Fyrsti BMW i8 ónýtur Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 14:45 Þar fór 19 milljón króna bíll fyrir lítið. BMW er ekki enn byrjað að selja rafmagnsbílinn BMW i8 en það hefur ekki komið í veg fyrir að sá fyrsti hafi verið eyðilagður í umferðaróhappi. Það var starfsmaður BMW sem afrekaði það á þýskri hraðbraut við prófanir á bílnum. Hann hefur ef til vill ekki gert sér grein fyrir afli bílsins. Þó hann sé nokkuð stór bíll er hann víst minna en 4,5 sekúndur í hundraðið. Starfsmaðurinn missti stjórn á bílnum í bleytu, rakst á vegrið milli akreina og rann svo aftur á vegrið hinu megin vegarins. Bíllinn er víst ónýtur ef óhappið. Það er ekki ódýrt óhapp því BMW i8 kemur til með að kosta um 19 milljónir króna þegar hann fer í sölu. Þessi bíll eyðir ekki nema 2,5 lítrum á hverja 100 kílómetra en er samt 350 hestöfl. Hann er bæði knúinn af rafmótorum og venjulegri brunavél og kemst fyrstu 35 kílómetrana á rafmagni einu saman. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent
BMW er ekki enn byrjað að selja rafmagnsbílinn BMW i8 en það hefur ekki komið í veg fyrir að sá fyrsti hafi verið eyðilagður í umferðaróhappi. Það var starfsmaður BMW sem afrekaði það á þýskri hraðbraut við prófanir á bílnum. Hann hefur ef til vill ekki gert sér grein fyrir afli bílsins. Þó hann sé nokkuð stór bíll er hann víst minna en 4,5 sekúndur í hundraðið. Starfsmaðurinn missti stjórn á bílnum í bleytu, rakst á vegrið milli akreina og rann svo aftur á vegrið hinu megin vegarins. Bíllinn er víst ónýtur ef óhappið. Það er ekki ódýrt óhapp því BMW i8 kemur til með að kosta um 19 milljónir króna þegar hann fer í sölu. Þessi bíll eyðir ekki nema 2,5 lítrum á hverja 100 kílómetra en er samt 350 hestöfl. Hann er bæði knúinn af rafmótorum og venjulegri brunavél og kemst fyrstu 35 kílómetrana á rafmagni einu saman.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent