Öll verðmætasköpun þjóðarbúsins í erlend lán Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. apríl 2014 19:27 Öll verðmætasköpun sem verður eftir af vöru- og þjónustuviðskiptum á Íslandi mun fara í afborganir af erlendum lánum á næstu árum, samkvæmt minnisblaði Viðskiptaráðs. Ofurskuldsetning þjóðarbúsins í erlendri mynt gerir það að verkum að skuldir Íslands eru svipaðar og hjá löndum sem lentu í evrukrísunni. Vandi þjóðarbúsins vegna erlendra skulda og gjaldeyrissköpunar felst í hnotskurn í því að erlend skuldastaða þjóðarbúsins er ekki sjálfbær. Viðskiptajöfnuður þjóðarbúsins þjónustar ekki útgreiðslur í erlendri mynt. Eins og Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum, rakti í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku dugar jákvæður 3,5 prósenta viðskiptajöfnuður ekki fyrir afborgunum erlendra lána. Það vantar jafnvirði 100 milljarða króna í gjaldeyri á ári næstu fimm árin því afborganir í erlendri mynt eftir 2016 eru 5 prósent af vergri landsframleiðslu meðan viðskiptajöfnuðurinn er 3,5 prósent. Mikil umræða hefur verið um þessa ósjálfbæru stöðu sem erlend staða þjóðarbúsins er í ekki síst vegna áhrifa uppgjöra þrotabúa föllnu bankanna, Kaupþings, Glitnis og Landsbankans (LBI). Samkvæmt minnisblaði sem Viðskiptaráð birti í dag kemur fram að neikvæð áhrif vegna áætlaðs uppgjörs þrotabúa föllnu bankanna nema 44 prósentum af landsframleiðslunni. Eða tæplega 800.000.000.000 kr. (800 ma.kr.) Það þýðir að staða þjóðarbúsins verði neikvæð um þessa fjárhæð verði erlendar eignir þrotabúanna greiddar út með nauðasamningi. Nokkur umræða hefur verið um það hvort þjóðarbúið hafi yfirleitt efni á því að hleypa þessum gjaldeyri í eigu slitabúa föllnu bankanna úr landi. Áhugi að fara með bankana í gjaldþrot og krónuuppgjör Þannig hefur Stöð 2 fjallað um það áður að nokkur áhugi sé fyrir því bæði innan Seðlabankans og hjá fjármálaráðuneytinu að þrotabú föllnu bankanna fari í hefðbundin gjaldþrotaskipti með uppgjöri í íslenskum krónum. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á og eftir ársfund Seðlabankans að til greina kæmi að setja lög um tímamörk slitameðferða stóru bankanna. Eðlilegt væri að þau færu í gjaldþrotaskipti ef ekki tækist að ljúka slitum innan þessara tímamarka. Mjög skiptar skoðanir eru um það meðal lögfræðinga hvort hægt sé að taka stórt slitabú, eins og Kaupþing og Glitni svo dæmi sé tekið, og gera það upp í krónum. Ákvæði laga um gjaldþrotaskipti og kafli í lögum um fjármálafyrirtæki um slitameðferð eru ekki alveg skýr hvað þetta varðar.Dökkar horfur í minnisblaði Viðskiptaráðs Fram kemur í minnisblaði Viðskiptaráðs sem kom út í dag að öll verðmæti sem íslenska hagkerfið skapar í formi afgangs af vöru- og þjónustuviðskiptum muni að óbreyttu fara í að greiða af erlendum skuldum á næstu árum. Viðskiptaráð telur að erfitt gæti reynst að afnema höft við þessar kringumstæður. Í alþjóðlegum samanburði er erlend staða Íslands mun neikvæðari en nágrannalandanna. Ísland er í flokki með löndum sem eiga það sammerkt að hafa lent í vandræðum með erlendar skuldir sínar í evru-krísunni 2009-2013. Þetta eru lönd eins og Grikkland, Portúgal, Ítalía og Spánn. Sjá má viðtal við Björn Brynjúlf Björnsson hagfræðing Viðskiptaráðs í myndskeiði með fréttinni. