Fall rúblunnar stöðvar sölu fyrir milljarða til Rússlands Haraldur Guðmundsson skrifar 17. desember 2014 07:00 Nærri helmingur alls makríls er seldur til Rússlands. Vísir/óskar Útlit er fyrir að útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands stöðvist vegna efnahagsástandsins þar í landi. Óvissa er um framhaldið og hvort fiskútflytjendur fái greitt fyrir vörur sem þegar eru farnar frá landinu. „Það er alveg ljóst að fallið á rúblunni núna mun endanlega stöðva útflutning til Rússlands. Við sendum tiltölulega lítið þangað í nóvember og desember og þá einungis á fyrirtæki sem við treystum mjög vel,“ segir Teitur Gylfason, sölustjóri uppsjávarfisks Iceland Seafood. „Við munum ekki flytja neitt meira út fyrr en í fyrsta lagi upp úr miðjum janúar. Við eigum tiltölulega lítið útistandandi þarna en svo er spurning hvað gerist eftir þennan svarta þriðjudag í Rússlandi,“ segir Teitur og vísar í fréttir síðustu daga af neyðaraðgerðum rússneskra yfirvalda vegna áframhaldandi falls rúblunnar.Teitur GylfasonÍslenskir fiskútflytjendur selja mikið af uppsjávarfiski, eins og síld, makríl og loðnu, til rússneskra fyrirtækja. Samkvæmt nýlegri skýrslu Íslandsbanka keyptu Rússar uppsjávarfisk héðan fyrir tæpa 16 milljarða króna á síðasta ári. Það ár var flutt út meira magn sjávarafurða til Rússlands en nokkurs annars lands. Gengi rúblunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur fallið um rúm 50 prósent á árinu en Rússar greiða fyrirtækjum hér í flestum tilvikum með dölum. „Við höfum reynt að senda ekki mikið upp á síðkastið því það eru kúnnar þarna sem skulda okkur og það er erfitt að fá borgað á meðan ástandið er svona. Við verðum að hinkra og sjá og erum ekkert að fara að skipa neitt út eins og þetta er núna. Við ætlum að reyna að sjá hvað skeður,“ segir Jón Helgason, sölustjóri uppsjávarfisks HB Granda. Teitur bendir einnig á að loðnuvertíðin sé fram undan en um 50 prósent af frystri loðnu fara á Rússlandsmarkað. „Það er ljóst að Rússar eru að horfast í augu við mikla erfiðleika en við höfum nú farið í gegnum svona hrun með þessum þjóðum í Austur-Evrópu áður og alltaf komist út úr því. En það er ljóst að menn þurfa að sýna þolinmæði,“ segir Teitur. Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Útlit er fyrir að útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands stöðvist vegna efnahagsástandsins þar í landi. Óvissa er um framhaldið og hvort fiskútflytjendur fái greitt fyrir vörur sem þegar eru farnar frá landinu. „Það er alveg ljóst að fallið á rúblunni núna mun endanlega stöðva útflutning til Rússlands. Við sendum tiltölulega lítið þangað í nóvember og desember og þá einungis á fyrirtæki sem við treystum mjög vel,“ segir Teitur Gylfason, sölustjóri uppsjávarfisks Iceland Seafood. „Við munum ekki flytja neitt meira út fyrr en í fyrsta lagi upp úr miðjum janúar. Við eigum tiltölulega lítið útistandandi þarna en svo er spurning hvað gerist eftir þennan svarta þriðjudag í Rússlandi,“ segir Teitur og vísar í fréttir síðustu daga af neyðaraðgerðum rússneskra yfirvalda vegna áframhaldandi falls rúblunnar.Teitur GylfasonÍslenskir fiskútflytjendur selja mikið af uppsjávarfiski, eins og síld, makríl og loðnu, til rússneskra fyrirtækja. Samkvæmt nýlegri skýrslu Íslandsbanka keyptu Rússar uppsjávarfisk héðan fyrir tæpa 16 milljarða króna á síðasta ári. Það ár var flutt út meira magn sjávarafurða til Rússlands en nokkurs annars lands. Gengi rúblunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur fallið um rúm 50 prósent á árinu en Rússar greiða fyrirtækjum hér í flestum tilvikum með dölum. „Við höfum reynt að senda ekki mikið upp á síðkastið því það eru kúnnar þarna sem skulda okkur og það er erfitt að fá borgað á meðan ástandið er svona. Við verðum að hinkra og sjá og erum ekkert að fara að skipa neitt út eins og þetta er núna. Við ætlum að reyna að sjá hvað skeður,“ segir Jón Helgason, sölustjóri uppsjávarfisks HB Granda. Teitur bendir einnig á að loðnuvertíðin sé fram undan en um 50 prósent af frystri loðnu fara á Rússlandsmarkað. „Það er ljóst að Rússar eru að horfast í augu við mikla erfiðleika en við höfum nú farið í gegnum svona hrun með þessum þjóðum í Austur-Evrópu áður og alltaf komist út úr því. En það er ljóst að menn þurfa að sýna þolinmæði,“ segir Teitur.
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira