Aðkoma stjórnvalda ýkir sveiflur Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. nóvember 2014 12:00 Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir byggingareglugerðina hafa komið á óheppilegum tíma. fréttablaðið/Stefán Þegar horft er til byggingaframkvæmda síðastliðna áratugi má sjá að framkvæmdatoppar skýrast með einum eða öðrum hætti vegna aðkomu stjórnvalda, segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Nærtækasta dæmið sé óheppileg tímasetning byggingarreglugerðar sem innleidd var fyrst í ársbyrjun 2012. Ásdís segir í samtali við Fréttablaðið að reglugerðin hafi leitt til aukins byggingarkostnaðar. „En á meðan byggingarkostnaður er hærri en fasteignaverð er lítill hvati til nýbygginga,“ segir hún. Þess vegna skapist þær aðstæður að ekki sé nægt framboð til að mæta væntri eftirspurn „Áhrifin eru því til þess fallin að ýkja niðursveifluna sem að lokum leiðir til íbúðaskorts, áhrif sem hafa líklega nú þegar komið fram“ segir Ásdís. „Aðkoma stjórnvalda hefur í gegnum tíðina ýkt sveiflur í byggingarstarfsemi. Mikilvægt er að greinin fái að vaxa út frá undirliggjandi efnahagsþáttum fremur en út frá aðgerðum stjórnvalda“ segir Ásdís.Háð sveiflum í efnahagslífinu Ásdís hélt erindi á ráðstefnu Samtaka iðnaðarins um stöðu íslensks byggingariðnaðar sem fram fór í gær. Ásdís segir það vera mjög einkennandi fyrir byggingariðnaðinn hve mikinn óstöðugleika hann býr við. Geirinn sé útsettur fyrir íslenskri hagsveiflu og sé því fremur afleiðing hagsveiflna en orsök. „Og að einhverjuleyti er hann líklega útsettari en ella fyrir sveiflum vegna þess að hér á landi er ríkjandi eigendastefna. Við eigum flest okkar eignir og auðsáhrifin eru því mjög sterk. Þegar vel árar og eignaverð hækkar þá eykst svigrúm heimila til skuldsetningar og spenna myndast á byggingarmarkaði. Þegar kreppir að þá snýst þessi spírall við og samdrátturinn verður hraður. Atvinnugreinin skreppur því hraðar saman þegar kreppir að en tekur jafnframt hraðar við sér þegar hagkerfið vex á ný,“ segir Ásdís. Hún bendir að auki á að byggingargeirinn í öðrum löndum sveiflist einnig í takt við ganginn í hagkerfinu, það að atvinnugreinin sé útsett fyrir hagsveiflunni á því einnig við í öðrum löndum. Hins vegar er það séríslenskt fyrirbrigði hvað óstöðugleikinn er mikill í byggingariðnaði, enda hagsveiflan hér á landi almennt meiri en gengur og gerist í öðrum iðnríkjum. Ásdís segir að með því að skoða vinnumarkaðstölur megi glöggt sjá óstöðugleikann, bæði í uppsveiflunni og niðursveiflunni. Starfsfólki í byggingariðnaði fjölgaði um 6.700 á þensluárunum en hefur fækkað um ríflega 7.000 frá árinu 2008. Staðan á byggingarmarkaði fer batnandi. „Nýjustu tölur frá Samtökum iðnaðarins benda til þess að fullgerðar íbúðir verði fleiri en þær hafa verið á síðustu árum. Aftur helst þetta í hendur við umsvifin í hagkerfinu. Efnahagsbatinn hefur gengið vonum framar, það ríkir hér stöðugleiki og spár gera ráð fyrir áframhaldandi hagvexti. Smám saman erum við að rétta úr kútnum,“ segir Ásdís.Fjárhagsleg staða nokkuð góð Ásdís segist telja að fjárhagsleg staða geirans sé í heild nokkuð góð. „Við erum á svipuðum stað og árið 2003 þegar hagkerfið var í þokkalegu jafnvægi. Skuldastaðan hefur skánað verulega samfara afskriftum skulda og auknum umsvifum í hagkerfinu. Eigið fé í greininni var veruleg neikvætt á árinu 2010 þegar hagkerfið gekk í gegnum alvarlegan samdrátt, en hefur nú byggst upp og afkoman batnað. Byggingargeirinn var í verulegu ójafnvægi árið 2007 og því viljum við fremur miða okkur við stöðuna eins og hún var 2003 sem var mun eðlilegra ár. Það eru sterkar vísbendingar um að geirinn er að rétta úr kútnum,“ segir Ásdís. Reyndar sé staðan enn viðkvæm og það megi sjá á því að fjórðungur fyrirtækja sem eru með eignir yfir 10 milljónir króna sé enn þá að glíma við neikvætt eigið fé, en það er ekkert óeðlilegt. „Þetta var mikill skellur sem varð við efnahagshrunið og það tekur einfaldlega tíma fyrir atvinnugreinina að vinna sig út úr þessu,“ segir Ásdís. Ásdís segir að óvissa og sviptingar í rekstrarskilyrðum fyrirtækja veiki samkeppnisstöðu og leiði til minni framleiðni og lakari kaupmáttar. „Slíkt á ekki aðeins við um fyrirtæki í byggingariðnaði heldur almennt um allar greinar. Saga byggingariðnaðarins endurspeglar mikilvægi þess að hér ríki stöðugleiki og öguð hagstjórn.“ Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Þegar horft er til byggingaframkvæmda síðastliðna áratugi má sjá að framkvæmdatoppar skýrast með einum eða öðrum hætti vegna aðkomu stjórnvalda, segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Nærtækasta dæmið sé óheppileg tímasetning byggingarreglugerðar sem innleidd var fyrst í ársbyrjun 2012. Ásdís segir í samtali við Fréttablaðið að reglugerðin hafi leitt til aukins byggingarkostnaðar. „En á meðan byggingarkostnaður er hærri en fasteignaverð er lítill hvati til nýbygginga,“ segir hún. Þess vegna skapist þær aðstæður að ekki sé nægt framboð til að mæta væntri eftirspurn „Áhrifin eru því til þess fallin að ýkja niðursveifluna sem að lokum leiðir til íbúðaskorts, áhrif sem hafa líklega nú þegar komið fram“ segir Ásdís. „Aðkoma stjórnvalda hefur í gegnum tíðina ýkt sveiflur í byggingarstarfsemi. Mikilvægt er að greinin fái að vaxa út frá undirliggjandi efnahagsþáttum fremur en út frá aðgerðum stjórnvalda“ segir Ásdís.Háð sveiflum í efnahagslífinu Ásdís hélt erindi á ráðstefnu Samtaka iðnaðarins um stöðu íslensks byggingariðnaðar sem fram fór í gær. Ásdís segir það vera mjög einkennandi fyrir byggingariðnaðinn hve mikinn óstöðugleika hann býr við. Geirinn sé útsettur fyrir íslenskri hagsveiflu og sé því fremur afleiðing hagsveiflna en orsök. „Og að einhverjuleyti er hann líklega útsettari en ella fyrir sveiflum vegna þess að hér á landi er ríkjandi eigendastefna. Við eigum flest okkar eignir og auðsáhrifin eru því mjög sterk. Þegar vel árar og eignaverð hækkar þá eykst svigrúm heimila til skuldsetningar og spenna myndast á byggingarmarkaði. Þegar kreppir að þá snýst þessi spírall við og samdrátturinn verður hraður. Atvinnugreinin skreppur því hraðar saman þegar kreppir að en tekur jafnframt hraðar við sér þegar hagkerfið vex á ný,“ segir Ásdís. Hún bendir að auki á að byggingargeirinn í öðrum löndum sveiflist einnig í takt við ganginn í hagkerfinu, það að atvinnugreinin sé útsett fyrir hagsveiflunni á því einnig við í öðrum löndum. Hins vegar er það séríslenskt fyrirbrigði hvað óstöðugleikinn er mikill í byggingariðnaði, enda hagsveiflan hér á landi almennt meiri en gengur og gerist í öðrum iðnríkjum. Ásdís segir að með því að skoða vinnumarkaðstölur megi glöggt sjá óstöðugleikann, bæði í uppsveiflunni og niðursveiflunni. Starfsfólki í byggingariðnaði fjölgaði um 6.700 á þensluárunum en hefur fækkað um ríflega 7.000 frá árinu 2008. Staðan á byggingarmarkaði fer batnandi. „Nýjustu tölur frá Samtökum iðnaðarins benda til þess að fullgerðar íbúðir verði fleiri en þær hafa verið á síðustu árum. Aftur helst þetta í hendur við umsvifin í hagkerfinu. Efnahagsbatinn hefur gengið vonum framar, það ríkir hér stöðugleiki og spár gera ráð fyrir áframhaldandi hagvexti. Smám saman erum við að rétta úr kútnum,“ segir Ásdís.Fjárhagsleg staða nokkuð góð Ásdís segist telja að fjárhagsleg staða geirans sé í heild nokkuð góð. „Við erum á svipuðum stað og árið 2003 þegar hagkerfið var í þokkalegu jafnvægi. Skuldastaðan hefur skánað verulega samfara afskriftum skulda og auknum umsvifum í hagkerfinu. Eigið fé í greininni var veruleg neikvætt á árinu 2010 þegar hagkerfið gekk í gegnum alvarlegan samdrátt, en hefur nú byggst upp og afkoman batnað. Byggingargeirinn var í verulegu ójafnvægi árið 2007 og því viljum við fremur miða okkur við stöðuna eins og hún var 2003 sem var mun eðlilegra ár. Það eru sterkar vísbendingar um að geirinn er að rétta úr kútnum,“ segir Ásdís. Reyndar sé staðan enn viðkvæm og það megi sjá á því að fjórðungur fyrirtækja sem eru með eignir yfir 10 milljónir króna sé enn þá að glíma við neikvætt eigið fé, en það er ekkert óeðlilegt. „Þetta var mikill skellur sem varð við efnahagshrunið og það tekur einfaldlega tíma fyrir atvinnugreinina að vinna sig út úr þessu,“ segir Ásdís. Ásdís segir að óvissa og sviptingar í rekstrarskilyrðum fyrirtækja veiki samkeppnisstöðu og leiði til minni framleiðni og lakari kaupmáttar. „Slíkt á ekki aðeins við um fyrirtæki í byggingariðnaði heldur almennt um allar greinar. Saga byggingariðnaðarins endurspeglar mikilvægi þess að hér ríki stöðugleiki og öguð hagstjórn.“
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun