Framtíðarsýn og pólitísk ábyrgð Guðfræðingar skrifar 21. júní 2014 07:00 Flest bendir til að á næstu árum aukist áhrif hlýnunar á norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Spurt hefur verið hvort Íslendingar geti mögulega hagnast á þeirri breytingu, hvort hin aðsteðjandi ógn geti jafnvel orðið okkur til happs eins og „blessað stríðið“ sem hratt okkur loks inn í nútímann.Heimóttarleg framtíðarsýn Með hlýnun munu vissulega berast nýjar tegundir til landsins sem við getum nýtt okkur. Deilurnar um makrílinn sýna að hér er þó ekki um einfalt mál að ræða. Makrílstríðið er samt aðeins forsmekkur að stærri átökum sem fylgja munu hlýnuninni. Hún mun óhjákvæmilega kalla á nýja skiptingu lífsgæða. Þá er vafamál hvort við getum og viljum auka matvælaframleiðslu hér til að lina neyð þeirra sem verða verst úti af völdum loftslagsbreytinganna. Við framleiðum þegar matvæli til útflutnings. Þau eru þó ekki notuð til að seðja hungur þeirra sem þjást og fátt bendir til að breytingar verði á því. Núverandi stefna okkar og ekki síst Hrunið gefa því miður ekki tilefni til annars en að ætla að hugur okkar standi einkum til að auka gnægtir okkar sjálfra og þeirra sem hafa greiðslugetu eða háþróaðar vörur til skiptanna. Stórfelld ræktun korns og annarra matvæla sem við höfum takmarkaða reynslu af gerir líka aukna kröfu um þekkingu, færni og fjármagn. Hér erum við komin að kjarna máls. Loftslagsváin mun stuðla að enn meiri ójöfnuði en þegar er orðinn milli þeirra sem hafa og hinna sem skortir. Við erum að tala um brýnustu lífsnauðsynjar og möguleikann á að verða sér úti um þær. Þetta er skilyrðislaust það fyrsta sem við verðum að velta fyrir okkur í núverandi stöðu. Spurningin um hvort við getum bætt stöðu okkar hlýtur að mæta afgangi þegar um líf og dauða fólks er að tefla.Hlutverk Íslendinga Okkar Íslendinga mun ekki bíða neitt „Messíasar“–hlutverk í framtíðinni í þeirri merkingu að okkur muni óvænt birtast sú lausn sem leysa muni vanda mannkyns, en það virðist áleitinn framtíðardraumur sem ýmsir ráðamenn okkar gera út á í seinni tíð. Við erum of fá og smá, menntun okkar takmörkuð og hugmyndir einhæfar. Efnahags- og skuldastaða okkar ætti þó að nægja til að koma okkur, borgurum dvergríkisins Íslands, niður á jörðina andspænis hugmyndinni um okkur sem bjargvættir heimsins. Hlutverk okkar í framtíðinni ætti að felast í að gera betur það sem við höfum hingað til gert best — fyrst og síðast í samanburði við okkur sjálf en ekki aðra. Keppum að sjálfbærni og endurnýjun líkt og við höfum kostað kapps um að gera í umgengni okkar við nytjastofnana í hafinu. Yfirfærum þá sýn á nýtingu okkar á náttúrunni í heild, en aukum umfram allt framlag okkar til þeirra þjóða sem verða verst úti af völdum loftslagsbreytinganna. Þannig stuðlum við að friði og réttlæti í heiminum.Arnfríður GuðmundsdóttirBaldur KristjánssonHjalti HugasonSigrún ÓskarsdóttirSólveig Anna Bóasdóttirguðfræðingar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Flest bendir til að á næstu árum aukist áhrif hlýnunar á norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Spurt hefur verið hvort Íslendingar geti mögulega hagnast á þeirri breytingu, hvort hin aðsteðjandi ógn geti jafnvel orðið okkur til happs eins og „blessað stríðið“ sem hratt okkur loks inn í nútímann.Heimóttarleg framtíðarsýn Með hlýnun munu vissulega berast nýjar tegundir til landsins sem við getum nýtt okkur. Deilurnar um makrílinn sýna að hér er þó ekki um einfalt mál að ræða. Makrílstríðið er samt aðeins forsmekkur að stærri átökum sem fylgja munu hlýnuninni. Hún mun óhjákvæmilega kalla á nýja skiptingu lífsgæða. Þá er vafamál hvort við getum og viljum auka matvælaframleiðslu hér til að lina neyð þeirra sem verða verst úti af völdum loftslagsbreytinganna. Við framleiðum þegar matvæli til útflutnings. Þau eru þó ekki notuð til að seðja hungur þeirra sem þjást og fátt bendir til að breytingar verði á því. Núverandi stefna okkar og ekki síst Hrunið gefa því miður ekki tilefni til annars en að ætla að hugur okkar standi einkum til að auka gnægtir okkar sjálfra og þeirra sem hafa greiðslugetu eða háþróaðar vörur til skiptanna. Stórfelld ræktun korns og annarra matvæla sem við höfum takmarkaða reynslu af gerir líka aukna kröfu um þekkingu, færni og fjármagn. Hér erum við komin að kjarna máls. Loftslagsváin mun stuðla að enn meiri ójöfnuði en þegar er orðinn milli þeirra sem hafa og hinna sem skortir. Við erum að tala um brýnustu lífsnauðsynjar og möguleikann á að verða sér úti um þær. Þetta er skilyrðislaust það fyrsta sem við verðum að velta fyrir okkur í núverandi stöðu. Spurningin um hvort við getum bætt stöðu okkar hlýtur að mæta afgangi þegar um líf og dauða fólks er að tefla.Hlutverk Íslendinga Okkar Íslendinga mun ekki bíða neitt „Messíasar“–hlutverk í framtíðinni í þeirri merkingu að okkur muni óvænt birtast sú lausn sem leysa muni vanda mannkyns, en það virðist áleitinn framtíðardraumur sem ýmsir ráðamenn okkar gera út á í seinni tíð. Við erum of fá og smá, menntun okkar takmörkuð og hugmyndir einhæfar. Efnahags- og skuldastaða okkar ætti þó að nægja til að koma okkur, borgurum dvergríkisins Íslands, niður á jörðina andspænis hugmyndinni um okkur sem bjargvættir heimsins. Hlutverk okkar í framtíðinni ætti að felast í að gera betur það sem við höfum hingað til gert best — fyrst og síðast í samanburði við okkur sjálf en ekki aðra. Keppum að sjálfbærni og endurnýjun líkt og við höfum kostað kapps um að gera í umgengni okkar við nytjastofnana í hafinu. Yfirfærum þá sýn á nýtingu okkar á náttúrunni í heild, en aukum umfram allt framlag okkar til þeirra þjóða sem verða verst úti af völdum loftslagsbreytinganna. Þannig stuðlum við að friði og réttlæti í heiminum.Arnfríður GuðmundsdóttirBaldur KristjánssonHjalti HugasonSigrún ÓskarsdóttirSólveig Anna Bóasdóttirguðfræðingar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar