað? Nema! Nema hvað? Nema heimilin taki þá ákvörðun að taka út séreignarlífeyrinn sinn og breyta honum í einhverja þá eign, sem ekki verður varin fyrir kröfuhöfum og löggjafinn, Alþingi, leyfi þeim það. Breyti honum t.d. í eignarhluta í húseign, eignarhluta í bifreið (eins og dæmi eru til um) – eða í utanlandsferð þar sem eignin er horfin að ferð lokinni. Slíkir fjölskyldufeður og -mæður eiga svo von á slakari afkomu sem því nemur á efri árum – en hvað hirða sumir Íslendingar hvort eð er um það. Það er hin líðandi stund sem skiptir svo marga svo miklu máli. Hvað morgundagurinn ber í skauti sér er eitthvað, sem er handan tíma og rúms. Auk þess sem það hlýtur að reddast! En hvaða meiri greiða er hægt að gera núverandi og væntanlegum kröfuhöfum á hendur íslenskum heimilum en þá, að heimilin fáist til þess að breyta lögvörðum eignum sínum í kröfugerðartilefni lánardrottna? Og svo álíta margir þetta vera sérstakan happafeng fyrir sig og sína. Happafeng að geta að eigin frumkvæði breytt lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform sem njóta engrar verndar fyrir kröfum kröfuhafa. Sem hægt er svo að hirða af skuldsettu fólki nánast með einu pennastriki.Himinhrópandi þögn Mig undrar hve lífeyrissjóðirnir hafa þagað þunnu hljóði þegar meira að segja bankarnir eru farnir að auglýsa námskeið og fræðslufundi til þess að hjálpa starfandi fólki við að breyta lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform, sem eru óvarin fyrir kröfuhöfum. Nú eru bankarnir sjálfir þeir aðilar í landinu, sem mestar og stærstar kröfur eiga á hendur heimilum. Það er því eðlilegt frá sjónarhóli þeirra eigin hagsmuna að þeir hjálpi fólki við að skerða hinar lögvörðu eignir sínar og breyta þeim í andlag kröfugerða lánastofnana. En hví þegja lífeyrissjóðirnir og stéttarfélögin, sem börðust fyrir þessum réttindum? Hví þegja þeir þegar gerð er atlaga að réttindum, sem þeir skópu, með það að markmiði að breyta einu lögvörðu eignum heimilanna í önnur eignarform, sem bankar og aðrar lánastofnanir geta gengið að og hirt af fólki sem ratað hefur í skuldaraunir og með því auk þess fórnað stórum hluta afkomu sinnar á elliárunum í hendurnar á óskyldum lánardrottnum á markaði. Hví þessi himinhrópandi þögn lífeyrissjóða og stéttarfélaga?
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar