Vill að lífeyrissjóðir krefjist þess að bankarnir fari í gjaldþrot Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. ágúst 2014 13:50 Heiðar Guðjónsson hagfræðingur Heiðar Guðjónsson hagfræðingur segir að íslenskir lífeyrissjóðir ættu að krefjast þess fyrir héraðsdómi að slitameðferð föllnu bankanna verði stöðvuð og bankarnir settir í gjaldþrotameðferð. Hagsmunir Íslendinga séu að farið sé að íslenskum lögum, en ekki að einn hópur, kröfuhafar, fái að semja sig fram hjá þeim. Ef að nauðasamningsumleitanir slitastjórnar fjármálafyrirtækis hafa ekki borið árangur eða kröfuhafi sýnir fram á að ekki séu lagaskilyrði til að leita nauðasamnings getur kröfuhafi krafist þess fyrir héraðsdómi að bú fjármálafyrirtækis verði tekið til gjaldþrotaskipta. Til að hafa slíka kröfu uppi verður þó kröfuhafi að sýna fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af því að koma fram gjaldþrotaskiptum fremur en að viðkomandi fjármálafyrirtæki verði áfram í slitameðferð. Þessi regla kemur fram í 103. gr. a laga um fjármálafyrirtæki.Enga lagabreytingu þarf Þetta þýðir að ekki þarf neina lagabreytingu til að setja bankana í hefðbundið gjaldþrot. Einhver kröfuhafanna getur óskað eftir því ef slitastjórnin gerir það ekki sjálf. Heiðar Guðjónsson hagfræðingur segir í grein í Morgunblaðinu í dag að það blasi við að besta leiðin fyrir Ísland sé að setja gömlu bankana í gjaldþrot. Heiðar segir að lífeyrissjóðir, sem séu stærstir íslenskra kröfuhafa bankanna, hafi ríka hagsmuni af því að dómstólar á Íslandi setji búin í þrot og ættu því að krefjast þess. Hagsmunir Íslendinga séu að farið sé að íslenskum lögum, en ekki að einn hópur, kröfuhafar, fái að semja sig fram hjá þeim. Það rýri hag rétthafa lífeyrissjóðanna með því að viðhalda gjaldeyrishöftunum og leggi óbærilega áhættu af alþjóðlegum málaferlum á komandi kynslóðir. Heiðar er þarna að vísa til þess að ekki sé æskilegt að slitabú föllnu bankanna fái frekari undanþágur til að greiða kröfuhöfum sínum í erlendum gjaldeyri framhjá höftum á meðan allir aðrir sitji fastir innan hafta. Þá gengur hann út frá því greininni að ef föllnu bankarnir fari í gjaldþrotameðferð verði kröfuhöfum greitt í íslenskum krónum. Fordæmi eru fyrir slíku en þrotabú Samsonar greiddi öllum kröfuhöfum í krónum þrátt fyrir að eignir væru í erlendum gjaldeyri og telur lögmaðurinn sem var skiptastjóri í því þrotabúi að fjármálafyrirtæki sem færu í gjaldþrot gætu farið sömu leið. Undanfarandi slitameðferð breyti engu um meginsjónamið gjaldþrotalaga að umbreyta beri erlendum kröfum í krónur. Slitastjórnir föllnu bankanna hafa sagt að líklegt sé að erlendir kröfuhafar muni beita sér fyrir þeim dómstólum þar sem gjaldeyriseignirnar eru og eftir atvikum krefjast þess að eignirnar verði kyrrsettar ef það standi til að skipta þeim í krónur. Skuldajöfnuðu kröfum á móti gjaldmiðlaskiptasamningum Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, sem er stærsti lífeyrissjóður landsins, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lífeyrissjóðurinn hefði skuldajafnað nær öllum kröfum sínum á hendur slitabúum föllnu bankanna upp í gjaldmiðlaskiptasamninga. Gunnar Baldvinsson er framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Verandi kröfuhafi í slitabú föllnu bankanna, hafið þið haft til skoðunar að óska eftir því að slitameðferðin verði aftengd og búin sett í hefðbundin gjaldþrotaskipti? „Það hefur ekki verið til skoðunar fyrst og fremst af þeirri ástæðu að við eigum ekki miklar kröfur,“ segir Gunnar. Ef þið ættuð miklar kröfur, ef þið hefðuð ekki skuldajafnað kröfum á móti gjaldmiðlaskiptasamningum, væri það æskileg leið, þ.e. að krefjast gjaldþrotaskipta á þessum bönkum? „Ég hef ekki myndað mér skoðun á því.“Ekki náðist í morgun í Guðmund Þórhallsson framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tengdar fréttir Slitastjórnir fái beiðnir um undanþágur í gegn Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir rök vera fyrir því að stjórnvöld eigi að veita undanþágur frá gjaldeyrislögum vegna nauðasamninga um slitameðferðir þrotabúa föllnu bankanna. Byrði vandans yrði þá skipt á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins. 19. júní 2014 08:39 Löggjöf um tímafresti á slitameðferð banka í undirbúningi Fjármála- og efnahagsráðherra segir til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekkert annað að gera en fara með bú þessara banka í hefðbundið gjaldþrot. 27. mars 2014 19:06 Freista þess að kyrrsetja gjaldeyri fari bankar í gjaldþrotaskipti Erlendir kröfuhafar föllnu bankanna, Kaupþings og Glitnis, munu að öllum líkindum freista þess að stöðva flutning erlendra eigna þrotabúa föllnu bankanna til Íslands fari svo að bankarnir fari í hefðbundin gjaldþrotaskipti og erlendum eignum þeirra verði skipt í krónur. 2. maí 2014 18:30 Skiptastjóri Samsonar: Eðlilegt að skipta eignum í krónur Skiptastjóri eins stærsta þrotabús Íslandssögunnar, þrotabús Samsonar, telur að engin lagaákvæði standi því í vegi að skipta erlendum eignum þrotabúa föllnu bankanna í krónur og greiða út kröfur þeirra í íslenskum krónum. 16. apríl 2014 18:53 Öll verðmætasköpun þjóðarbúsins í erlend lán Öll verðmætasköpun sem verður eftir af vöru- og þjónustuviðskiptum á Íslandi mun fara í afborganir af erlendum lánum á næstu árum, samkvæmt minnisblaði Viðskiptaráðs. Ofurskuldsetning þjóðarbúsins í erlendri mynt gerir það að verkum að skuldir Íslands eru svipaðar og hjá löndum sem lentu í evrukrísunni. 15. apríl 2014 19:27 Nauðasamningar leiðin að afnámi hafta „Með slíkum samningum fengist endanleg lausn á vanda þrotabúanna og þannig færumst við nær afnámi hafta.“ 19. júní 2014 12:22 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Heiðar Guðjónsson hagfræðingur segir að íslenskir lífeyrissjóðir ættu að krefjast þess fyrir héraðsdómi að slitameðferð föllnu bankanna verði stöðvuð og bankarnir settir í gjaldþrotameðferð. Hagsmunir Íslendinga séu að farið sé að íslenskum lögum, en ekki að einn hópur, kröfuhafar, fái að semja sig fram hjá þeim. Ef að nauðasamningsumleitanir slitastjórnar fjármálafyrirtækis hafa ekki borið árangur eða kröfuhafi sýnir fram á að ekki séu lagaskilyrði til að leita nauðasamnings getur kröfuhafi krafist þess fyrir héraðsdómi að bú fjármálafyrirtækis verði tekið til gjaldþrotaskipta. Til að hafa slíka kröfu uppi verður þó kröfuhafi að sýna fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af því að koma fram gjaldþrotaskiptum fremur en að viðkomandi fjármálafyrirtæki verði áfram í slitameðferð. Þessi regla kemur fram í 103. gr. a laga um fjármálafyrirtæki.Enga lagabreytingu þarf Þetta þýðir að ekki þarf neina lagabreytingu til að setja bankana í hefðbundið gjaldþrot. Einhver kröfuhafanna getur óskað eftir því ef slitastjórnin gerir það ekki sjálf. Heiðar Guðjónsson hagfræðingur segir í grein í Morgunblaðinu í dag að það blasi við að besta leiðin fyrir Ísland sé að setja gömlu bankana í gjaldþrot. Heiðar segir að lífeyrissjóðir, sem séu stærstir íslenskra kröfuhafa bankanna, hafi ríka hagsmuni af því að dómstólar á Íslandi setji búin í þrot og ættu því að krefjast þess. Hagsmunir Íslendinga séu að farið sé að íslenskum lögum, en ekki að einn hópur, kröfuhafar, fái að semja sig fram hjá þeim. Það rýri hag rétthafa lífeyrissjóðanna með því að viðhalda gjaldeyrishöftunum og leggi óbærilega áhættu af alþjóðlegum málaferlum á komandi kynslóðir. Heiðar er þarna að vísa til þess að ekki sé æskilegt að slitabú föllnu bankanna fái frekari undanþágur til að greiða kröfuhöfum sínum í erlendum gjaldeyri framhjá höftum á meðan allir aðrir sitji fastir innan hafta. Þá gengur hann út frá því greininni að ef föllnu bankarnir fari í gjaldþrotameðferð verði kröfuhöfum greitt í íslenskum krónum. Fordæmi eru fyrir slíku en þrotabú Samsonar greiddi öllum kröfuhöfum í krónum þrátt fyrir að eignir væru í erlendum gjaldeyri og telur lögmaðurinn sem var skiptastjóri í því þrotabúi að fjármálafyrirtæki sem færu í gjaldþrot gætu farið sömu leið. Undanfarandi slitameðferð breyti engu um meginsjónamið gjaldþrotalaga að umbreyta beri erlendum kröfum í krónur. Slitastjórnir föllnu bankanna hafa sagt að líklegt sé að erlendir kröfuhafar muni beita sér fyrir þeim dómstólum þar sem gjaldeyriseignirnar eru og eftir atvikum krefjast þess að eignirnar verði kyrrsettar ef það standi til að skipta þeim í krónur. Skuldajöfnuðu kröfum á móti gjaldmiðlaskiptasamningum Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, sem er stærsti lífeyrissjóður landsins, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lífeyrissjóðurinn hefði skuldajafnað nær öllum kröfum sínum á hendur slitabúum föllnu bankanna upp í gjaldmiðlaskiptasamninga. Gunnar Baldvinsson er framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Verandi kröfuhafi í slitabú föllnu bankanna, hafið þið haft til skoðunar að óska eftir því að slitameðferðin verði aftengd og búin sett í hefðbundin gjaldþrotaskipti? „Það hefur ekki verið til skoðunar fyrst og fremst af þeirri ástæðu að við eigum ekki miklar kröfur,“ segir Gunnar. Ef þið ættuð miklar kröfur, ef þið hefðuð ekki skuldajafnað kröfum á móti gjaldmiðlaskiptasamningum, væri það æskileg leið, þ.e. að krefjast gjaldþrotaskipta á þessum bönkum? „Ég hef ekki myndað mér skoðun á því.“Ekki náðist í morgun í Guðmund Þórhallsson framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Tengdar fréttir Slitastjórnir fái beiðnir um undanþágur í gegn Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir rök vera fyrir því að stjórnvöld eigi að veita undanþágur frá gjaldeyrislögum vegna nauðasamninga um slitameðferðir þrotabúa föllnu bankanna. Byrði vandans yrði þá skipt á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins. 19. júní 2014 08:39 Löggjöf um tímafresti á slitameðferð banka í undirbúningi Fjármála- og efnahagsráðherra segir til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekkert annað að gera en fara með bú þessara banka í hefðbundið gjaldþrot. 27. mars 2014 19:06 Freista þess að kyrrsetja gjaldeyri fari bankar í gjaldþrotaskipti Erlendir kröfuhafar föllnu bankanna, Kaupþings og Glitnis, munu að öllum líkindum freista þess að stöðva flutning erlendra eigna þrotabúa föllnu bankanna til Íslands fari svo að bankarnir fari í hefðbundin gjaldþrotaskipti og erlendum eignum þeirra verði skipt í krónur. 2. maí 2014 18:30 Skiptastjóri Samsonar: Eðlilegt að skipta eignum í krónur Skiptastjóri eins stærsta þrotabús Íslandssögunnar, þrotabús Samsonar, telur að engin lagaákvæði standi því í vegi að skipta erlendum eignum þrotabúa föllnu bankanna í krónur og greiða út kröfur þeirra í íslenskum krónum. 16. apríl 2014 18:53 Öll verðmætasköpun þjóðarbúsins í erlend lán Öll verðmætasköpun sem verður eftir af vöru- og þjónustuviðskiptum á Íslandi mun fara í afborganir af erlendum lánum á næstu árum, samkvæmt minnisblaði Viðskiptaráðs. Ofurskuldsetning þjóðarbúsins í erlendri mynt gerir það að verkum að skuldir Íslands eru svipaðar og hjá löndum sem lentu í evrukrísunni. 15. apríl 2014 19:27 Nauðasamningar leiðin að afnámi hafta „Með slíkum samningum fengist endanleg lausn á vanda þrotabúanna og þannig færumst við nær afnámi hafta.“ 19. júní 2014 12:22 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Slitastjórnir fái beiðnir um undanþágur í gegn Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir rök vera fyrir því að stjórnvöld eigi að veita undanþágur frá gjaldeyrislögum vegna nauðasamninga um slitameðferðir þrotabúa föllnu bankanna. Byrði vandans yrði þá skipt á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins. 19. júní 2014 08:39
Löggjöf um tímafresti á slitameðferð banka í undirbúningi Fjármála- og efnahagsráðherra segir til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekkert annað að gera en fara með bú þessara banka í hefðbundið gjaldþrot. 27. mars 2014 19:06
Freista þess að kyrrsetja gjaldeyri fari bankar í gjaldþrotaskipti Erlendir kröfuhafar föllnu bankanna, Kaupþings og Glitnis, munu að öllum líkindum freista þess að stöðva flutning erlendra eigna þrotabúa föllnu bankanna til Íslands fari svo að bankarnir fari í hefðbundin gjaldþrotaskipti og erlendum eignum þeirra verði skipt í krónur. 2. maí 2014 18:30
Skiptastjóri Samsonar: Eðlilegt að skipta eignum í krónur Skiptastjóri eins stærsta þrotabús Íslandssögunnar, þrotabús Samsonar, telur að engin lagaákvæði standi því í vegi að skipta erlendum eignum þrotabúa föllnu bankanna í krónur og greiða út kröfur þeirra í íslenskum krónum. 16. apríl 2014 18:53
Öll verðmætasköpun þjóðarbúsins í erlend lán Öll verðmætasköpun sem verður eftir af vöru- og þjónustuviðskiptum á Íslandi mun fara í afborganir af erlendum lánum á næstu árum, samkvæmt minnisblaði Viðskiptaráðs. Ofurskuldsetning þjóðarbúsins í erlendri mynt gerir það að verkum að skuldir Íslands eru svipaðar og hjá löndum sem lentu í evrukrísunni. 15. apríl 2014 19:27
Nauðasamningar leiðin að afnámi hafta „Með slíkum samningum fengist endanleg lausn á vanda þrotabúanna og þannig færumst við nær afnámi hafta.“ 19. júní 2014 12:22
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun