Innlent

Að upplifa að maður er ekki einn

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Gengið var frá Hallgrímskirkju í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum sem haldinn var í gær.
Gengið var frá Hallgrímskirkju í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum sem haldinn var í gær. Stefán
Góð þátttaka var í Geðgóðu göngunni sem farin var í gær frá Hallgrímskirkju á alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum.

Gengið var að Bíó Paradís þar sem hátíðardagskrá fór fram. Yfirskriftin var Lifað með geðklofa.



Sigrún Heiða Birgisdóttir, einn skipuleggjenda, segir geðheilbrigðisdaginn hafa mikla þýðingu fyrir fólk sem hafi reynslu af því að lifa með geðsjúkdómi.



„Ég held að dagurinn sé mjög gefandi fyrir þá sem hafa veikst og eru enn í sínu bataferli. Að upplifa að maður er ekki einn,“ segir Sigrún. Hún segir markmið göngunnar sé að minnka fordóma gagnvart geðsjúkdómum. Stækka eigi viðburðinn á næstu árum.



Í tilefni af þema dagsins í ár var Skotinn Ivan Barry fenginn til að halda fyrirlestur. Barry þekkir geðklofa af eigin raun og hefur upplifað það að heyra raddir. Hann ferðast um heiminn til að vekja fólk til vitundar um sjúkdóminn og til að draga úr fordómum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×