Á að skerða ferðafrelsi? Katrín Jakobsdóttir skrifar 2. desember 2014 07:00 Á næstu dögum hyggst iðnaðarráðherra leggja fram margboðað frumvarp um náttúrupassa. Samkvæmt fréttum á hver Íslendingur að kaupa passa á 1500 krónur til að fá að horfa á Dettifoss, Gullfoss og hinar náttúruperlurnar sem hingað til hafa verið álitnar sameign þjóðarinnar. Samtök helstu ferðaþjónustuaðila hafa lýst því yfir að þau leggist gegn þessum hugmyndum þar sem nýtt gjald á ferðamenn og eftirlit með þeirri gjaldtöku geti haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Bent hefur verið á að áhrifin af því að selja inn á helstu náttúruperlur Íslands grafi undan þeirri ímynd Íslands sem ósnortið land sem mörgum áratugum hefur verið eytt í að byggja upp. Þá hefur verið gagnrýnt að náttúrupassafyrirkomulagið geri ráð fyrir því að lögreglan eða aðrir aðilar stundi eftirlit við náttúruvætti. Niðurstaða samtaka ferðaþjónustuaðila er að heillavænlegra sé að hækka gistináttaskatt. En þessi rök ferðaþjónustunnar eru ekki einu rökin gegn þessum hugmyndum ráðherrans sem eru mjög á skjön við þær leiðir sem aðrar þjóðir hafa valið til að vernda viðkvæm svæði. Langflestar þjóðir hafa valið að sækja fé í gegnum hið almenna skattkerfi, með farseðlasköttum eða gistináttagjöldum. Náttúrupassinn verður líklega sýnidæmi um séríslenskar „lausnir“, þó ekki endilega til mikils sóma. Mestu máli skiptir þó að þetta sérstaka gjaldtökukerfi, sem mun kosta sitt, mun stangast á við almannarétt sem hefur verið tryggður í íslenskum lögum allt frá Jónsbók og þyrfti að afnema með lagabreytingu ef náttúrupassinn á að verða að veruleika. Með náttúrupassanum hyggst Sjálfstæðisflokkurinn, sem eitt sinn þóttist vera boðberi frelsis, beinlínis skerða ferðafrelsi íslensks almennings, rukka alla fyrir að fara um landið og byggja upp bákn til að hafa eftirlit með skattheimtunni. Þvert á almannarétt hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkt að skerða ferðafrelsi almennings til að geta rukkað fólk um skatt, í raun lagt auðlindagjald á almenning í landinu. Það er því holur hljómur í öllu frelsistali Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að í þessum efnum mun það koma í hlut okkar hinna að verja einstaklingsfrelsið sem Sjálfstæðisflokkurinn þykist standa vörð um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Á næstu dögum hyggst iðnaðarráðherra leggja fram margboðað frumvarp um náttúrupassa. Samkvæmt fréttum á hver Íslendingur að kaupa passa á 1500 krónur til að fá að horfa á Dettifoss, Gullfoss og hinar náttúruperlurnar sem hingað til hafa verið álitnar sameign þjóðarinnar. Samtök helstu ferðaþjónustuaðila hafa lýst því yfir að þau leggist gegn þessum hugmyndum þar sem nýtt gjald á ferðamenn og eftirlit með þeirri gjaldtöku geti haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Bent hefur verið á að áhrifin af því að selja inn á helstu náttúruperlur Íslands grafi undan þeirri ímynd Íslands sem ósnortið land sem mörgum áratugum hefur verið eytt í að byggja upp. Þá hefur verið gagnrýnt að náttúrupassafyrirkomulagið geri ráð fyrir því að lögreglan eða aðrir aðilar stundi eftirlit við náttúruvætti. Niðurstaða samtaka ferðaþjónustuaðila er að heillavænlegra sé að hækka gistináttaskatt. En þessi rök ferðaþjónustunnar eru ekki einu rökin gegn þessum hugmyndum ráðherrans sem eru mjög á skjön við þær leiðir sem aðrar þjóðir hafa valið til að vernda viðkvæm svæði. Langflestar þjóðir hafa valið að sækja fé í gegnum hið almenna skattkerfi, með farseðlasköttum eða gistináttagjöldum. Náttúrupassinn verður líklega sýnidæmi um séríslenskar „lausnir“, þó ekki endilega til mikils sóma. Mestu máli skiptir þó að þetta sérstaka gjaldtökukerfi, sem mun kosta sitt, mun stangast á við almannarétt sem hefur verið tryggður í íslenskum lögum allt frá Jónsbók og þyrfti að afnema með lagabreytingu ef náttúrupassinn á að verða að veruleika. Með náttúrupassanum hyggst Sjálfstæðisflokkurinn, sem eitt sinn þóttist vera boðberi frelsis, beinlínis skerða ferðafrelsi íslensks almennings, rukka alla fyrir að fara um landið og byggja upp bákn til að hafa eftirlit með skattheimtunni. Þvert á almannarétt hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkt að skerða ferðafrelsi almennings til að geta rukkað fólk um skatt, í raun lagt auðlindagjald á almenning í landinu. Það er því holur hljómur í öllu frelsistali Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að í þessum efnum mun það koma í hlut okkar hinna að verja einstaklingsfrelsið sem Sjálfstæðisflokkurinn þykist standa vörð um.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun