Freista þess að kyrrsetja gjaldeyri fari bankar í gjaldþrotaskipti Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. maí 2014 18:30 Erlendir kröfuhafar föllnu bankanna, Kaupþings og Glitnis, munu að öllum líkindum freista þess að stöðva flutning erlendra eigna þrotabúa föllnu bankanna til Íslands fari svo að bankarnir fari í hefðbundin gjaldþrotaskipti og erlendum eignum þeirra verði skipt í krónur. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði eftir ársfund Seðlabankans hinn 27. mars, að til greina kæmi að setja tímamörk á slitameðferð föllnu bankanna. Það þýddi svokallað sólarlagsákvæði í kafla um slitameðferð í lögum um fjármálafyrirtæki. Dæmi um slíkt þekkist erlendis, t.d í Bandaríkjunum. Frumvarp í undirbúningi Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er slíkt frumvarp nú í undirbúningi í fjármálaráðuneytinu. Það sem verið er að skoða er hvernig slík sólarlagsákvæði eru erlendis og hvernig útgreiðsluheimildir eru á meðan slitameðferð stendur yfir. Þau tímamörk sem hafa verið til skoðunar eru 18-36 mánuðir. Vonir standa til þess að fullbúið frumvarp líti dagsins ljós í haust. Fjármálaráðherra sagði eftir ársfund Seðlabankans eðlilegt að föllnu bankarnir færu í hefðbundið gjaldþrot tækist ekki að ljúka slitum innan tímamarkanna. Við slíkt gjaldþrot gæti skiptastjóri skipt erlendum eignum þessara búa í íslenskar krónur og greitt kröfurnar út í krónum. Að taka erlendar eignir þrotabúanna og skipta þeim í kröfur er því ekki lengur ósennileg framvinda fyrir slitabú föllnu bankanna, heldur mjög raunhæfur möguleiki. Ljóst er hins vegar að væri slík aðgerð framkvæmd í berhögg við vilja eigenda slitabúanna, þ.e. kröfuhafanna, hefði hún einhverjar afleiðingar í för með sér. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, sagði samtali við fréttastofu í dag að hún teldi mjög líklegt að kröfuhafar bankans myndu beita sér gegn því, eftir atvikum fyrir þarlendum dómstólum, að erlendar eignir bankans yrðu fluttar til Íslands ef gjaldþrotaleiðin yrði ofan á og til stæði að skipta erlendum eignum í krónur. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings tekur undir þetta. „Það er ljóst að ef kröfuhafarnir eru ósáttir við þá meðhöndlun sem þeir fá á Íslandi þá er viðbúið að þeir grípi til einhverra úrræða. Eitt sem þeir gætu gert er að höggva í þá vernd sem búin njóta núna alþjóðlega á grundvelli viðurkenningar fyrir erlendum dómstólum á núverandi slitameðferð, en auðvitað veit maður ekki hvort það myndi bera árangur,“ segir Jóhannes.Í hverju myndi þetta birtast, einhvers konar kyrrsetningu eða frystingu á gjaldeyriseignum? „Það væri möguleiki að menn reyndu að kyrrsetja eignir búanna erlendis. Menn gætu líka reynt að höfða mál erlendis og menn gætu mögulega reynt að hefja einhvers konar mini-gjaldþrotaskipti erlendis o.s.frv.“Spenntastir fyrir gjaldþrotaskiptum að óbreyttum lögum Í 103. gr. a laga um fjármálafyrirtæki er ákvæði um að slitastjórn sé skylt að óska eftir gjaldþrotaskiptum í héraðsdómi ef útséð er að nauðasamningar takist ekki eða slitastjórn telur sýnt að ekki verði forsendur til að leita hans. Það sama geta einstakir kröfuhafar gert ef kröfur þeirra hafa verið viðurkenndar. Skilyrðin fyrir þessu eru að annaðhvort hafi nauðasamningsumleitanir slitastjórnar ekki borið árangur eða viðkomandi kröfuhafi sýnir fram á að ekki séu lagaskilyrði til að leita nauðasamnings eða sá fjöldi kröfuhafa sé andvígur nauðasamningi að útilokað sé að tekist geti að koma honum fram miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um fjárhag bankans. Til að hafa slíka kröfu uppi verður þó kröfuhafi að sýna fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af því að koma fram gjaldþrotaskiptum, fremur en að fyrirtæki verði áfram í slitameðferð. Að framansögðu virtu er ekki hlaupið að því fyrir einstaka kröfuhafa að krefjast gjaldþrotaskipta hjá banka í slitameðferð þar sem framangreind skilyrði þurfa að vera uppfyllt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta þó sú leið sem starfsfólk fjármálaráðuneytisins, sem skoðað hefur málið, er spenntast fyrir. Þ.e. að hægt sé að knýja fram gjaldþrotaleiðina án lagabreytingar. Það feli jafnframt í för með sér að ekkert inngrip af hálfu ríkisvaldsins sé nauðsynlegt. Er þetta sú leið sem menn, sem hlynntir eru gjaldþrotaleiðinni, telja æskilegast að verði ofan á, en til vara sé hægt að beita löggjöf með tímafrestum á slitin með eftirfarandi gjaldþrotaleið. Tengdar fréttir Löggjöf um tímafresti á slitameðferð banka í undirbúningi Fjármála- og efnahagsráðherra segir til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekkert annað að gera en fara með bú þessara banka í hefðbundið gjaldþrot. 27. mars 2014 19:06 Skiptastjóri Samsonar: Eðlilegt að skipta eignum í krónur Skiptastjóri eins stærsta þrotabús Íslandssögunnar, þrotabús Samsonar, telur að engin lagaákvæði standi því í vegi að skipta erlendum eignum þrotabúa föllnu bankanna í krónur og greiða út kröfur þeirra í íslenskum krónum. 16. apríl 2014 18:53 Öll verðmætasköpun þjóðarbúsins í erlend lán Öll verðmætasköpun sem verður eftir af vöru- og þjónustuviðskiptum á Íslandi mun fara í afborganir af erlendum lánum á næstu árum, samkvæmt minnisblaði Viðskiptaráðs. Ofurskuldsetning þjóðarbúsins í erlendri mynt gerir það að verkum að skuldir Íslands eru svipaðar og hjá löndum sem lentu í evrukrísunni. 15. apríl 2014 19:27 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Erlendir kröfuhafar föllnu bankanna, Kaupþings og Glitnis, munu að öllum líkindum freista þess að stöðva flutning erlendra eigna þrotabúa föllnu bankanna til Íslands fari svo að bankarnir fari í hefðbundin gjaldþrotaskipti og erlendum eignum þeirra verði skipt í krónur. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði eftir ársfund Seðlabankans hinn 27. mars, að til greina kæmi að setja tímamörk á slitameðferð föllnu bankanna. Það þýddi svokallað sólarlagsákvæði í kafla um slitameðferð í lögum um fjármálafyrirtæki. Dæmi um slíkt þekkist erlendis, t.d í Bandaríkjunum. Frumvarp í undirbúningi Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er slíkt frumvarp nú í undirbúningi í fjármálaráðuneytinu. Það sem verið er að skoða er hvernig slík sólarlagsákvæði eru erlendis og hvernig útgreiðsluheimildir eru á meðan slitameðferð stendur yfir. Þau tímamörk sem hafa verið til skoðunar eru 18-36 mánuðir. Vonir standa til þess að fullbúið frumvarp líti dagsins ljós í haust. Fjármálaráðherra sagði eftir ársfund Seðlabankans eðlilegt að föllnu bankarnir færu í hefðbundið gjaldþrot tækist ekki að ljúka slitum innan tímamarkanna. Við slíkt gjaldþrot gæti skiptastjóri skipt erlendum eignum þessara búa í íslenskar krónur og greitt kröfurnar út í krónum. Að taka erlendar eignir þrotabúanna og skipta þeim í kröfur er því ekki lengur ósennileg framvinda fyrir slitabú föllnu bankanna, heldur mjög raunhæfur möguleiki. Ljóst er hins vegar að væri slík aðgerð framkvæmd í berhögg við vilja eigenda slitabúanna, þ.e. kröfuhafanna, hefði hún einhverjar afleiðingar í för með sér. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, sagði samtali við fréttastofu í dag að hún teldi mjög líklegt að kröfuhafar bankans myndu beita sér gegn því, eftir atvikum fyrir þarlendum dómstólum, að erlendar eignir bankans yrðu fluttar til Íslands ef gjaldþrotaleiðin yrði ofan á og til stæði að skipta erlendum eignum í krónur. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings tekur undir þetta. „Það er ljóst að ef kröfuhafarnir eru ósáttir við þá meðhöndlun sem þeir fá á Íslandi þá er viðbúið að þeir grípi til einhverra úrræða. Eitt sem þeir gætu gert er að höggva í þá vernd sem búin njóta núna alþjóðlega á grundvelli viðurkenningar fyrir erlendum dómstólum á núverandi slitameðferð, en auðvitað veit maður ekki hvort það myndi bera árangur,“ segir Jóhannes.Í hverju myndi þetta birtast, einhvers konar kyrrsetningu eða frystingu á gjaldeyriseignum? „Það væri möguleiki að menn reyndu að kyrrsetja eignir búanna erlendis. Menn gætu líka reynt að höfða mál erlendis og menn gætu mögulega reynt að hefja einhvers konar mini-gjaldþrotaskipti erlendis o.s.frv.“Spenntastir fyrir gjaldþrotaskiptum að óbreyttum lögum Í 103. gr. a laga um fjármálafyrirtæki er ákvæði um að slitastjórn sé skylt að óska eftir gjaldþrotaskiptum í héraðsdómi ef útséð er að nauðasamningar takist ekki eða slitastjórn telur sýnt að ekki verði forsendur til að leita hans. Það sama geta einstakir kröfuhafar gert ef kröfur þeirra hafa verið viðurkenndar. Skilyrðin fyrir þessu eru að annaðhvort hafi nauðasamningsumleitanir slitastjórnar ekki borið árangur eða viðkomandi kröfuhafi sýnir fram á að ekki séu lagaskilyrði til að leita nauðasamnings eða sá fjöldi kröfuhafa sé andvígur nauðasamningi að útilokað sé að tekist geti að koma honum fram miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um fjárhag bankans. Til að hafa slíka kröfu uppi verður þó kröfuhafi að sýna fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af því að koma fram gjaldþrotaskiptum, fremur en að fyrirtæki verði áfram í slitameðferð. Að framansögðu virtu er ekki hlaupið að því fyrir einstaka kröfuhafa að krefjast gjaldþrotaskipta hjá banka í slitameðferð þar sem framangreind skilyrði þurfa að vera uppfyllt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta þó sú leið sem starfsfólk fjármálaráðuneytisins, sem skoðað hefur málið, er spenntast fyrir. Þ.e. að hægt sé að knýja fram gjaldþrotaleiðina án lagabreytingar. Það feli jafnframt í för með sér að ekkert inngrip af hálfu ríkisvaldsins sé nauðsynlegt. Er þetta sú leið sem menn, sem hlynntir eru gjaldþrotaleiðinni, telja æskilegast að verði ofan á, en til vara sé hægt að beita löggjöf með tímafrestum á slitin með eftirfarandi gjaldþrotaleið.
Tengdar fréttir Löggjöf um tímafresti á slitameðferð banka í undirbúningi Fjármála- og efnahagsráðherra segir til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekkert annað að gera en fara með bú þessara banka í hefðbundið gjaldþrot. 27. mars 2014 19:06 Skiptastjóri Samsonar: Eðlilegt að skipta eignum í krónur Skiptastjóri eins stærsta þrotabús Íslandssögunnar, þrotabús Samsonar, telur að engin lagaákvæði standi því í vegi að skipta erlendum eignum þrotabúa föllnu bankanna í krónur og greiða út kröfur þeirra í íslenskum krónum. 16. apríl 2014 18:53 Öll verðmætasköpun þjóðarbúsins í erlend lán Öll verðmætasköpun sem verður eftir af vöru- og þjónustuviðskiptum á Íslandi mun fara í afborganir af erlendum lánum á næstu árum, samkvæmt minnisblaði Viðskiptaráðs. Ofurskuldsetning þjóðarbúsins í erlendri mynt gerir það að verkum að skuldir Íslands eru svipaðar og hjá löndum sem lentu í evrukrísunni. 15. apríl 2014 19:27 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Löggjöf um tímafresti á slitameðferð banka í undirbúningi Fjármála- og efnahagsráðherra segir til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekkert annað að gera en fara með bú þessara banka í hefðbundið gjaldþrot. 27. mars 2014 19:06
Skiptastjóri Samsonar: Eðlilegt að skipta eignum í krónur Skiptastjóri eins stærsta þrotabús Íslandssögunnar, þrotabús Samsonar, telur að engin lagaákvæði standi því í vegi að skipta erlendum eignum þrotabúa föllnu bankanna í krónur og greiða út kröfur þeirra í íslenskum krónum. 16. apríl 2014 18:53
Öll verðmætasköpun þjóðarbúsins í erlend lán Öll verðmætasköpun sem verður eftir af vöru- og þjónustuviðskiptum á Íslandi mun fara í afborganir af erlendum lánum á næstu árum, samkvæmt minnisblaði Viðskiptaráðs. Ofurskuldsetning þjóðarbúsins í erlendri mynt gerir það að verkum að skuldir Íslands eru svipaðar og hjá löndum sem lentu í evrukrísunni. 15. apríl 2014 19:27