Brauð, en ekki vín María Helga Guðmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Á blaðsíðu 22 í Fréttablaði fimmtudagsins 30. október 2014 birtist grein eftir Guðmund nokkurn Edgarsson sem ber yfirskriftina „Vín eða brauð?“. Í greininni er því haldið fram fullum fetum að sala áfengis í sérstökum verslunum sé að engu leyti frábrugðin því, ef ríkisvaldið ákvæði að banna sölu brauðmetis nema í sérstökum bakaríum. Greinarhöfundur gengur enn lengra og segir orðrétt: „Nú kann einhver að hugsa, að ekki sé um sambærilega vöru að ræða, vín og brauð. Vín geti valdið skaða, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið, sé þess neytt í óhófi. Því er til að svara, að hið sama má segja um brauð. … Vín og brauð eru því sambærilegar vörur í þessu samhengi.“ Ég skora á Guðmund Edgarsson að nefna eitt einasta dæmi þess að maður hafi orðið öðrum að bana eftir að hafa neytt brauðs ótæpilega og sest undir stýri. Einnig myndi ég þiggja dæmi um fjölskyldu sem sundraðist vegna þess að fyrirvinnan var svo forfallin í brauðáti sínu að hún steypti fjárhag fjölskyldunnar í glötun til að fjármagna neysluna. Hvert mannsbarn, sem þekkir til þess mikla böls sem áfengissýki er, sér að röksemdafærsla sem þessi nær ekki bara engri átt, heldur er helber móðgun við þær miklu þjáningar sem margir hafa liðið vegna þessa sjúkdóms. Ég vona að þeir sem eru fylgjandi sölu víns í matvöruverslunum sjái sóma sinn í því, héðan í frá, að beita ekki rökum sem gera lítið úr þjáningum áfengissjúklinga og annarra sem eiga um sárt að binda. Einhvers staðar í grenndinni sitja jú foreldrar sem óska sér einskis heitar en þess, að sá sem keyrði drukkinn á barnið þeirra hefði nú bara verið sólginn í brauð en ekki vín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Á blaðsíðu 22 í Fréttablaði fimmtudagsins 30. október 2014 birtist grein eftir Guðmund nokkurn Edgarsson sem ber yfirskriftina „Vín eða brauð?“. Í greininni er því haldið fram fullum fetum að sala áfengis í sérstökum verslunum sé að engu leyti frábrugðin því, ef ríkisvaldið ákvæði að banna sölu brauðmetis nema í sérstökum bakaríum. Greinarhöfundur gengur enn lengra og segir orðrétt: „Nú kann einhver að hugsa, að ekki sé um sambærilega vöru að ræða, vín og brauð. Vín geti valdið skaða, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið, sé þess neytt í óhófi. Því er til að svara, að hið sama má segja um brauð. … Vín og brauð eru því sambærilegar vörur í þessu samhengi.“ Ég skora á Guðmund Edgarsson að nefna eitt einasta dæmi þess að maður hafi orðið öðrum að bana eftir að hafa neytt brauðs ótæpilega og sest undir stýri. Einnig myndi ég þiggja dæmi um fjölskyldu sem sundraðist vegna þess að fyrirvinnan var svo forfallin í brauðáti sínu að hún steypti fjárhag fjölskyldunnar í glötun til að fjármagna neysluna. Hvert mannsbarn, sem þekkir til þess mikla böls sem áfengissýki er, sér að röksemdafærsla sem þessi nær ekki bara engri átt, heldur er helber móðgun við þær miklu þjáningar sem margir hafa liðið vegna þessa sjúkdóms. Ég vona að þeir sem eru fylgjandi sölu víns í matvöruverslunum sjái sóma sinn í því, héðan í frá, að beita ekki rökum sem gera lítið úr þjáningum áfengissjúklinga og annarra sem eiga um sárt að binda. Einhvers staðar í grenndinni sitja jú foreldrar sem óska sér einskis heitar en þess, að sá sem keyrði drukkinn á barnið þeirra hefði nú bara verið sólginn í brauð en ekki vín.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar