Bæn um fóstureyðingar meiðandi Hanna Rut skrifar 2. október 2014 07:00 Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á Kvennadeild Landspítalans, segir dómhörku einkenna tal eins skipuleggjenda Kristsdags um fóstureyðingar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Ég er búin að starfa við þetta síðan 1998 og ég er alltaf að berjast við þessar vindmyllur. Þessar rannsóknir sem er verið að vitna í eru gallaðar. Þær eru gerðar af kristilegum sjúkrahúsum og kristilegum skólum og er ætlað að sýna fram á ákveðnar niðurstöður,“ segir Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á kvennadeild Landspítalans, um ummæli Siri Didriksen, eins skipuleggjenda Kristsdags, um fóstureyðingar. Á Kristsdegi sem haldinn var í Hörpu þann 27. september síðastliðinn var sérstaklega beðið fyrir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga.Í viðtali við Fréttablaðið síðastliðinn mánudag sagði Siri að konum sem færu tvisvar og oftar í fóstureyðingu um ævina, „liði virkilega illa“ á efri árum og sagði hún máli sínu til stuðnings að rannsóknir sýndu fram á þá niðurstöðu. Vildi Siri meina að samfélagið setti þrýsting á margar ungar konur til að láta eyða fóstri og að konur notuðu fóstureyðingar eins og getnaðarvörn. Helga Sól segist ekki hafa orðið vör við slíkt í sínu starfi. „Þetta er auðvitað alltaf erfið ákvörðun. Það koma engar konur hingað af því að þær langar til þess. Þær koma vegna þess að aðstæður eru þannig að þær sjá ekki fram á að þetta gæti hreinlega gengið. Það er þeirra eigið mat á eigin aðstæðum. Þær vilja geta gefið barni gott líf þegar þar að kemur. Mér finnst leiðinlegt að heyra tal um að konur noti þetta úrræði sem getnaðarvörn. Eftir öll mín ár í starfi hef ég ekki enn hitt þá konu.“ Helga Sól bendir á að þær konur sem nýti sér fóstureyðingu sem úrræði séu langflestar undir 24 ára aldri og að 70 prósent af fóstureyðingum séu framkvæmd undir níu vikum. Hún bendir á að fjöldi fóstureyðinga hafi staðið í stað í fjölda ára en þeim fari í raun fækkandi. Helga Sól bendir á að þvert á móti fullyrðingum Siri sýni aðrar rannsóknir frá virtum rannsóknarhópum ekki fram á að fóstureyðingar valdi konum andlegri vanlíðan. Hún bendir á yfirlitsgrein frá 2008 sem mun vera sú grein sem mest er vitnað í á þessu sviði. Greinin tekur saman 21 rannsókn á áhrifum fóstureyðinga á andlega heilsu og segir að þar komi ekki fram nein neikvæð áhrif hjá þeim hópi sem farið hefur í fóstureyðingu umfram þann sem ekki hefur gert það. Varðandi málflutning Siri segir Helga hann vera meiðandi fyrir þær konur sem hafa valið að láta eyða fóstri. „Þetta er svo mikil dómharka. Það er í raun og veru verið að ýta undir að þú eigir að skammast þín. Þér á að líða illa. Ef þér líður ekki illa er eitthvað að þér. Ég skil ekki hvernig manneskja sem talar um náungakærleika getur sagt þetta við kynsystur sínar.“ Tengdar fréttir Þjóðkirkjuprestar undrast bæn um fóstureyðingar Bænaskrá sem gefin var út fyrir Kristsdag sem haldinn var í Hörpu vakti undrun. Í einni bæninni var beðið fyrir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga. Þjóðkirkjuprestur segir sláandi að verið sé að opna slíkt samtal. 29. september 2014 08:45 Biskup vissi ekki um bænaskrá Verkefnastjóri Biskupsstofu segir af og frá að þjóðkirkjan sé að kalla eftir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga í samræmi við bænaskrá sem var gefin út fyrir Kristsdag. Biskup Íslands tók þátt í samkomunni en var ekki kunnugt um þessa bænaskrá. 29. september 2014 15:21 Bænaskrá Kristsdags: Vilja breytt viðhorf til fóstureyðinga Beðið er um vitra stjórnmálamenn, að Gídeonfélagar fái að gefa grunnskólabörnum Nýja testamentið og breytt viðhorf til fóstureyðinga á Kristsdeginum sem haldinn er í Eldborgarsal Hörpu í dag. 27. september 2014 15:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
„Ég er búin að starfa við þetta síðan 1998 og ég er alltaf að berjast við þessar vindmyllur. Þessar rannsóknir sem er verið að vitna í eru gallaðar. Þær eru gerðar af kristilegum sjúkrahúsum og kristilegum skólum og er ætlað að sýna fram á ákveðnar niðurstöður,“ segir Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á kvennadeild Landspítalans, um ummæli Siri Didriksen, eins skipuleggjenda Kristsdags, um fóstureyðingar. Á Kristsdegi sem haldinn var í Hörpu þann 27. september síðastliðinn var sérstaklega beðið fyrir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga.Í viðtali við Fréttablaðið síðastliðinn mánudag sagði Siri að konum sem færu tvisvar og oftar í fóstureyðingu um ævina, „liði virkilega illa“ á efri árum og sagði hún máli sínu til stuðnings að rannsóknir sýndu fram á þá niðurstöðu. Vildi Siri meina að samfélagið setti þrýsting á margar ungar konur til að láta eyða fóstri og að konur notuðu fóstureyðingar eins og getnaðarvörn. Helga Sól segist ekki hafa orðið vör við slíkt í sínu starfi. „Þetta er auðvitað alltaf erfið ákvörðun. Það koma engar konur hingað af því að þær langar til þess. Þær koma vegna þess að aðstæður eru þannig að þær sjá ekki fram á að þetta gæti hreinlega gengið. Það er þeirra eigið mat á eigin aðstæðum. Þær vilja geta gefið barni gott líf þegar þar að kemur. Mér finnst leiðinlegt að heyra tal um að konur noti þetta úrræði sem getnaðarvörn. Eftir öll mín ár í starfi hef ég ekki enn hitt þá konu.“ Helga Sól bendir á að þær konur sem nýti sér fóstureyðingu sem úrræði séu langflestar undir 24 ára aldri og að 70 prósent af fóstureyðingum séu framkvæmd undir níu vikum. Hún bendir á að fjöldi fóstureyðinga hafi staðið í stað í fjölda ára en þeim fari í raun fækkandi. Helga Sól bendir á að þvert á móti fullyrðingum Siri sýni aðrar rannsóknir frá virtum rannsóknarhópum ekki fram á að fóstureyðingar valdi konum andlegri vanlíðan. Hún bendir á yfirlitsgrein frá 2008 sem mun vera sú grein sem mest er vitnað í á þessu sviði. Greinin tekur saman 21 rannsókn á áhrifum fóstureyðinga á andlega heilsu og segir að þar komi ekki fram nein neikvæð áhrif hjá þeim hópi sem farið hefur í fóstureyðingu umfram þann sem ekki hefur gert það. Varðandi málflutning Siri segir Helga hann vera meiðandi fyrir þær konur sem hafa valið að láta eyða fóstri. „Þetta er svo mikil dómharka. Það er í raun og veru verið að ýta undir að þú eigir að skammast þín. Þér á að líða illa. Ef þér líður ekki illa er eitthvað að þér. Ég skil ekki hvernig manneskja sem talar um náungakærleika getur sagt þetta við kynsystur sínar.“
Tengdar fréttir Þjóðkirkjuprestar undrast bæn um fóstureyðingar Bænaskrá sem gefin var út fyrir Kristsdag sem haldinn var í Hörpu vakti undrun. Í einni bæninni var beðið fyrir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga. Þjóðkirkjuprestur segir sláandi að verið sé að opna slíkt samtal. 29. september 2014 08:45 Biskup vissi ekki um bænaskrá Verkefnastjóri Biskupsstofu segir af og frá að þjóðkirkjan sé að kalla eftir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga í samræmi við bænaskrá sem var gefin út fyrir Kristsdag. Biskup Íslands tók þátt í samkomunni en var ekki kunnugt um þessa bænaskrá. 29. september 2014 15:21 Bænaskrá Kristsdags: Vilja breytt viðhorf til fóstureyðinga Beðið er um vitra stjórnmálamenn, að Gídeonfélagar fái að gefa grunnskólabörnum Nýja testamentið og breytt viðhorf til fóstureyðinga á Kristsdeginum sem haldinn er í Eldborgarsal Hörpu í dag. 27. september 2014 15:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Þjóðkirkjuprestar undrast bæn um fóstureyðingar Bænaskrá sem gefin var út fyrir Kristsdag sem haldinn var í Hörpu vakti undrun. Í einni bæninni var beðið fyrir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga. Þjóðkirkjuprestur segir sláandi að verið sé að opna slíkt samtal. 29. september 2014 08:45
Biskup vissi ekki um bænaskrá Verkefnastjóri Biskupsstofu segir af og frá að þjóðkirkjan sé að kalla eftir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga í samræmi við bænaskrá sem var gefin út fyrir Kristsdag. Biskup Íslands tók þátt í samkomunni en var ekki kunnugt um þessa bænaskrá. 29. september 2014 15:21
Bænaskrá Kristsdags: Vilja breytt viðhorf til fóstureyðinga Beðið er um vitra stjórnmálamenn, að Gídeonfélagar fái að gefa grunnskólabörnum Nýja testamentið og breytt viðhorf til fóstureyðinga á Kristsdeginum sem haldinn er í Eldborgarsal Hörpu í dag. 27. september 2014 15:15