Menning hvað? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. júlí 2014 10:00 Þau ummæli Guðbergs Bergssonar í helgarviðtali við Fréttablaðið að íslensk menning sé grunn hafa hrint af stað fjörugri umræðu um íslenska menningu á Facebook-síðum og bloggum. Ýmsir taka ummælin óstinnt upp og benda á að hér þrífist ótrúlega mikið listalíf og við eigum marga listamenn sem séu að gera góða hluti, bæði innanlands og erlendis. Öll umræðan snýst um listir og menningarneyslu svokallaða, sem þýðir aðsókn að listviðburðum, lestur bókmennta og svo framvegis. Þar er allt í miklum blóma samkvæmt umræðunni og ber að fagna því. Menning er þó allt annað og meira en listsköpun og listneysla og væntanlega er Guðbergur meðal annars að vísa til þess með þessari fullyrðingu. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf“. Íslensk orðsifjabók bætir því við að menning sé „þroski hugar og handa; …það að manna einhvern… þróun, efling, siðmenning“. Það er sem sé menning hvernig við umgöngumst hvert annað og landið okkar, það er menning hvaða gildi við kennum börnunum okkar, það er menning að reka gott skóla- og heilbrigðiskerfi og það er meira að segja menning að halda úti fjölmiðlum – jafnvel þótt þar væri aldrei minnst á bókmenntir og listir. Ef við skoðum hugtakið menning í þessu samhengi hljótum við flest að geta orðið sammála um það að víða sé pottur brotinn í íslenskri menningu. Það hlýtur til dæmis að segja sína sögu um menningarstig þjóðarinnar að stjórnmálaflokkar skuli telja það vænlegast til árangurs í kosningum að lofa kjósendum persónulegum ávinningi í stað þess að setja fram heildstæða stefnu um uppbyggingu samfélagsins og – það sem verra er – sópa til sín atkvæðum út á það. Það hlýtur að vekja spurningar um dýpt menningarinnar þegar heilbrigðiskerfið er á heljarþröminni vegna fjársveltis ár eftir ár eftir ár, þegar almannatryggingakerfið hefur ekki bolmagn til að sinna hinum verst settu og þegar skólakerfinu er haldið á horriminni áratugum saman. Það er ekki mikil menningargróska sem birtist í kommentakerfum vefmiðla og Facebook-síðna og maður fyllist ekki beinlínis bjartsýni á menningarástandið í landinu þegar forsætisráðherrann sjálfur svarar rökstuddri gagnrýni með útúrsnúningum og kvörtunum undan loftárásum og innanríkisráðherrann lýgur upp í opið geðið á þjóðinni úr ræðustól Alþingis. Bara svo örfá dæmi séu nefnd af handahófi. Það hlýtur að vera full ástæða til að ræða þessi mál án þess að fólk hópist í skotgrafirnar og líti á hverja gagnrýnisrödd sem persónulega árás á menninguna. Einhver varði þessa einskorðun umræðunnar við listirnar í framhaldi af ummælum Guðbergs með því að segja að listsköpun endurspeglaði menningarstig þjóða og því gæti góð list ekki sprottið upp úr lélegri menningu. Það þarf ekki að kafa djúpt í mannkynssöguna til að sjá að sú fullyrðing stenst ekki. Góð list sprettur oft upp úr andófi gegn lágu menningarstigi og vondri stjórnsýslu og kannski er skýringarinnar á gróskunni í íslenskri listsköpun frekar að leita þar en í því hvað menning þjóðarinnar sé nú á háu stigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Þau ummæli Guðbergs Bergssonar í helgarviðtali við Fréttablaðið að íslensk menning sé grunn hafa hrint af stað fjörugri umræðu um íslenska menningu á Facebook-síðum og bloggum. Ýmsir taka ummælin óstinnt upp og benda á að hér þrífist ótrúlega mikið listalíf og við eigum marga listamenn sem séu að gera góða hluti, bæði innanlands og erlendis. Öll umræðan snýst um listir og menningarneyslu svokallaða, sem þýðir aðsókn að listviðburðum, lestur bókmennta og svo framvegis. Þar er allt í miklum blóma samkvæmt umræðunni og ber að fagna því. Menning er þó allt annað og meira en listsköpun og listneysla og væntanlega er Guðbergur meðal annars að vísa til þess með þessari fullyrðingu. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf“. Íslensk orðsifjabók bætir því við að menning sé „þroski hugar og handa; …það að manna einhvern… þróun, efling, siðmenning“. Það er sem sé menning hvernig við umgöngumst hvert annað og landið okkar, það er menning hvaða gildi við kennum börnunum okkar, það er menning að reka gott skóla- og heilbrigðiskerfi og það er meira að segja menning að halda úti fjölmiðlum – jafnvel þótt þar væri aldrei minnst á bókmenntir og listir. Ef við skoðum hugtakið menning í þessu samhengi hljótum við flest að geta orðið sammála um það að víða sé pottur brotinn í íslenskri menningu. Það hlýtur til dæmis að segja sína sögu um menningarstig þjóðarinnar að stjórnmálaflokkar skuli telja það vænlegast til árangurs í kosningum að lofa kjósendum persónulegum ávinningi í stað þess að setja fram heildstæða stefnu um uppbyggingu samfélagsins og – það sem verra er – sópa til sín atkvæðum út á það. Það hlýtur að vekja spurningar um dýpt menningarinnar þegar heilbrigðiskerfið er á heljarþröminni vegna fjársveltis ár eftir ár eftir ár, þegar almannatryggingakerfið hefur ekki bolmagn til að sinna hinum verst settu og þegar skólakerfinu er haldið á horriminni áratugum saman. Það er ekki mikil menningargróska sem birtist í kommentakerfum vefmiðla og Facebook-síðna og maður fyllist ekki beinlínis bjartsýni á menningarástandið í landinu þegar forsætisráðherrann sjálfur svarar rökstuddri gagnrýni með útúrsnúningum og kvörtunum undan loftárásum og innanríkisráðherrann lýgur upp í opið geðið á þjóðinni úr ræðustól Alþingis. Bara svo örfá dæmi séu nefnd af handahófi. Það hlýtur að vera full ástæða til að ræða þessi mál án þess að fólk hópist í skotgrafirnar og líti á hverja gagnrýnisrödd sem persónulega árás á menninguna. Einhver varði þessa einskorðun umræðunnar við listirnar í framhaldi af ummælum Guðbergs með því að segja að listsköpun endurspeglaði menningarstig þjóða og því gæti góð list ekki sprottið upp úr lélegri menningu. Það þarf ekki að kafa djúpt í mannkynssöguna til að sjá að sú fullyrðing stenst ekki. Góð list sprettur oft upp úr andófi gegn lágu menningarstigi og vondri stjórnsýslu og kannski er skýringarinnar á gróskunni í íslenskri listsköpun frekar að leita þar en í því hvað menning þjóðarinnar sé nú á háu stigi.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun