Að brúa bilið – séreignarsparnaður til húsnæðiskaupa Ólafur Páll Gunnarsson skrifar 22. maí 2014 07:00 Kaup á íbúðarhúsnæði er ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur á lífsleiðinni. Í augum margra, sérstaklega af yngri kynslóðinni, eru fasteignakaup orðin óyfirstíganlegt verkefni, enda húsnæðisverð hátt í samanburði við kaupmátt. Mikilvægt er því að sýna fyrirhyggju og velta fyrir sér öllum þeim kostum sem bjóðast. Alþingi samþykkti nýverið lagafrumvörp í tengslum við aðgerðir stjórnvalda til lækkunar húsnæðislána og eflingar húsnæðissparnaðar. Fyrir marga duga þessi nýju úrræði (1.500.000 kr. fyrir einstaklinga og 2.250.000 kr. fyrir hjón eða sambúðarfólk) um nýtingu séreignasparnaðar til húsnæðiskaupa ef til vill skammt. Séreignarsparnaðurinn verður aldrei annað en hluti þeirrar fjárhæðar sem safna þarf í útborgun fyrstu íbúðar og því er nauðsynlegt að huga að öðrum sparnaði samhliða.Séreignarsparnaður til húsnæðiskaupa Samkvæmt hinum nýsamþykktum lögum verður fólki heimil skattfrjáls úttekt á séreignarsparnaði sem myndast á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, og heimilt verður að nýta hann til húsnæðiskaupa. Skilyrði er að inneign verði nýtt til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota og að rétthafi sé ekki eigandi íbúðarhúsnæðis þegar heimildin er nýtt. Samkvæmt lögunum takmarkast heimildin við 1.500.000 kr. á hvern einstakling en 2.250.000 kr. fyrir hjón og sambúðarfólk sem uppfyllir skilyrði samsköttunar. Heimildin gildir í fimm ár eða til 30. júní 2019.Séreignarsparnaður greiddur inn á lán Heimildin til að nýta séreignarsparnað til greiðslu inn á lán takmarkast við iðgjöld frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2017. Samkvæmt lögunum má einstaklingur mest greiða 500.000 kr. á almanaksári, eða samtals 1.500.000 kr. en hjón og sambúðarfólk sem uppfylla skilyrði til samsköttunar geta greitt 750.000 kr. á almanaksári, eða 2.250.000 kr. á þriggja ára tímabili. Hjón og sambúðarfólk geta skipt framlaginu sín á milli.Samspil úrræða Hægt verður að nýta bæði úrræðin á þessum þremur árum, það er mögulegt verður að safna fyrir útborgun í tvö ár og greiða svo inn á húsnæðislán í eitt ár eða greiða inn á lán í eitt ár, selja fasteignina og nýta það sem safnast í tvö ár til útborgunar í nýtt húsnæði síðar, en þó ekki eftir 30. júní 2019. Eins og áður segir eru kaup á íbúðarhúsnæði ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur. Með því að nýta úrræði um húsnæðissparnað og hefja reglulegan sparnað samhliða séreignarsparnaði getur leiðin að settu marki orðið mun auðsóttari en ella. Tækifæri kunna að skapast til húsnæðiskaupa sem byðust annars ekki. Með forsjálni, skipulagningu og viðbótarframlagi verður draumurinn um eigið húsnæði ef til vill ekki svo fjarlægur eftir allt saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Kaup á íbúðarhúsnæði er ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur á lífsleiðinni. Í augum margra, sérstaklega af yngri kynslóðinni, eru fasteignakaup orðin óyfirstíganlegt verkefni, enda húsnæðisverð hátt í samanburði við kaupmátt. Mikilvægt er því að sýna fyrirhyggju og velta fyrir sér öllum þeim kostum sem bjóðast. Alþingi samþykkti nýverið lagafrumvörp í tengslum við aðgerðir stjórnvalda til lækkunar húsnæðislána og eflingar húsnæðissparnaðar. Fyrir marga duga þessi nýju úrræði (1.500.000 kr. fyrir einstaklinga og 2.250.000 kr. fyrir hjón eða sambúðarfólk) um nýtingu séreignasparnaðar til húsnæðiskaupa ef til vill skammt. Séreignarsparnaðurinn verður aldrei annað en hluti þeirrar fjárhæðar sem safna þarf í útborgun fyrstu íbúðar og því er nauðsynlegt að huga að öðrum sparnaði samhliða.Séreignarsparnaður til húsnæðiskaupa Samkvæmt hinum nýsamþykktum lögum verður fólki heimil skattfrjáls úttekt á séreignarsparnaði sem myndast á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, og heimilt verður að nýta hann til húsnæðiskaupa. Skilyrði er að inneign verði nýtt til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota og að rétthafi sé ekki eigandi íbúðarhúsnæðis þegar heimildin er nýtt. Samkvæmt lögunum takmarkast heimildin við 1.500.000 kr. á hvern einstakling en 2.250.000 kr. fyrir hjón og sambúðarfólk sem uppfyllir skilyrði samsköttunar. Heimildin gildir í fimm ár eða til 30. júní 2019.Séreignarsparnaður greiddur inn á lán Heimildin til að nýta séreignarsparnað til greiðslu inn á lán takmarkast við iðgjöld frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2017. Samkvæmt lögunum má einstaklingur mest greiða 500.000 kr. á almanaksári, eða samtals 1.500.000 kr. en hjón og sambúðarfólk sem uppfylla skilyrði til samsköttunar geta greitt 750.000 kr. á almanaksári, eða 2.250.000 kr. á þriggja ára tímabili. Hjón og sambúðarfólk geta skipt framlaginu sín á milli.Samspil úrræða Hægt verður að nýta bæði úrræðin á þessum þremur árum, það er mögulegt verður að safna fyrir útborgun í tvö ár og greiða svo inn á húsnæðislán í eitt ár eða greiða inn á lán í eitt ár, selja fasteignina og nýta það sem safnast í tvö ár til útborgunar í nýtt húsnæði síðar, en þó ekki eftir 30. júní 2019. Eins og áður segir eru kaup á íbúðarhúsnæði ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur. Með því að nýta úrræði um húsnæðissparnað og hefja reglulegan sparnað samhliða séreignarsparnaði getur leiðin að settu marki orðið mun auðsóttari en ella. Tækifæri kunna að skapast til húsnæðiskaupa sem byðust annars ekki. Með forsjálni, skipulagningu og viðbótarframlagi verður draumurinn um eigið húsnæði ef til vill ekki svo fjarlægur eftir allt saman.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar