Menning hvað? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. júlí 2014 10:00 Þau ummæli Guðbergs Bergssonar í helgarviðtali við Fréttablaðið að íslensk menning sé grunn hafa hrint af stað fjörugri umræðu um íslenska menningu á Facebook-síðum og bloggum. Ýmsir taka ummælin óstinnt upp og benda á að hér þrífist ótrúlega mikið listalíf og við eigum marga listamenn sem séu að gera góða hluti, bæði innanlands og erlendis. Öll umræðan snýst um listir og menningarneyslu svokallaða, sem þýðir aðsókn að listviðburðum, lestur bókmennta og svo framvegis. Þar er allt í miklum blóma samkvæmt umræðunni og ber að fagna því. Menning er þó allt annað og meira en listsköpun og listneysla og væntanlega er Guðbergur meðal annars að vísa til þess með þessari fullyrðingu. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf“. Íslensk orðsifjabók bætir því við að menning sé „þroski hugar og handa; …það að manna einhvern… þróun, efling, siðmenning“. Það er sem sé menning hvernig við umgöngumst hvert annað og landið okkar, það er menning hvaða gildi við kennum börnunum okkar, það er menning að reka gott skóla- og heilbrigðiskerfi og það er meira að segja menning að halda úti fjölmiðlum – jafnvel þótt þar væri aldrei minnst á bókmenntir og listir. Ef við skoðum hugtakið menning í þessu samhengi hljótum við flest að geta orðið sammála um það að víða sé pottur brotinn í íslenskri menningu. Það hlýtur til dæmis að segja sína sögu um menningarstig þjóðarinnar að stjórnmálaflokkar skuli telja það vænlegast til árangurs í kosningum að lofa kjósendum persónulegum ávinningi í stað þess að setja fram heildstæða stefnu um uppbyggingu samfélagsins og – það sem verra er – sópa til sín atkvæðum út á það. Það hlýtur að vekja spurningar um dýpt menningarinnar þegar heilbrigðiskerfið er á heljarþröminni vegna fjársveltis ár eftir ár eftir ár, þegar almannatryggingakerfið hefur ekki bolmagn til að sinna hinum verst settu og þegar skólakerfinu er haldið á horriminni áratugum saman. Það er ekki mikil menningargróska sem birtist í kommentakerfum vefmiðla og Facebook-síðna og maður fyllist ekki beinlínis bjartsýni á menningarástandið í landinu þegar forsætisráðherrann sjálfur svarar rökstuddri gagnrýni með útúrsnúningum og kvörtunum undan loftárásum og innanríkisráðherrann lýgur upp í opið geðið á þjóðinni úr ræðustól Alþingis. Bara svo örfá dæmi séu nefnd af handahófi. Það hlýtur að vera full ástæða til að ræða þessi mál án þess að fólk hópist í skotgrafirnar og líti á hverja gagnrýnisrödd sem persónulega árás á menninguna. Einhver varði þessa einskorðun umræðunnar við listirnar í framhaldi af ummælum Guðbergs með því að segja að listsköpun endurspeglaði menningarstig þjóða og því gæti góð list ekki sprottið upp úr lélegri menningu. Það þarf ekki að kafa djúpt í mannkynssöguna til að sjá að sú fullyrðing stenst ekki. Góð list sprettur oft upp úr andófi gegn lágu menningarstigi og vondri stjórnsýslu og kannski er skýringarinnar á gróskunni í íslenskri listsköpun frekar að leita þar en í því hvað menning þjóðarinnar sé nú á háu stigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Þau ummæli Guðbergs Bergssonar í helgarviðtali við Fréttablaðið að íslensk menning sé grunn hafa hrint af stað fjörugri umræðu um íslenska menningu á Facebook-síðum og bloggum. Ýmsir taka ummælin óstinnt upp og benda á að hér þrífist ótrúlega mikið listalíf og við eigum marga listamenn sem séu að gera góða hluti, bæði innanlands og erlendis. Öll umræðan snýst um listir og menningarneyslu svokallaða, sem þýðir aðsókn að listviðburðum, lestur bókmennta og svo framvegis. Þar er allt í miklum blóma samkvæmt umræðunni og ber að fagna því. Menning er þó allt annað og meira en listsköpun og listneysla og væntanlega er Guðbergur meðal annars að vísa til þess með þessari fullyrðingu. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf“. Íslensk orðsifjabók bætir því við að menning sé „þroski hugar og handa; …það að manna einhvern… þróun, efling, siðmenning“. Það er sem sé menning hvernig við umgöngumst hvert annað og landið okkar, það er menning hvaða gildi við kennum börnunum okkar, það er menning að reka gott skóla- og heilbrigðiskerfi og það er meira að segja menning að halda úti fjölmiðlum – jafnvel þótt þar væri aldrei minnst á bókmenntir og listir. Ef við skoðum hugtakið menning í þessu samhengi hljótum við flest að geta orðið sammála um það að víða sé pottur brotinn í íslenskri menningu. Það hlýtur til dæmis að segja sína sögu um menningarstig þjóðarinnar að stjórnmálaflokkar skuli telja það vænlegast til árangurs í kosningum að lofa kjósendum persónulegum ávinningi í stað þess að setja fram heildstæða stefnu um uppbyggingu samfélagsins og – það sem verra er – sópa til sín atkvæðum út á það. Það hlýtur að vekja spurningar um dýpt menningarinnar þegar heilbrigðiskerfið er á heljarþröminni vegna fjársveltis ár eftir ár eftir ár, þegar almannatryggingakerfið hefur ekki bolmagn til að sinna hinum verst settu og þegar skólakerfinu er haldið á horriminni áratugum saman. Það er ekki mikil menningargróska sem birtist í kommentakerfum vefmiðla og Facebook-síðna og maður fyllist ekki beinlínis bjartsýni á menningarástandið í landinu þegar forsætisráðherrann sjálfur svarar rökstuddri gagnrýni með útúrsnúningum og kvörtunum undan loftárásum og innanríkisráðherrann lýgur upp í opið geðið á þjóðinni úr ræðustól Alþingis. Bara svo örfá dæmi séu nefnd af handahófi. Það hlýtur að vera full ástæða til að ræða þessi mál án þess að fólk hópist í skotgrafirnar og líti á hverja gagnrýnisrödd sem persónulega árás á menninguna. Einhver varði þessa einskorðun umræðunnar við listirnar í framhaldi af ummælum Guðbergs með því að segja að listsköpun endurspeglaði menningarstig þjóða og því gæti góð list ekki sprottið upp úr lélegri menningu. Það þarf ekki að kafa djúpt í mannkynssöguna til að sjá að sú fullyrðing stenst ekki. Góð list sprettur oft upp úr andófi gegn lágu menningarstigi og vondri stjórnsýslu og kannski er skýringarinnar á gróskunni í íslenskri listsköpun frekar að leita þar en í því hvað menning þjóðarinnar sé nú á háu stigi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun