Logi hélt upp á 100 leikja tímamótin sín með sögulegum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2014 09:00 Logi Gunnarsson blómstraði í tímamótaleiknum. Mynd/KKÍ Logi Gunnarsson spilaði sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið vann fjórtán stiga sigur á Lúxemborg í æfingaleik í fyrrakvöld. Logi hafði svo sannarlega tilefni til að brosa út að eyrum eftir leikinn því hann hélt upp á tímamótin sín með sögulegum hætti. Logi sker sig nefnilega úr á meðal þeirra tólf sem hafa komist í hundrað leikja klúbbinn en enginn þeirra hefur bæði verið stigahæstur og fagnað sigri í hundraðasta landsleiknum sínum. Logi varð fjórði leikmaðurinn sem nær því að verða stigahæstur í sínum hundraðasta landsleik en því náðu einnig þeir Valur Ingimundarson, Guðmundur Bragason og Falur Harðarson. Þeir náðu því hins vegar allir í tapleik. Jón Sigurðsson varð fyrsti meðlimur klúbbsins í ársbyrjun 1982 en 23 stigin hans dugðu aðeins til að verða þriðji stigahæstur í 21 stigs sigri á Portúgal í Laugardalshöllinni. Logi Gunnarsson er í fjórða sæti yfir flest stig í hundraðasta landsleiknum á eftir Vali Ingimundarsyni (24 stig – 14.5 maí 1989), Jóni Sigurðssyni (23 – 6. janúar 1982) og Teiti Örlygssyni (22 – 19. maí 1997) og aðeins Herbert Arnarson hefur sett niður fleiri þrista í slíkum tímamótaleik en Logi skoraði fjórar þriggja stiga körfur í leiknum. Logi hefur ekki skorað meira í landsleik síðan sumarið 2011 eða í síðustu tuttugu landsleikjum sínum og hafði aðeins skorað samtals 20 stig í síðustu sex leikjum sínum undir stjórn Peters Öqvist. Logi fann sig hins vegar mjög vel í fyrsta leiknum undir stjórn Craigs Pedersen og vonandi verður framhald á því en Ísland mætir Lúxemborg aftur í æfingaleik í dag.Stigahæstir í 100. landsleiknum Valur Ingimundarson - 14.5.1989 í tapi á móti Ungverjalandi (24 stig) Guðmundur Bragason - 23.5.1995 í tapi á móti Sviss (16 stig) Falur Harðarson - 1.12.1999 í tapi á móti Slóveníu (16 stig) Logi Gunnarsson - 31.7.2014 í sigri á móti Lúxemborg (19 stig)Flest stig í hundraðasta landsleiknum 24 - Valur Ingimundarson 23 - Jón Sigurðsson 22 - Teitur Örlygsson 19 - Logi Gunnarsson 17 - Torfi Magnússon 17 - Herbert Arnarson 16 - Guðmundur Bragason 16 - Falur Harðarson 12 - Guðjón Skúlason 3 - Jón Arnar Ingvarsson 2 - Jón Kr. Gíslason 2 - Friðrik StefánssonFlestir þristar í hundraðasta landsleiknum 5 - Herbert Arnarson 4 - Teitur Örlygsson 4 - Falur Harðarson 4 - Logi Gunnarsson 2 - Valur Ingimundarson 2 - Guðjón Skúlason 1 - Jón Arnar IngvarssonÍ sigurliði í hundraðasta landsleiknum Jón Sigurðsson - 6. janúar 1982 á móti Portúgal Torfi Magnússon - 28. apríl 1985 á móti Lúxemborg Jón Kr. Gíslason - 25. maí 1991 á móti Lúxemborg Teitur Örlygsson - 19. maí 1997 á móti Noregi Herbert Arnarson - 31. maí 2001 á móti Möltu Friðrik Stefánsson - 7. júní 2007 á móti Mónakó Logi Gunnarsson - 31. júlí 2014 á móti Lúxemborg Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30 Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum. 1. ágúst 2014 11:00 Lúxemborg önnur hundrað stiga þjóðin hans Loga Logi Gunnarsson lék í gær sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sannfærandi 14 stiga sigur á Lúxemborg, 78-64. 1. ágúst 2014 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Sjá meira
Logi Gunnarsson spilaði sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið vann fjórtán stiga sigur á Lúxemborg í æfingaleik í fyrrakvöld. Logi hafði svo sannarlega tilefni til að brosa út að eyrum eftir leikinn því hann hélt upp á tímamótin sín með sögulegum hætti. Logi sker sig nefnilega úr á meðal þeirra tólf sem hafa komist í hundrað leikja klúbbinn en enginn þeirra hefur bæði verið stigahæstur og fagnað sigri í hundraðasta landsleiknum sínum. Logi varð fjórði leikmaðurinn sem nær því að verða stigahæstur í sínum hundraðasta landsleik en því náðu einnig þeir Valur Ingimundarson, Guðmundur Bragason og Falur Harðarson. Þeir náðu því hins vegar allir í tapleik. Jón Sigurðsson varð fyrsti meðlimur klúbbsins í ársbyrjun 1982 en 23 stigin hans dugðu aðeins til að verða þriðji stigahæstur í 21 stigs sigri á Portúgal í Laugardalshöllinni. Logi Gunnarsson er í fjórða sæti yfir flest stig í hundraðasta landsleiknum á eftir Vali Ingimundarsyni (24 stig – 14.5 maí 1989), Jóni Sigurðssyni (23 – 6. janúar 1982) og Teiti Örlygssyni (22 – 19. maí 1997) og aðeins Herbert Arnarson hefur sett niður fleiri þrista í slíkum tímamótaleik en Logi skoraði fjórar þriggja stiga körfur í leiknum. Logi hefur ekki skorað meira í landsleik síðan sumarið 2011 eða í síðustu tuttugu landsleikjum sínum og hafði aðeins skorað samtals 20 stig í síðustu sex leikjum sínum undir stjórn Peters Öqvist. Logi fann sig hins vegar mjög vel í fyrsta leiknum undir stjórn Craigs Pedersen og vonandi verður framhald á því en Ísland mætir Lúxemborg aftur í æfingaleik í dag.Stigahæstir í 100. landsleiknum Valur Ingimundarson - 14.5.1989 í tapi á móti Ungverjalandi (24 stig) Guðmundur Bragason - 23.5.1995 í tapi á móti Sviss (16 stig) Falur Harðarson - 1.12.1999 í tapi á móti Slóveníu (16 stig) Logi Gunnarsson - 31.7.2014 í sigri á móti Lúxemborg (19 stig)Flest stig í hundraðasta landsleiknum 24 - Valur Ingimundarson 23 - Jón Sigurðsson 22 - Teitur Örlygsson 19 - Logi Gunnarsson 17 - Torfi Magnússon 17 - Herbert Arnarson 16 - Guðmundur Bragason 16 - Falur Harðarson 12 - Guðjón Skúlason 3 - Jón Arnar Ingvarsson 2 - Jón Kr. Gíslason 2 - Friðrik StefánssonFlestir þristar í hundraðasta landsleiknum 5 - Herbert Arnarson 4 - Teitur Örlygsson 4 - Falur Harðarson 4 - Logi Gunnarsson 2 - Valur Ingimundarson 2 - Guðjón Skúlason 1 - Jón Arnar IngvarssonÍ sigurliði í hundraðasta landsleiknum Jón Sigurðsson - 6. janúar 1982 á móti Portúgal Torfi Magnússon - 28. apríl 1985 á móti Lúxemborg Jón Kr. Gíslason - 25. maí 1991 á móti Lúxemborg Teitur Örlygsson - 19. maí 1997 á móti Noregi Herbert Arnarson - 31. maí 2001 á móti Möltu Friðrik Stefánsson - 7. júní 2007 á móti Mónakó Logi Gunnarsson - 31. júlí 2014 á móti Lúxemborg
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30 Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum. 1. ágúst 2014 11:00 Lúxemborg önnur hundrað stiga þjóðin hans Loga Logi Gunnarsson lék í gær sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sannfærandi 14 stiga sigur á Lúxemborg, 78-64. 1. ágúst 2014 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Sjá meira
Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30
Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum. 1. ágúst 2014 11:00
Lúxemborg önnur hundrað stiga þjóðin hans Loga Logi Gunnarsson lék í gær sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sannfærandi 14 stiga sigur á Lúxemborg, 78-64. 1. ágúst 2014 12:00