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Öll verðmætasköpun sem verður eftir af vöru- og þjónustuviðskiptum á Íslandi mun fara í afborganir af erlendum lánum á næstu árum, samkvæmt minnisblaði Viðskiptaráðs. Ofurskuldsetning þjóðarbúsins í erlendri mynt gerir það að verkum að skuldir Íslands eru svipaðar og hjá löndum sem lentu í evrukrísunni. Vandi þjóðarbúsins vegna erlendra skulda og gjaldeyrissköpunar felst í hnotskurn í því að erlend skuldastaða þjóðarbúsins er ekki sjálfbær. Viðskiptajöfnuður þjóðarbúsins þjónustar ekki útgreiðslur í erlendri mynt. Eins og Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum, rakti í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku dugar jákvæður 3,5 prósenta viðskiptajöfnuður ekki fyrir afborgunum erlendra lána. Það vantar jafnvirði 100 milljarða króna í gjaldeyri á ári næstu fimm árin því afborganir í erlendri mynt eftir 2016 eru 5 prósent af vergri landsframleiðslu meðan viðskiptajöfnuðurinn er 3,5 prósent. Mikil umræða hefur verið um þessa ósjálfbæru stöðu sem erlend staða þjóðarbúsins er í ekki síst vegna áhrifa uppgjöra þrotabúa föllnu bankanna, Kaupþings, Glitnis og Landsbankans (LBI). Samkvæmt minnisblaði sem Viðskiptaráð birti í dag kemur fram að neikvæð áhrif vegna áætlaðs uppgjörs þrotabúa föllnu bankanna nema 44 prósentum af landsframleiðslunni. Eða tæplega 800.000.000.000 kr. (800 ma.kr.) Það þýðir að staða þjóðarbúsins verði neikvæð um þessa fjárhæð verði erlendar eignir þrotabúanna greiddar út með nauðasamningi. Nokkur umræða hefur verið um það hvort þjóðarbúið hafi yfirleitt efni á því að hleypa þessum gjaldeyri í eigu slitabúa föllnu bankanna úr landi. Áhugi að fara með bankana í gjaldþrot og krónuuppgjör Þannig hefur Stöð 2 fjallað um það áður að nokkur áhugi sé fyrir því bæði innan Seðlabankans og hjá fjármálaráðuneytinu að þrotabú föllnu bankanna fari í hefðbundin gjaldþrotaskipti með uppgjöri í íslenskum krónum. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á og eftir ársfund Seðlabankans að til greina kæmi að setja lög um tímamörk slitameðferða stóru bankanna. Eðlilegt væri að þau færu í gjaldþrotaskipti ef ekki tækist að ljúka slitum innan þessara tímamarka. Mjög skiptar skoðanir eru um það meðal lögfræðinga hvort hægt sé að taka stórt slitabú, eins og Kaupþing og Glitni svo dæmi sé tekið, og gera það upp í krónum. Ákvæði laga um gjaldþrotaskipti og kafli í lögum um fjármálafyrirtæki um slitameðferð eru ekki alveg skýr hvað þetta varðar.Dökkar horfur í minnisblaði Viðskiptaráðs Fram kemur í minnisblaði Viðskiptaráðs sem kom út í dag að öll verðmæti sem íslenska hagkerfið skapar í formi afgangs af vöru- og þjónustuviðskiptum muni að óbreyttu fara í að greiða af erlendum skuldum á næstu árum. Viðskiptaráð telur að erfitt gæti reynst að afnema höft við þessar kringumstæður. Í alþjóðlegum samanburði er erlend staða Íslands mun neikvæðari en nágrannalandanna. Ísland er í flokki með löndum sem eiga það sammerkt að hafa lent í vandræðum með erlendar skuldir sínar í evru-krísunni 2009-2013. Þetta eru lönd eins og Grikkland, Portúgal, Ítalía og Spánn. Sjá má viðtal við Björn Brynjúlf Björnsson hagfræðing Viðskiptaráðs í myndskeiði með fréttinni.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira