Finnur: Magni var eins og löggan á Lækjartorgi á morgnana Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. apríl 2014 22:04 Magni á ferðinni í kvöld. vísir/valli „Þetta var frábær sigur á hörku góðu liði í hörku góðri stemmingu, hvar getur maður verið annars staðar en í skýjunum," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR sáttur eftir sigurinn á Stjörnunní í kvöld. Sigurinn kom KR í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla. „Það virtist þurfa að tapa einum leik til að kveikja í okkar stuðningsmönnum og það var gríðarlega gaman að sjá svona marga komna úr Vesturbænum. Miðjan er mætt á ný og það er frábært fyrir framhaldið." KR-ingar lentu annan leikinn í röð í því í Ásgarði að lenda undir á upphafsmínútum leiksins. „Við vorum að fá mörg opin skot sem voru ekki að detta og þeir náðu forskotinu á því. Við vorum of langt frá þeim í byrjun leiks og þeir spiluðu vel og voru að hitta vel en við stigum upp. Þegar við fórum að þétta vörnina hjá okkur og skotin byrjuðu að detta náðum við yfirhöndinni og leiddum leikinn frá því allt til enda." „Ég var alltaf að vona að við næðum góðri rispu sem við keyrum yfir lið eins og við gerum oft en það gerðist ekki í kvöld. Stjarnan er með gott lið sem er verðugur andstæðingur og þetta var bara frábær undirbúningur fyrir næsta leik. Við eigum helling inni, við getum spilað betur en það var frábært að klára þetta," KR-ingar sigruðu þrátt fyrir að Demond Watt Jr., miðherji liðsins hafi haft lítil áhrif mest allan leikinn. Ingvaldur Magni kom sterkur inn af bekknum í hans stað. „Magni var einfaldlega eins og löggan á Lækjartorgi klukkan sex um morgun, hann var að rusla menn til sama hvar það var. Hann átti frábæra innkomu og ég vissi að hann vildi sýna hvað hann gæti. Hann brúaði þetta bil sem Demond skildi eftir sig," Brynjar Þór Björnsson og Martin Hermannsson eru góðar vítaskyttur en klúðruðu þremur vítum af fjórum á lokasekúndum leiksins. „Ef ég þyrfti velja vítaskyttu væri ég til í að velja ansi marga, ég valdi þá í þetta skiptið og ég treysti þeim fullkomnlega. Það var ágætt að Martin klúðraði seinna skotinu og náði sóknarfrákastinu sem kláraði leikinn," sagði Finnur léttur að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 89-90 | KR komið í úrslit KR tryggði sæti sitt í úrslitum Dominos-deild karla með naumum sigri á Stjörnunni í háspennuleik í Ásgarði. Þrátt fyrir að hafa klúðrað tækifærum á vítalínunni til að gera út um leikinn var það sóknarfrákast KR-inga þegar 3,2 sekúndur voru eftir sem gerði út um leikinn. 13. apríl 2014 00:01 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
„Þetta var frábær sigur á hörku góðu liði í hörku góðri stemmingu, hvar getur maður verið annars staðar en í skýjunum," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR sáttur eftir sigurinn á Stjörnunní í kvöld. Sigurinn kom KR í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla. „Það virtist þurfa að tapa einum leik til að kveikja í okkar stuðningsmönnum og það var gríðarlega gaman að sjá svona marga komna úr Vesturbænum. Miðjan er mætt á ný og það er frábært fyrir framhaldið." KR-ingar lentu annan leikinn í röð í því í Ásgarði að lenda undir á upphafsmínútum leiksins. „Við vorum að fá mörg opin skot sem voru ekki að detta og þeir náðu forskotinu á því. Við vorum of langt frá þeim í byrjun leiks og þeir spiluðu vel og voru að hitta vel en við stigum upp. Þegar við fórum að þétta vörnina hjá okkur og skotin byrjuðu að detta náðum við yfirhöndinni og leiddum leikinn frá því allt til enda." „Ég var alltaf að vona að við næðum góðri rispu sem við keyrum yfir lið eins og við gerum oft en það gerðist ekki í kvöld. Stjarnan er með gott lið sem er verðugur andstæðingur og þetta var bara frábær undirbúningur fyrir næsta leik. Við eigum helling inni, við getum spilað betur en það var frábært að klára þetta," KR-ingar sigruðu þrátt fyrir að Demond Watt Jr., miðherji liðsins hafi haft lítil áhrif mest allan leikinn. Ingvaldur Magni kom sterkur inn af bekknum í hans stað. „Magni var einfaldlega eins og löggan á Lækjartorgi klukkan sex um morgun, hann var að rusla menn til sama hvar það var. Hann átti frábæra innkomu og ég vissi að hann vildi sýna hvað hann gæti. Hann brúaði þetta bil sem Demond skildi eftir sig," Brynjar Þór Björnsson og Martin Hermannsson eru góðar vítaskyttur en klúðruðu þremur vítum af fjórum á lokasekúndum leiksins. „Ef ég þyrfti velja vítaskyttu væri ég til í að velja ansi marga, ég valdi þá í þetta skiptið og ég treysti þeim fullkomnlega. Það var ágætt að Martin klúðraði seinna skotinu og náði sóknarfrákastinu sem kláraði leikinn," sagði Finnur léttur að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 89-90 | KR komið í úrslit KR tryggði sæti sitt í úrslitum Dominos-deild karla með naumum sigri á Stjörnunni í háspennuleik í Ásgarði. Þrátt fyrir að hafa klúðrað tækifærum á vítalínunni til að gera út um leikinn var það sóknarfrákast KR-inga þegar 3,2 sekúndur voru eftir sem gerði út um leikinn. 13. apríl 2014 00:01 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 89-90 | KR komið í úrslit KR tryggði sæti sitt í úrslitum Dominos-deild karla með naumum sigri á Stjörnunni í háspennuleik í Ásgarði. Þrátt fyrir að hafa klúðrað tækifærum á vítalínunni til að gera út um leikinn var það sóknarfrákast KR-inga þegar 3,2 sekúndur voru eftir sem gerði út um leikinn. 13. apríl 2014 00:01