Svipmynd Markaðarins: Hefur alltaf haft viðskiptin í blóðinu Haraldur Guðmundsson skrifar 1. september 2014 09:44 María er einnig stjórnarformaður verðbréfafyrirtækisins Arctica Finance. Vísir/Stefán „Félagið fékk nýverið inn erlenda fjármögnun sem gerir okkur kleift að stækka og auka áherslu á markaðssetningu til muna,“ segir María Rúnarsdóttir, einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Mint Solutions, um 680 milljóna króna fjárfestingu hollenskra og franskra fjárfestingarsjóða í fyrirtækinu fyrr í sumar. María stofnaði fyrirtækið árið 2010 ásamt þeim Ívari S. Helgasyni og Gauta Reynissyni. Þau höfðu þá unnið að gerð framleiðsluvöru þess, MedEye, frá 2008. MedEye er lyfjagreinir fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir sem tryggir að sjúklingar fái rétt lyf, í réttu magni og á réttum tíma. „MedEye skannar lyf myndrænt og greinir ólíkar tegundir í sundur og aðstoðar þannig hjúkrunarfræðinga við að gefa lyf og kemur í veg fyrir mistök. Það hefur verið mjög gefandi að vinna við þetta verkefni vitandi að það geti bjargað mannslífum,“ segir María. Hún segir eigendur Mint Solutions ætla að vinna áfram að því að búa til fyrirtækið sem alltaf var stefnt að. „Þar sem er gaman að vinna ganga hlutirnir vel. Við erum að bæta við starfsfólki hérna heima og ætlum okkur að verða alvöru hátæknifyrirtæki.“ Höfuðstöðvar Mint Solutions voru fluttar til Hollands þegar erlendu fjárfestarnir komu til sögunnar en öll þróunarvinna verður áfram á Íslandi. „Vöxturinn verður hér að mestu leyti fyrir utan það sem við ætluðum alltaf að hafa erlendis eins og sölustarfsemina og slíkt.“ María lauk MBA-námi við MIT-háskólann í Boston vorið 2008. Eftir nám hóf hún störf sem fjármálastjóri SMI ehf. þar sem hún starfar enn. SMI fór í gegnum miklar breytingar á síðasta ári þegar flestar innlendar og erlendar eignir þess, þar á meðal Turninn í Kópavogi og Glerártorg á Akureyri, voru seldar. „Við erum enn með Korputorgið og ég er enn þá að snúast í því.“ María segir að fjölskyldan sé númer eitt, tvö og þrjú þegar hún er spurð hvað hún geri í frítíma sínum. Hún er í sambúð með Ívari S. Helgasyni og eiga þau saman tvær dætur en Ívar á einnig tvær dætur úr fyrra sambandi. „Við eigum fjórar stelpur, einn hund og hest. Við erum í hestamennsku og svo stunda ég útivist eins og skíði og fjallgöngur. Ég lét nú draga mig á seglskútunámskeið um daginn og líkaði það vel sem er merkilegt fyrir manneskju sem verður alltaf sjóveik. En ég hef alltaf verið ævintýragjörn.“ Fjölskyldan hefur einnig haft mikil áhrif á starfsframa Maríu. Hún byrjaði ung að vinna hjá föður sínum, Rúnari Sigurðssyni, en hann rak lengi fyrirtækið Tæknival. „Hann hefur alltaf verið fyrirmyndin mín og við erum mjög náin í dag. Hann er stór partur af þessu öllu saman. Viðskipti hafa því alltaf verið í blóðinu.“Gauti Reynisson.Gauti Reynisson, einn af stofnendum Mint Solutions „Ég kynntist Maríu fyrir nokkrum árum og við stofnuðum fljótlega fyrirtæki saman við þriðja mann. Ég þekki ekki marga sem hafa jafn gott lag á að filtera út óþarfa og einbeita sér að aðalatriðunum – eitthvað sem hefur verið ómetanlegt við að koma Mint Solutions úr startholunum. Þegar maður vinnur með Maríu þá virðist allt auðvelt – það eru aldrei vandamál sem ekki er hægt að leysa eða finna út úr. Ég er ekki viss um að henni detti nokkurn tíma í hug að hlutir geti misheppnast – þeir taki bara misjafnlega langan tíma.”Kolbrún Víðisdóttir.Kolbrún Víðisdóttir, framkvæmdastjóri Heilsumiðstöðvarinnar „Það hafa verið algjör forréttindi að fá að fylgjast með Maríu seinustu árin, sjá hana vaxa úr grasi frá unga aldri og verða metnaðarfulla, víðsýna og klára viðskiptakonu. Hún er mjög skýr og þekkir sitt fag 110 prósent. Hennar rök hafa vegið þungt í öllum samningaviðræðum, sem gerir hana að algerri lykilmanneskju í hverju fyrirtæki sem hún hefur starfað hjá. Einnig er hún mjög ákveðin og fylgin sér, en á sama tíma mjög hlý og manneskjuleg. María er algjör gullmoli að hafa í sínu liði.“ Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
„Félagið fékk nýverið inn erlenda fjármögnun sem gerir okkur kleift að stækka og auka áherslu á markaðssetningu til muna,“ segir María Rúnarsdóttir, einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Mint Solutions, um 680 milljóna króna fjárfestingu hollenskra og franskra fjárfestingarsjóða í fyrirtækinu fyrr í sumar. María stofnaði fyrirtækið árið 2010 ásamt þeim Ívari S. Helgasyni og Gauta Reynissyni. Þau höfðu þá unnið að gerð framleiðsluvöru þess, MedEye, frá 2008. MedEye er lyfjagreinir fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir sem tryggir að sjúklingar fái rétt lyf, í réttu magni og á réttum tíma. „MedEye skannar lyf myndrænt og greinir ólíkar tegundir í sundur og aðstoðar þannig hjúkrunarfræðinga við að gefa lyf og kemur í veg fyrir mistök. Það hefur verið mjög gefandi að vinna við þetta verkefni vitandi að það geti bjargað mannslífum,“ segir María. Hún segir eigendur Mint Solutions ætla að vinna áfram að því að búa til fyrirtækið sem alltaf var stefnt að. „Þar sem er gaman að vinna ganga hlutirnir vel. Við erum að bæta við starfsfólki hérna heima og ætlum okkur að verða alvöru hátæknifyrirtæki.“ Höfuðstöðvar Mint Solutions voru fluttar til Hollands þegar erlendu fjárfestarnir komu til sögunnar en öll þróunarvinna verður áfram á Íslandi. „Vöxturinn verður hér að mestu leyti fyrir utan það sem við ætluðum alltaf að hafa erlendis eins og sölustarfsemina og slíkt.“ María lauk MBA-námi við MIT-háskólann í Boston vorið 2008. Eftir nám hóf hún störf sem fjármálastjóri SMI ehf. þar sem hún starfar enn. SMI fór í gegnum miklar breytingar á síðasta ári þegar flestar innlendar og erlendar eignir þess, þar á meðal Turninn í Kópavogi og Glerártorg á Akureyri, voru seldar. „Við erum enn með Korputorgið og ég er enn þá að snúast í því.“ María segir að fjölskyldan sé númer eitt, tvö og þrjú þegar hún er spurð hvað hún geri í frítíma sínum. Hún er í sambúð með Ívari S. Helgasyni og eiga þau saman tvær dætur en Ívar á einnig tvær dætur úr fyrra sambandi. „Við eigum fjórar stelpur, einn hund og hest. Við erum í hestamennsku og svo stunda ég útivist eins og skíði og fjallgöngur. Ég lét nú draga mig á seglskútunámskeið um daginn og líkaði það vel sem er merkilegt fyrir manneskju sem verður alltaf sjóveik. En ég hef alltaf verið ævintýragjörn.“ Fjölskyldan hefur einnig haft mikil áhrif á starfsframa Maríu. Hún byrjaði ung að vinna hjá föður sínum, Rúnari Sigurðssyni, en hann rak lengi fyrirtækið Tæknival. „Hann hefur alltaf verið fyrirmyndin mín og við erum mjög náin í dag. Hann er stór partur af þessu öllu saman. Viðskipti hafa því alltaf verið í blóðinu.“Gauti Reynisson.Gauti Reynisson, einn af stofnendum Mint Solutions „Ég kynntist Maríu fyrir nokkrum árum og við stofnuðum fljótlega fyrirtæki saman við þriðja mann. Ég þekki ekki marga sem hafa jafn gott lag á að filtera út óþarfa og einbeita sér að aðalatriðunum – eitthvað sem hefur verið ómetanlegt við að koma Mint Solutions úr startholunum. Þegar maður vinnur með Maríu þá virðist allt auðvelt – það eru aldrei vandamál sem ekki er hægt að leysa eða finna út úr. Ég er ekki viss um að henni detti nokkurn tíma í hug að hlutir geti misheppnast – þeir taki bara misjafnlega langan tíma.”Kolbrún Víðisdóttir.Kolbrún Víðisdóttir, framkvæmdastjóri Heilsumiðstöðvarinnar „Það hafa verið algjör forréttindi að fá að fylgjast með Maríu seinustu árin, sjá hana vaxa úr grasi frá unga aldri og verða metnaðarfulla, víðsýna og klára viðskiptakonu. Hún er mjög skýr og þekkir sitt fag 110 prósent. Hennar rök hafa vegið þungt í öllum samningaviðræðum, sem gerir hana að algerri lykilmanneskju í hverju fyrirtæki sem hún hefur starfað hjá. Einnig er hún mjög ákveðin og fylgin sér, en á sama tíma mjög hlý og manneskjuleg. María er algjör gullmoli að hafa í sínu liði.“
Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent