„Hver á núna að passa barnið mitt?“ Valdimar Víðisson skrifar 20. maí 2014 10:13 Samningar grunnskólakennara hafa verið lausir í tvö ár. Grunnskólakennarar hafa beðið þolinmóðir eftir launaleiðréttingu og viðurkenningu á því mikla álagi sem fylgir þessu starfi. Því miður þurftu grunnskólakennarar að grípa til vinnustöðvunar. Fyrsta vinnustöðvunin var 15. maí, önnur vinnustöðvunin hefur verið boðuð 21. maí og þriðja vinnustöðvunin 27. maí. Vonandi tekst að semja áður en til þess kemur. Samkvæmt formanni félags grunnskólakennara þá þokast í rétta átt og það er vel. Umræðan um þessa vinnustöðvun hefur verið sáralítil, fjölmiðlar virðast ekki hafa áhuga á þessum aðgerðum, sjálfsagt af því að hér er um að ræða stétt sem vinnur með fólk en ekki peninga. Ég hef fengið símtöl frá fólki sem veit ekki af því að það eru boðaðir þrír dagar í vinnustöðvun. Einhverjir hafa látið það út úr sér að það sé skipulagsdagur í grunnskólum Hafnarfjarðar og því skiptir þetta ekki öllu og sumir tala um að það séu vandræði á heimilinu því nú veit fólk ekki hver á að „passa“ barnið þeirra. Hvar er umræðan um það álag sem fylgir starfinu? Hvar er umræðan um að meðallaun kennara séu um 320.000 kr. og það fyrir skatt? Hvar er umræðan um þau fjölmörgu verkefni sem hafa færst yfir á kennara síðustu ár án þess að launin hafi hækkað? Þessi vinnustöðvun hefur áhrif á rúmlega 42.000 grunnskólanemendur og snertir allflest heimili með einum eða öðrum hætti. Afleiðingarnar eru þær að nemendur missa úr daga, kennarar missa úr daga til að skipuleggja námsmat, stjórnendur missa kennara úr vinnu varðandi skólanámskrá og skipulag næsta skólaárs og svona mætti lengi telja. Kennari í fullu starfi skilar rúmlega 42 klst. í vinnu í hverri viku. Vinnuvikan hjá öðrum eru 40 klst. Með þessum „umfram“ tíma eru kennarar að vinna af sér jólaleyfi og páskaleyfi. Yfir sumartímann eiga kennarar að sinna yfir 100 klst. í endurmenntun. En umræðan er ekki um þessa miklu vinnu kennara, hún er um það að kennarar eiga svo gott frí. Það er kominn tími til að snúa umræðunni við. Það er kominn tími til að sýna kennurum stuðning í sinni baráttu. Þeir þurfa hærri laun. Ég efast um að aðrar starfsstéttir gætu sætt sig við aukið álag og fleiri verkefni en með sömu laun. Góður kennari skiptir gífurlega miklu máli fyrir skólagöngu barna. Fyrir nokkrum árum útskrifuðust tugir kennara á hverju vori, í vor útskrifast 20 kennarar frá Háskóla Íslands. Ef það verður ekki breyting á kjörum kennara þá kvíði ég framtíð grunnskólans. Forgangsröðunin er svo röng, við þurfum að fjárfesta í menntun, það skilar sér svo margfalt tilbaka. Horfum fram á veginn, leiðréttum kjör kennara og viðurkennum það gífurlega mikla álag sem fylgir þessu starfi. Áfram kennarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Samningar grunnskólakennara hafa verið lausir í tvö ár. Grunnskólakennarar hafa beðið þolinmóðir eftir launaleiðréttingu og viðurkenningu á því mikla álagi sem fylgir þessu starfi. Því miður þurftu grunnskólakennarar að grípa til vinnustöðvunar. Fyrsta vinnustöðvunin var 15. maí, önnur vinnustöðvunin hefur verið boðuð 21. maí og þriðja vinnustöðvunin 27. maí. Vonandi tekst að semja áður en til þess kemur. Samkvæmt formanni félags grunnskólakennara þá þokast í rétta átt og það er vel. Umræðan um þessa vinnustöðvun hefur verið sáralítil, fjölmiðlar virðast ekki hafa áhuga á þessum aðgerðum, sjálfsagt af því að hér er um að ræða stétt sem vinnur með fólk en ekki peninga. Ég hef fengið símtöl frá fólki sem veit ekki af því að það eru boðaðir þrír dagar í vinnustöðvun. Einhverjir hafa látið það út úr sér að það sé skipulagsdagur í grunnskólum Hafnarfjarðar og því skiptir þetta ekki öllu og sumir tala um að það séu vandræði á heimilinu því nú veit fólk ekki hver á að „passa“ barnið þeirra. Hvar er umræðan um það álag sem fylgir starfinu? Hvar er umræðan um að meðallaun kennara séu um 320.000 kr. og það fyrir skatt? Hvar er umræðan um þau fjölmörgu verkefni sem hafa færst yfir á kennara síðustu ár án þess að launin hafi hækkað? Þessi vinnustöðvun hefur áhrif á rúmlega 42.000 grunnskólanemendur og snertir allflest heimili með einum eða öðrum hætti. Afleiðingarnar eru þær að nemendur missa úr daga, kennarar missa úr daga til að skipuleggja námsmat, stjórnendur missa kennara úr vinnu varðandi skólanámskrá og skipulag næsta skólaárs og svona mætti lengi telja. Kennari í fullu starfi skilar rúmlega 42 klst. í vinnu í hverri viku. Vinnuvikan hjá öðrum eru 40 klst. Með þessum „umfram“ tíma eru kennarar að vinna af sér jólaleyfi og páskaleyfi. Yfir sumartímann eiga kennarar að sinna yfir 100 klst. í endurmenntun. En umræðan er ekki um þessa miklu vinnu kennara, hún er um það að kennarar eiga svo gott frí. Það er kominn tími til að snúa umræðunni við. Það er kominn tími til að sýna kennurum stuðning í sinni baráttu. Þeir þurfa hærri laun. Ég efast um að aðrar starfsstéttir gætu sætt sig við aukið álag og fleiri verkefni en með sömu laun. Góður kennari skiptir gífurlega miklu máli fyrir skólagöngu barna. Fyrir nokkrum árum útskrifuðust tugir kennara á hverju vori, í vor útskrifast 20 kennarar frá Háskóla Íslands. Ef það verður ekki breyting á kjörum kennara þá kvíði ég framtíð grunnskólans. Forgangsröðunin er svo röng, við þurfum að fjárfesta í menntun, það skilar sér svo margfalt tilbaka. Horfum fram á veginn, leiðréttum kjör kennara og viðurkennum það gífurlega mikla álag sem fylgir þessu starfi. Áfram kennarar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun