Gerðu eins og ég geri Eva Magnúsdóttir skrifar 22. maí 2014 10:21 Gerðu eins og ég geriÞað skiptir máli hvort við reimum á okkur hlaupaskóna og förum út að hlaupa eða hvort við bjóðum börnunum okkar í kvöldmat á skyndibitastað. Það segir mikið til um það hvernig við erum sem fyrirmyndir. Stundum hefur verið sagt að offita barna og hreyfingarleysi sé foreldravandamál. Við uppskerum nefnilega eins og við sáum. Óvíða hafa börn og fullorðnir jafn mikil tækifæri til þess að hreyfa sig eins og í Mosfellsbæ. Hér er öflugt og fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf sem haldið er uppi af dugmiklum þátttakendum, sjálfboðaliðum og kröftugu foreldrastarfi. Við sjálfstæðismenn metum þetta starf mikils og ætlum áfram að styðja það myndarlega og tryggja að samstarf við íþrótta- og tómstundafélög taki mið af uppeldis-, forvarnar- og félagslegum gildum. Við munum í komandi kosningum leita leiða til að halda þátttökugjöldum barna og unglinga hófstilltum í góðu samstarfi við félögin. Við viljum einnig leggja mikla áherslu á stuðning við afreksíþróttir í samvinnu við íþróttafélög bæjarins en afreksmenn eru fyrirmyndir og draga fleiri iðkendur inn í félögin. Einnig viljum við styðja við verkefni sem mæta óskum barna og unglinga sem finna sig ekki í venjubundnu starfi félaganna.Aðstöðumálin bættÁfram þarf að bæta aðstöðumál og fylgja eftir þeirri vinnu sem sett hefur verið af stað varðandi forgangsröðun framkvæmda við íþróttamannvirki í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélögin. Íþróttasalur er risinn sem gjörbreyta mun aðstöðu fimleikabarna og barna sem stunda bardagaíþróttir. Þessar deildir munu hefja æfingar í nýrri aðstöðu í haust. Á næstu árum verður síðan lokið við að koma upp félagsaðstöðu fyrir Aftureldingu í nýju íþróttahúsi. Hið öfluga íþrótta- og tómstundastarf er mikilvægur þáttur í uppbyggingu heilsueflandi samfélags, sem Mosfellsbær hefur markað sér sérstöðu með, fyrst íslenskra sveitarfélaga. Við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp. Kannanir sýna að fólki finnst best að búa í Mosfellsbæ. Það skiptir máli hverjir stjórna.Fjölnota íþróttahúsFramundan eru verkefni sem snúa að áframhaldandi uppbyggingu tómstundamála hjá bæjarfélaginu. Áfram verður unnið að því að bæta aðstöðu fyrir íþróttir og tómstundir, haldið verður áfram að bæta aðstöðuna við íþróttamiðstöðvarnar í Lágafelli og að Varmá til að auka enn frekar á hreyfingu almennings og efla lýðheilsu bæjarbúa. Fyrir skömmu var skipaður starfshópur sem vinnur að því að þarfagreina og skoða möguleika á því að byggja fjölnota íþróttahús sem nýst gæti fyrir knattspyrnuiðkun og frjálsar íþróttir svo eitthvað sé nefnt. Sjálfstæðismenn hyggjast fylgja eftir niðurstöðu starfshópsins um byggingu á fjölnota íþróttahúsi á næsta kjörtímabili nái þeir kjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Gerðu eins og ég geriÞað skiptir máli hvort við reimum á okkur hlaupaskóna og förum út að hlaupa eða hvort við bjóðum börnunum okkar í kvöldmat á skyndibitastað. Það segir mikið til um það hvernig við erum sem fyrirmyndir. Stundum hefur verið sagt að offita barna og hreyfingarleysi sé foreldravandamál. Við uppskerum nefnilega eins og við sáum. Óvíða hafa börn og fullorðnir jafn mikil tækifæri til þess að hreyfa sig eins og í Mosfellsbæ. Hér er öflugt og fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf sem haldið er uppi af dugmiklum þátttakendum, sjálfboðaliðum og kröftugu foreldrastarfi. Við sjálfstæðismenn metum þetta starf mikils og ætlum áfram að styðja það myndarlega og tryggja að samstarf við íþrótta- og tómstundafélög taki mið af uppeldis-, forvarnar- og félagslegum gildum. Við munum í komandi kosningum leita leiða til að halda þátttökugjöldum barna og unglinga hófstilltum í góðu samstarfi við félögin. Við viljum einnig leggja mikla áherslu á stuðning við afreksíþróttir í samvinnu við íþróttafélög bæjarins en afreksmenn eru fyrirmyndir og draga fleiri iðkendur inn í félögin. Einnig viljum við styðja við verkefni sem mæta óskum barna og unglinga sem finna sig ekki í venjubundnu starfi félaganna.Aðstöðumálin bættÁfram þarf að bæta aðstöðumál og fylgja eftir þeirri vinnu sem sett hefur verið af stað varðandi forgangsröðun framkvæmda við íþróttamannvirki í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélögin. Íþróttasalur er risinn sem gjörbreyta mun aðstöðu fimleikabarna og barna sem stunda bardagaíþróttir. Þessar deildir munu hefja æfingar í nýrri aðstöðu í haust. Á næstu árum verður síðan lokið við að koma upp félagsaðstöðu fyrir Aftureldingu í nýju íþróttahúsi. Hið öfluga íþrótta- og tómstundastarf er mikilvægur þáttur í uppbyggingu heilsueflandi samfélags, sem Mosfellsbær hefur markað sér sérstöðu með, fyrst íslenskra sveitarfélaga. Við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp. Kannanir sýna að fólki finnst best að búa í Mosfellsbæ. Það skiptir máli hverjir stjórna.Fjölnota íþróttahúsFramundan eru verkefni sem snúa að áframhaldandi uppbyggingu tómstundamála hjá bæjarfélaginu. Áfram verður unnið að því að bæta aðstöðu fyrir íþróttir og tómstundir, haldið verður áfram að bæta aðstöðuna við íþróttamiðstöðvarnar í Lágafelli og að Varmá til að auka enn frekar á hreyfingu almennings og efla lýðheilsu bæjarbúa. Fyrir skömmu var skipaður starfshópur sem vinnur að því að þarfagreina og skoða möguleika á því að byggja fjölnota íþróttahús sem nýst gæti fyrir knattspyrnuiðkun og frjálsar íþróttir svo eitthvað sé nefnt. Sjálfstæðismenn hyggjast fylgja eftir niðurstöðu starfshópsins um byggingu á fjölnota íþróttahúsi á næsta kjörtímabili nái þeir kjöri.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar