Kenndi jóga í Hvíta húsinu Rikka skrifar 21. júní 2014 12:31 Peter Sterios Mynd/Sterios Helgina 27-29 júní næstkomandi mun Peter Sterios og Tristan Gribbin jógakennarar halda helgarnámskeið í jóga og hugleiðslu á Sólheimum í Grímsnesi. Lögð verður áhersla á endurnýjun og innri vöxt og því tilvalið fyrir þá sem vilja næra sálina og styrkja eigið sjálf að skrá sig á námskeiðið. Námskeiðið er sem fyrr segir haldið á Sólheimum sem er hlaðið jákvæðri orku og einstakri náttúrufegurð. Peter Sterios, annar kennaranna, er þekktur jógakennari í Kaliforníu og yfir þrjátíu ára reynslu og þekkingu af jóga. Hann hefur gefið út fjölda myndbanda um jóga og breitt út jógaboðskapinn um heim allann. Peter hefur tekið þátt í herferð Michelle Obama, forsetafrúar, gegn offitu barna í bandaríkjunum og kennt börnum jóga og jógaheimspeki í Hvíta húsinu.Tristan Gribbin hugleiðslukennarMynd/GribbinTristan Gribbin er fædd og uppalin í Kalifornía í Bandaríkjunum en hefur búið og starfað á Íslandi í hartnær tuttugu ár. Hún er einn magnaðasti hugleiðslukennari landsins og kennir Modern-Day Meditation® hugleiðsluaðferðina. Sú aðferð gengur út á að upplifa frið og kærleika innra með sér með því að fara inn á við og læra að þekkja sjálfið betur. Modern-Day Meditation® er ein sterkasta hugleiðsluaðferðin til að ná því markmiði. Allar upplýsingar og skráning á námskeiðið má finna á Facebook síðu Modern-Day Meditation® The Journey So Far from Peter Sterios on Vimeo. Heilsa Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið
Helgina 27-29 júní næstkomandi mun Peter Sterios og Tristan Gribbin jógakennarar halda helgarnámskeið í jóga og hugleiðslu á Sólheimum í Grímsnesi. Lögð verður áhersla á endurnýjun og innri vöxt og því tilvalið fyrir þá sem vilja næra sálina og styrkja eigið sjálf að skrá sig á námskeiðið. Námskeiðið er sem fyrr segir haldið á Sólheimum sem er hlaðið jákvæðri orku og einstakri náttúrufegurð. Peter Sterios, annar kennaranna, er þekktur jógakennari í Kaliforníu og yfir þrjátíu ára reynslu og þekkingu af jóga. Hann hefur gefið út fjölda myndbanda um jóga og breitt út jógaboðskapinn um heim allann. Peter hefur tekið þátt í herferð Michelle Obama, forsetafrúar, gegn offitu barna í bandaríkjunum og kennt börnum jóga og jógaheimspeki í Hvíta húsinu.Tristan Gribbin hugleiðslukennarMynd/GribbinTristan Gribbin er fædd og uppalin í Kalifornía í Bandaríkjunum en hefur búið og starfað á Íslandi í hartnær tuttugu ár. Hún er einn magnaðasti hugleiðslukennari landsins og kennir Modern-Day Meditation® hugleiðsluaðferðina. Sú aðferð gengur út á að upplifa frið og kærleika innra með sér með því að fara inn á við og læra að þekkja sjálfið betur. Modern-Day Meditation® er ein sterkasta hugleiðsluaðferðin til að ná því markmiði. Allar upplýsingar og skráning á námskeiðið má finna á Facebook síðu Modern-Day Meditation® The Journey So Far from Peter Sterios on Vimeo.
Heilsa Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið