Alveg ferlegt bara… Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Í þessum skrifuðu orðum sit ég á fundi hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra (Dövas Nordiska Råd) og er alveg miður mín þar sem ég var að tilkynna fullrúum hinna Norðurlandaþjóðanna að túlkun í atvinnulífi, daglegu lífi og fjarsímatúlkun væri alveg í krassi á Íslandi eina ferðina enn. Hinir fulltrúarnir göptu af undrun þegar þau fengu svör við hve miklu væri varið í þessa túlkun, þetta er langt, langt, langt undir því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Þetta hefur áhrif á mun miklu stærra samfélag en eingöngu þeirra sem reiða sig á íslenskt táknmál. Á fundinum ræddum við um sáttmála SÞ um réttindi fólks með fötlun, um tungumálasamninginn, um samning vegna félagslegrar aðstoðar og fleiri mál. Mikið þótti mér leiðinlegt að vera Íslendingur þá, fulltrúi fyrir hönd Íslands á þessum fundi þar sem við erum langt á eftir í þessum málum. Ég hef séð hvað þetta hefur áhrif á marga félagsmenn Félags heyrnarlausra, marga sem eru tengdir þessum félagsmönnum, börn sem þurfa að sitja hjá og sjá foreldra sína vera utangátta, aldraða foreldra sem geta ekki átt samskipti við heyrnarlausu börnin sín, heyrnarlausa foreldra sem ná ekki að sinna skyldum sínum sem bekkjarfulltrúi eða umsjónarmaður í íþróttastarfi barnanna sinna og margt fleira. Ekki er rétt að vísa málinu á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, óréttlætanlegt er að ætlast til þess að forgangsraða eigi túlkunum með þessa pínulitlu fjárhæð sem veitt er í túlkun í daglegu lífi. Ekki er heldur rétt að vísa málinu til einhverrar nefndar, síðasta nefndin sem hefur verið starfandi er nefnd sem hefur unnið í rúmlega 4 ár. Enn hefur ekkert verið gert þrátt fyrir að tæplega 10 nefndir hafi verið starfandi síðan 1988. Nú segjum við stopp. Leyfið okkur að vera virkir þjóðfélagsþegnar, foreldrar, börn, húseigendur, fjölskyldumeðlimir, vinnufélagar, ættingjar og fleira og fleira. Ég vil geta mætt á næsta fund hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra sem stoltur Íslendingur sem er ekki mörgum tugum ára á eftir öðrum Norðurlandabúum í túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í þessum skrifuðu orðum sit ég á fundi hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra (Dövas Nordiska Råd) og er alveg miður mín þar sem ég var að tilkynna fullrúum hinna Norðurlandaþjóðanna að túlkun í atvinnulífi, daglegu lífi og fjarsímatúlkun væri alveg í krassi á Íslandi eina ferðina enn. Hinir fulltrúarnir göptu af undrun þegar þau fengu svör við hve miklu væri varið í þessa túlkun, þetta er langt, langt, langt undir því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Þetta hefur áhrif á mun miklu stærra samfélag en eingöngu þeirra sem reiða sig á íslenskt táknmál. Á fundinum ræddum við um sáttmála SÞ um réttindi fólks með fötlun, um tungumálasamninginn, um samning vegna félagslegrar aðstoðar og fleiri mál. Mikið þótti mér leiðinlegt að vera Íslendingur þá, fulltrúi fyrir hönd Íslands á þessum fundi þar sem við erum langt á eftir í þessum málum. Ég hef séð hvað þetta hefur áhrif á marga félagsmenn Félags heyrnarlausra, marga sem eru tengdir þessum félagsmönnum, börn sem þurfa að sitja hjá og sjá foreldra sína vera utangátta, aldraða foreldra sem geta ekki átt samskipti við heyrnarlausu börnin sín, heyrnarlausa foreldra sem ná ekki að sinna skyldum sínum sem bekkjarfulltrúi eða umsjónarmaður í íþróttastarfi barnanna sinna og margt fleira. Ekki er rétt að vísa málinu á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, óréttlætanlegt er að ætlast til þess að forgangsraða eigi túlkunum með þessa pínulitlu fjárhæð sem veitt er í túlkun í daglegu lífi. Ekki er heldur rétt að vísa málinu til einhverrar nefndar, síðasta nefndin sem hefur verið starfandi er nefnd sem hefur unnið í rúmlega 4 ár. Enn hefur ekkert verið gert þrátt fyrir að tæplega 10 nefndir hafi verið starfandi síðan 1988. Nú segjum við stopp. Leyfið okkur að vera virkir þjóðfélagsþegnar, foreldrar, börn, húseigendur, fjölskyldumeðlimir, vinnufélagar, ættingjar og fleira og fleira. Ég vil geta mætt á næsta fund hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra sem stoltur Íslendingur sem er ekki mörgum tugum ára á eftir öðrum Norðurlandabúum í túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausra.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar