Innheimtustofnun oftekur fé frá Jöfnunarsjóði Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 12. febrúar 2014 00:00 Nýlega kom Guðbrandur Jónsson, fyrrum rannsóknarfulltrúi Skattstjórans í Reykjavík, til Samtaka meðlagsgreiðenda með ársreikninga Innheimtustofnunar og benti á mýmargar bókhaldsvillur í reikningum stofnunarinnar, sem nema milljörðum yfir nokkurt árabil. Samtökin fóru yfir reikninganna og sannfærðust um að misjafnlega væri staðið að samningu þeirra og mörgum spurningum ósvarað. Við leituðum svara en fengum engin svör, og ákváðum því að stefna málinu til sérstaks saksóknara þar sem við báðum hann um að rannsaka hvort umræddar bókhaldsskekkjur ættu rætur sínar að rekja til refsiverðrar háttsemi. Í ársreikningunum, sem hægt er að nálgast á heimasíðu samtakanna, segir að innheimtir dráttarvextir á eldri kröfum en 12 mánaða hafi verið árið 2012, 335 milljónir króna. Miðað við 11% dráttarvexti ætti upphæð innheimtra krafna eldri en 12 mánaða að vera 3,6 milljarðar króna. Sú upphæð er hvergi bókfærð í ársreikningnum. Að auki segir í undirrituðum ársreikningi að kröfur til innheimtu á árinu hafi verið 3,541 milljarður króna en innheimtar kröfur hafi verið 2,866 milljarðar. Mismunurinn er 675 milljónir sem ættu að greiðast úr jöfnunarsjóði, ef við undanskiljum þá 3,6 milljarða sem vantar inn í tekjuhlið ársreikningsins. Jafnvel þótt bættar séu við 263 milljónir í rekstur stofnunarinnar, útskýrir það ekki af hverju Innheimtustofnun fær 903 milljónir frá Jöfnunarsjóði miðað við að hagnaður af rekstrinum árið 2012 hafi verið 116 milljónir. Það sem er eftirtektarverðast er hins vegar að eigið fé stofnunarinnar er 15,6 milljarðar króna, sem er lausafé og er samkvæmt ársreikningi að mestu komið frá Jöfnunarsjóði. Samkvæmt þeim tölum hefur Innheimtstofnun verið rekin með miklum hagnaði á ári hverju, og lagt allan pening fyrir sem komið hefur verið frá Jöfnunarsjóði. Samkvæmt 4. gr. laga um Innheimtustofnun sveitafélaga er skýrt kveðið á um að stofnunin megi aðeins þiggja fjármuni úr jöfnunarsjóði til að greiða þau meðlög sem Tryggingarstofnun borgar út, og meðlagsgreiðendur borga ekki til Innheimtustofnunar að viðbættum rekstrarkostnaði Innheimtustofnunar, ef tekjur duga ekki til og á tilteknu tímabili. Og Þessi lög eru þverbrotin í rekstri Innheimtustofnunar ef eitthvað er að marka ársreikninga Innheimtustofnunar. Í greinargerð sem fylgdi frumvarpi laga um Innheimtustofnun segir um 4. Ákvæðið: „Skal athygli vakin á því að greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna óinnheimtra meðlaga hjá barnsfeðrum mundu væntanlega fara minnkandi ár frá ári, vegna þess að innheimta eldri meðlagseftirstöðva hjá Innheimtustofnuninni færi vaxandi í krónutölu með hverju ári sem liði.“ Hér skal áréttað að tekjur vegna eldri skulda en 12 mánaða, sem ættu að nema 3,6 milljörðum, eins og áður segir, eru ekki bókfærðar í ársreikninginn. Hvar er sá peningur? Hvað alvarlegasta í þessu er, að forsvarsmenn Innheimtustofnunar hafa komið í fjölmiðlum ár eftir ár, og logið að þjóðinni að greiðslur meðlagsgreiðenda til stofnunarinnar dugi ekki fyrir útgreiðslum til Tryggingarstofnunar og að þörf sé á styrkjum frá Jöfnunarsjóði. Í því ljósi hlýtur hér að vera kominn grundvöllur fyrir pólitíska og opinbera rannsókn á fjárreiðum Innheimtustofnunar og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna. Hefur meintur hallarekstur stofnunarinnar verið notaður sem réttlæting fyrir ómanneskjulegri innheimtuhörku af hendi stofnunarinnar. Viðbrögð Innheimtustofnunar við spurningum okkar vegna þessa máls hafa verið á þá leið, að starfsmaður Innheimtustofnunar, svaraði opinberri fyrirspurn samtakanna með því að hóta undirrituðum formanni Samtaka meðlagsgreiðenda persónulegri kæru til lögreglunnar vegna meiðyrða. Samkvæmt starfsmanninum, ætluðu stofnunin og forstjórinn að kæra mig vegna þessa máls, m.a. vegna skrifa til opinberra aðila og til stofnunarinnar sjálfrar. Sjálfsagt er um að ræða einsdæmi í sögu íslenskrar stjórnsýslu að embættismaður komist upp með í skjóli valds að miðla persónulegum hótunum í opinberu svari til hagsmunaaðila fyrir hönd stofnunarinnar og yfirmanns. Látum þá vera vitleysuna sem fólgin er í því að stjórnvald kæri borgara fyrir meiðyrði. Samtökin hafa skrifað eftirlits- og stjórskipunarnefnd erindi þar sem þau fara fram á að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til að kanna hvort lög hafi verið brotin af hendi kjörinna fulltrúa í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kom Guðbrandur Jónsson, fyrrum rannsóknarfulltrúi Skattstjórans í Reykjavík, til Samtaka meðlagsgreiðenda með ársreikninga Innheimtustofnunar og benti á mýmargar bókhaldsvillur í reikningum stofnunarinnar, sem nema milljörðum yfir nokkurt árabil. Samtökin fóru yfir reikninganna og sannfærðust um að misjafnlega væri staðið að samningu þeirra og mörgum spurningum ósvarað. Við leituðum svara en fengum engin svör, og ákváðum því að stefna málinu til sérstaks saksóknara þar sem við báðum hann um að rannsaka hvort umræddar bókhaldsskekkjur ættu rætur sínar að rekja til refsiverðrar háttsemi. Í ársreikningunum, sem hægt er að nálgast á heimasíðu samtakanna, segir að innheimtir dráttarvextir á eldri kröfum en 12 mánaða hafi verið árið 2012, 335 milljónir króna. Miðað við 11% dráttarvexti ætti upphæð innheimtra krafna eldri en 12 mánaða að vera 3,6 milljarðar króna. Sú upphæð er hvergi bókfærð í ársreikningnum. Að auki segir í undirrituðum ársreikningi að kröfur til innheimtu á árinu hafi verið 3,541 milljarður króna en innheimtar kröfur hafi verið 2,866 milljarðar. Mismunurinn er 675 milljónir sem ættu að greiðast úr jöfnunarsjóði, ef við undanskiljum þá 3,6 milljarða sem vantar inn í tekjuhlið ársreikningsins. Jafnvel þótt bættar séu við 263 milljónir í rekstur stofnunarinnar, útskýrir það ekki af hverju Innheimtustofnun fær 903 milljónir frá Jöfnunarsjóði miðað við að hagnaður af rekstrinum árið 2012 hafi verið 116 milljónir. Það sem er eftirtektarverðast er hins vegar að eigið fé stofnunarinnar er 15,6 milljarðar króna, sem er lausafé og er samkvæmt ársreikningi að mestu komið frá Jöfnunarsjóði. Samkvæmt þeim tölum hefur Innheimtstofnun verið rekin með miklum hagnaði á ári hverju, og lagt allan pening fyrir sem komið hefur verið frá Jöfnunarsjóði. Samkvæmt 4. gr. laga um Innheimtustofnun sveitafélaga er skýrt kveðið á um að stofnunin megi aðeins þiggja fjármuni úr jöfnunarsjóði til að greiða þau meðlög sem Tryggingarstofnun borgar út, og meðlagsgreiðendur borga ekki til Innheimtustofnunar að viðbættum rekstrarkostnaði Innheimtustofnunar, ef tekjur duga ekki til og á tilteknu tímabili. Og Þessi lög eru þverbrotin í rekstri Innheimtustofnunar ef eitthvað er að marka ársreikninga Innheimtustofnunar. Í greinargerð sem fylgdi frumvarpi laga um Innheimtustofnun segir um 4. Ákvæðið: „Skal athygli vakin á því að greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna óinnheimtra meðlaga hjá barnsfeðrum mundu væntanlega fara minnkandi ár frá ári, vegna þess að innheimta eldri meðlagseftirstöðva hjá Innheimtustofnuninni færi vaxandi í krónutölu með hverju ári sem liði.“ Hér skal áréttað að tekjur vegna eldri skulda en 12 mánaða, sem ættu að nema 3,6 milljörðum, eins og áður segir, eru ekki bókfærðar í ársreikninginn. Hvar er sá peningur? Hvað alvarlegasta í þessu er, að forsvarsmenn Innheimtustofnunar hafa komið í fjölmiðlum ár eftir ár, og logið að þjóðinni að greiðslur meðlagsgreiðenda til stofnunarinnar dugi ekki fyrir útgreiðslum til Tryggingarstofnunar og að þörf sé á styrkjum frá Jöfnunarsjóði. Í því ljósi hlýtur hér að vera kominn grundvöllur fyrir pólitíska og opinbera rannsókn á fjárreiðum Innheimtustofnunar og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna. Hefur meintur hallarekstur stofnunarinnar verið notaður sem réttlæting fyrir ómanneskjulegri innheimtuhörku af hendi stofnunarinnar. Viðbrögð Innheimtustofnunar við spurningum okkar vegna þessa máls hafa verið á þá leið, að starfsmaður Innheimtustofnunar, svaraði opinberri fyrirspurn samtakanna með því að hóta undirrituðum formanni Samtaka meðlagsgreiðenda persónulegri kæru til lögreglunnar vegna meiðyrða. Samkvæmt starfsmanninum, ætluðu stofnunin og forstjórinn að kæra mig vegna þessa máls, m.a. vegna skrifa til opinberra aðila og til stofnunarinnar sjálfrar. Sjálfsagt er um að ræða einsdæmi í sögu íslenskrar stjórnsýslu að embættismaður komist upp með í skjóli valds að miðla persónulegum hótunum í opinberu svari til hagsmunaaðila fyrir hönd stofnunarinnar og yfirmanns. Látum þá vera vitleysuna sem fólgin er í því að stjórnvald kæri borgara fyrir meiðyrði. Samtökin hafa skrifað eftirlits- og stjórskipunarnefnd erindi þar sem þau fara fram á að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til að kanna hvort lög hafi verið brotin af hendi kjörinna fulltrúa í þessu máli.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun