Toyota búið að selja 7 milljón Hybrid bíla Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2014 09:05 Toyota Prius er söluhæsti Hybrid bíll fyrirtækisins. Í janúar á þessu ári tilkynnti Toyota að fyrirtækið hefði framleitt 6 milljónasta Hybrid bílinn, en slíkir bílar kallast tvinnbílar hér á Íslandi. Nú hefur Toyota tilkynnt að 7 milljónasti bíllinn hafi runnið af færibandinu. Það tók því ekki nema 9 mánuði að bæta síðustu milljón Hybrid bílunum við. Þessar tölur eiga bæði við Toyota- og Lexus bíla. Hafa 2,6 milljónir þeirra verið seldir í Bandaríkjunum og 1,74 milljónir þeirra af gerðinni Toyota Prius. Reyndar á Toyota Prius heiðurinn af 4,7 milljónum þessara 7 milljón Hybrid bíla á heimsvísu. Toyota hóf framleiðslu Hybrid bíla árið 1997 með tilkomu Toyota Coaster EV Hybrid, en Toyota hóf sölu Hybrid bíla utan heimalandsins ekki fyrr en árið 2000. Toyota selur einar 27 gerðir Toyota og Lexus Hybrid bíla, en margir þeirra eru aðeins seldir í Japan. Í Bandaríkjunum eru 12 gerðir Hybrid bíla í sölu. Nýjasta gerð Hybrid bíla framleiðandans er Lexus NX300h sem nýverið var kynntur hérlendis. Toyota seldi 4 milljónasta Hybrid bíl sinn í apríl árið 2012 og náði 5 milljón bíla sölu 11 mánuðum síðar. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent
Í janúar á þessu ári tilkynnti Toyota að fyrirtækið hefði framleitt 6 milljónasta Hybrid bílinn, en slíkir bílar kallast tvinnbílar hér á Íslandi. Nú hefur Toyota tilkynnt að 7 milljónasti bíllinn hafi runnið af færibandinu. Það tók því ekki nema 9 mánuði að bæta síðustu milljón Hybrid bílunum við. Þessar tölur eiga bæði við Toyota- og Lexus bíla. Hafa 2,6 milljónir þeirra verið seldir í Bandaríkjunum og 1,74 milljónir þeirra af gerðinni Toyota Prius. Reyndar á Toyota Prius heiðurinn af 4,7 milljónum þessara 7 milljón Hybrid bíla á heimsvísu. Toyota hóf framleiðslu Hybrid bíla árið 1997 með tilkomu Toyota Coaster EV Hybrid, en Toyota hóf sölu Hybrid bíla utan heimalandsins ekki fyrr en árið 2000. Toyota selur einar 27 gerðir Toyota og Lexus Hybrid bíla, en margir þeirra eru aðeins seldir í Japan. Í Bandaríkjunum eru 12 gerðir Hybrid bíla í sölu. Nýjasta gerð Hybrid bíla framleiðandans er Lexus NX300h sem nýverið var kynntur hérlendis. Toyota seldi 4 milljónasta Hybrid bíl sinn í apríl árið 2012 og náði 5 milljón bíla sölu 11 mánuðum síðar.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent