Top Gear hitar upp Finnur Thorlacius skrifar 30. desember 2014 09:46 Nú um jólin var sýndur sérstakur jólaþáttur Top Gear í Bretlandi en í honum voru þremenningarnir Clarkson, May og Hammond á ferð í Argentínu að því er virðist með það markmið að eyðileggja þrjá gamla sportbíla. Sá þáttur var þó bara forleikur að 22. seríu þáttanna sem brátt verður sýndur. Í tilefni þess gerði BBC, framleiðandi þáttanna, þessa kynningarstiklu þar sem húmorinn ræður ferðinni sem fyrr. Í henni er kastljósinu beint að tilraunaökumanninum Stig og athöfnum hans í því fríi sem honum gafst á milli 21. gg 22. þáttaraðar. Hann virðist hafa dundað sér við að fara illa með Lamborghini Aventador sem hann leigir hjá bílaleigu og ekur um víða veröld og skilar svo í henglum. Einnig sést lítillega úr atriði nýju þáttaraðarinnar, þar sem Jaguar F-Type Coupe er tekinn til kostanna á prufuakstursbraut Top Gear í Dunsfold. Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent
Nú um jólin var sýndur sérstakur jólaþáttur Top Gear í Bretlandi en í honum voru þremenningarnir Clarkson, May og Hammond á ferð í Argentínu að því er virðist með það markmið að eyðileggja þrjá gamla sportbíla. Sá þáttur var þó bara forleikur að 22. seríu þáttanna sem brátt verður sýndur. Í tilefni þess gerði BBC, framleiðandi þáttanna, þessa kynningarstiklu þar sem húmorinn ræður ferðinni sem fyrr. Í henni er kastljósinu beint að tilraunaökumanninum Stig og athöfnum hans í því fríi sem honum gafst á milli 21. gg 22. þáttaraðar. Hann virðist hafa dundað sér við að fara illa með Lamborghini Aventador sem hann leigir hjá bílaleigu og ekur um víða veröld og skilar svo í henglum. Einnig sést lítillega úr atriði nýju þáttaraðarinnar, þar sem Jaguar F-Type Coupe er tekinn til kostanna á prufuakstursbraut Top Gear í Dunsfold.
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent