Þjónustubærinn Garðabær Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir skrifar 30. maí 2014 11:40 Ég er í 2. sæti fyrir Framsókn í Garðabæ, býð fram krafta mína fyrir bæjarfélagið mitt. Mín hugðarefni eru einkum þjónusta við fólkið, sérstaklega við börn og þá sem eldri eru. Garðabær er sannkallaður þjónustubær, en betur má ef duga skal. Þó nokkur tekjuafgangur er hjá sveitafélaginu og ætti að nýta hann til enn betri þjónustu við bæjarbúa. Auka þarf frístundamöguleika fyrir eldra fólk og þá í samvinnu við það. Mikið er um fallega göngustíga og lítil og smekkleg útivistarsvæði. Bæta mætti við bekkjum á fjölda staða og er ég viss um að útivist myndi aukast meðal eldri borgara og jafnvel smábarnafjölskyldna ef hægt væri að setjast, hvíla lúin bein og njóta. Ekki væri verra að koma upp almenningsalerni sérstaklega með eldra fólk í huga. Einnig eru hundaeigendur mun duglegri við að tína upp eftir hunda sína ef fleiri ruslafötur eru sýnilegar. Æskilegt er að einstaka grænt svæði væri lokað fjórfættlingum m.a. vegna fuglalífs og lögð áhersla á sérstök hundasvæði í staðin. Til að bæir blómstri þarf að huga vel að samgönguleiðum til og frá bænum sem þurfa að vera greiðfærar, almenningssamgöngur verða að virka vel á milli bæjarhluta með frístundir og skóla í huga. Í því tilliti ber að hafa þarfir notenda að leiðarljósi þannig að samgöngur séu fyrir hendi á þeim tímum sem þörf er á. Fyrir marga, sérstaklega börn og eldri skýrist hluti lífsgæða af almenningssamgöngum sem virka og treysta má á. Leikskólarnir okkar eru góðir og fer þar fram fjölbreytt starfsemi og er þróunarverkefnið Námsbók barnsins jákvætt dæmi um það og getur verið mikill stuðningur í þroskaferlinu. Mikilvægt er að sinna þörf og eftirspurn með því að bæta við plássum í eldri hluta bæjarins þar sem foreldrar vilja oftast að börnin séu ekki of langt frá heimilinu. Heilbrigðisþjónusta bæjarins er góð en margir hafa áhyggjur af vöntun á sérfræðingum og úrræðum hjá félagsþjónustunni. Að hlusta á íbúa og hafa upplýsingaflæði frá stjórnsýslu aðgengilegt og skýrt er eitt af aðalstólpum góðs samfélags. Garðabær bærinn okkar byggist á íbúavænu umhverfi sem hlúa ber að, bær þar sem allir aldurshópar geta notið sín í skjóli þeirrar þjónustu sem bærinn á að hafa mikinn metnað til að veita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er í 2. sæti fyrir Framsókn í Garðabæ, býð fram krafta mína fyrir bæjarfélagið mitt. Mín hugðarefni eru einkum þjónusta við fólkið, sérstaklega við börn og þá sem eldri eru. Garðabær er sannkallaður þjónustubær, en betur má ef duga skal. Þó nokkur tekjuafgangur er hjá sveitafélaginu og ætti að nýta hann til enn betri þjónustu við bæjarbúa. Auka þarf frístundamöguleika fyrir eldra fólk og þá í samvinnu við það. Mikið er um fallega göngustíga og lítil og smekkleg útivistarsvæði. Bæta mætti við bekkjum á fjölda staða og er ég viss um að útivist myndi aukast meðal eldri borgara og jafnvel smábarnafjölskyldna ef hægt væri að setjast, hvíla lúin bein og njóta. Ekki væri verra að koma upp almenningsalerni sérstaklega með eldra fólk í huga. Einnig eru hundaeigendur mun duglegri við að tína upp eftir hunda sína ef fleiri ruslafötur eru sýnilegar. Æskilegt er að einstaka grænt svæði væri lokað fjórfættlingum m.a. vegna fuglalífs og lögð áhersla á sérstök hundasvæði í staðin. Til að bæir blómstri þarf að huga vel að samgönguleiðum til og frá bænum sem þurfa að vera greiðfærar, almenningssamgöngur verða að virka vel á milli bæjarhluta með frístundir og skóla í huga. Í því tilliti ber að hafa þarfir notenda að leiðarljósi þannig að samgöngur séu fyrir hendi á þeim tímum sem þörf er á. Fyrir marga, sérstaklega börn og eldri skýrist hluti lífsgæða af almenningssamgöngum sem virka og treysta má á. Leikskólarnir okkar eru góðir og fer þar fram fjölbreytt starfsemi og er þróunarverkefnið Námsbók barnsins jákvætt dæmi um það og getur verið mikill stuðningur í þroskaferlinu. Mikilvægt er að sinna þörf og eftirspurn með því að bæta við plássum í eldri hluta bæjarins þar sem foreldrar vilja oftast að börnin séu ekki of langt frá heimilinu. Heilbrigðisþjónusta bæjarins er góð en margir hafa áhyggjur af vöntun á sérfræðingum og úrræðum hjá félagsþjónustunni. Að hlusta á íbúa og hafa upplýsingaflæði frá stjórnsýslu aðgengilegt og skýrt er eitt af aðalstólpum góðs samfélags. Garðabær bærinn okkar byggist á íbúavænu umhverfi sem hlúa ber að, bær þar sem allir aldurshópar geta notið sín í skjóli þeirrar þjónustu sem bærinn á að hafa mikinn metnað til að veita.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar