Við græðum á því Sighvatur Björgvinsson skrifar 12. ágúst 2014 12:00 Íslendingar eru eina Evrópuþjóðin, sem hagnaðist fjárhagslega á hörmungum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þegar önnur þjóðríki í Evrópu voru í rústum og sum gjaldþrota vegna afleiðinga styrjaldarátakanna höfðu Íslendingar eignast sjóði og gátu fyrir þeirra tilstilli hafið endurnýjun á fiskiskipaflota sínum og efnt til framkvæmda, sem önnur Evrópuríki áttu engan kost á að efna til fyrr en mörgum árum síðar. Þegar Bandaríki Norður-Ameríku ákváðu að leggja Evrópuríkjunum, sem í rústum voru, lið til uppbyggingar innviða og atvinnulífs græddum við Íslendingar líka á því. Þrátt fyrir að vera eina Evrópuríkið, sem beinlínis hagnaðist á átökum síðari heimsstyrjaldarinnar, hlaut Ísland samt sem áður hlutfallslega mesta bandaríska aðstoð allra Evrópuríkja. Við græddum sum sé líka allra Evrópuríkja mest á því þegar átökum síðari heimsstyrjaldarinnar lauk.Græddum líka á því Þegar átök kalda stríðsins svo leystu af átök heimsstyrjaldarinnar síðari græddu Íslendingar líka á því. Önnur ríki tóku að sér að ábyrgjast landvarnir og sjálfstæði landsins og báru af því allan kostnað – Íslendingar engan. Bandaríska herstöðin í Keflavík skapaði útvöldum fyrirtækjum með pólitísk tengsl stórgróða, varð jafnframt einhver stærsti vinnustaður Íslendinga ef ekki sá allra stærsti og lagði grunninn að öflugu mannlífi á Suðurnesjum. Samband okkar við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins skóp okkur líka önnur ómetanleg tekjutækifæri – t.d. mjög eftirsótt og ekki auðfengin lendingarleyfi fyrir íslenskar flugvélar í Bandaríkjunum sem lögðu grundvöllinn að stórsókn íslenskra flugfélaga í loftferðaflutningum yfir Atlantshafið til mikils fjárhagslegs ábata fyrir samfélagið. Þá urðu samskiptin við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins enn fremur til þess að íslensk stjórnvöld töldu sig geta sótt stuðning til bandarískra stjórnvalda nánast hvenær sem var til hvers sem var gegn hótunum um brottvísun hersins. Einhvern tíma kemur vonandi að því, að þessi stuðningskrafa Íslendinga á hendur bandarískum stjórnvvöldum gegn hótunum fæst viðurkennd sem veigamikil skýring á sigri Íslendinga í landhelgisdeilunum, sem ávallt hefur verið litið á sem hálfgildings hernaðarsigur íslensku strandgæslunnar einnar og óstuddrar gegn breska sjóveldinu. Þannig græddum við Íslendingar líka á kalda stríðinu – líklegast einir þjóða.Græðum við eitthvað á því? „Græðum við eitthvað á því?“ Þarf nokkurn að undra þótt sú spurning standi ofarlega í hugum þjóðfélagsþegnanna þegar hliðsjón er höfð af þessari söguframvindu. „Græðum við eitthvað á norrænni samvinnu?“ var fyrsta spurning sem ég fékk frá fréttamanni þegar ég tók við formennsku norrænu ráðherranefndarinnar fyrir tuttugu árum. Græðum við eitthvað á þróunaraðstoð?“ var ein af fyrstu spurningunum sem ég fékk þegar ég tók við framkvæmdastjórastarfi hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands fyrir fjórtán árum. Og nú gefst okkur aftur tækifæri til þess „að græða á því“.Að eiga köku og éta. Átökin milli Rússa og vestrænna þjóða vegna Úkraínumálsins hafa orðið til þess, að Rússar hafa bannað innflutning á öllum matvælum frá flestum vestrænum þjóðum – nema Íslendingum. Og þá strax fóru menn auðvitað að velta því fyrir sér hversu marga milljarðatugi Íslendingar gætu grætt á því. Jafnhliða því sem fiskútflytjendur hófu að telja þær tekjur í tugum milljarða, sem væntanlega munu bætast í budduna, lýstu þeir áhyggjum af því, að við kynnum að tapa á öðrum mörkuðum þegar fiskur sá, sem öðrum þjóðum verður bannað að selja Rússum, færi að leita þangað. Þannig munu Íslendingar halda áfram að hagnast á átökum þjóða. Mestur yrði þó hagnaðurinn ef viðskiptabönn yrðu upp tekin gagnvart öllum nema Íslendingum á öðrum mörkuðum líka þangað sem við seljum afurðir. Ef átökin næðu líka þangað. Mestur er ávinningur okkar þó í því að geta á sama tíma bæði átt kökuna og étið hana. Bæði mótmælt áfram framferði Rússa í Úkraínu og hagnast áfram á því að fá einir Evrópuþjóða að selja þeim fisk. Svo er sagt að ekki sé bæði hægt eð éta köku og eiga hana. Það er víst hægt. Það getum við! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru eina Evrópuþjóðin, sem hagnaðist fjárhagslega á hörmungum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þegar önnur þjóðríki í Evrópu voru í rústum og sum gjaldþrota vegna afleiðinga styrjaldarátakanna höfðu Íslendingar eignast sjóði og gátu fyrir þeirra tilstilli hafið endurnýjun á fiskiskipaflota sínum og efnt til framkvæmda, sem önnur Evrópuríki áttu engan kost á að efna til fyrr en mörgum árum síðar. Þegar Bandaríki Norður-Ameríku ákváðu að leggja Evrópuríkjunum, sem í rústum voru, lið til uppbyggingar innviða og atvinnulífs græddum við Íslendingar líka á því. Þrátt fyrir að vera eina Evrópuríkið, sem beinlínis hagnaðist á átökum síðari heimsstyrjaldarinnar, hlaut Ísland samt sem áður hlutfallslega mesta bandaríska aðstoð allra Evrópuríkja. Við græddum sum sé líka allra Evrópuríkja mest á því þegar átökum síðari heimsstyrjaldarinnar lauk.Græddum líka á því Þegar átök kalda stríðsins svo leystu af átök heimsstyrjaldarinnar síðari græddu Íslendingar líka á því. Önnur ríki tóku að sér að ábyrgjast landvarnir og sjálfstæði landsins og báru af því allan kostnað – Íslendingar engan. Bandaríska herstöðin í Keflavík skapaði útvöldum fyrirtækjum með pólitísk tengsl stórgróða, varð jafnframt einhver stærsti vinnustaður Íslendinga ef ekki sá allra stærsti og lagði grunninn að öflugu mannlífi á Suðurnesjum. Samband okkar við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins skóp okkur líka önnur ómetanleg tekjutækifæri – t.d. mjög eftirsótt og ekki auðfengin lendingarleyfi fyrir íslenskar flugvélar í Bandaríkjunum sem lögðu grundvöllinn að stórsókn íslenskra flugfélaga í loftferðaflutningum yfir Atlantshafið til mikils fjárhagslegs ábata fyrir samfélagið. Þá urðu samskiptin við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins enn fremur til þess að íslensk stjórnvöld töldu sig geta sótt stuðning til bandarískra stjórnvalda nánast hvenær sem var til hvers sem var gegn hótunum um brottvísun hersins. Einhvern tíma kemur vonandi að því, að þessi stuðningskrafa Íslendinga á hendur bandarískum stjórnvvöldum gegn hótunum fæst viðurkennd sem veigamikil skýring á sigri Íslendinga í landhelgisdeilunum, sem ávallt hefur verið litið á sem hálfgildings hernaðarsigur íslensku strandgæslunnar einnar og óstuddrar gegn breska sjóveldinu. Þannig græddum við Íslendingar líka á kalda stríðinu – líklegast einir þjóða.Græðum við eitthvað á því? „Græðum við eitthvað á því?“ Þarf nokkurn að undra þótt sú spurning standi ofarlega í hugum þjóðfélagsþegnanna þegar hliðsjón er höfð af þessari söguframvindu. „Græðum við eitthvað á norrænni samvinnu?“ var fyrsta spurning sem ég fékk frá fréttamanni þegar ég tók við formennsku norrænu ráðherranefndarinnar fyrir tuttugu árum. Græðum við eitthvað á þróunaraðstoð?“ var ein af fyrstu spurningunum sem ég fékk þegar ég tók við framkvæmdastjórastarfi hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands fyrir fjórtán árum. Og nú gefst okkur aftur tækifæri til þess „að græða á því“.Að eiga köku og éta. Átökin milli Rússa og vestrænna þjóða vegna Úkraínumálsins hafa orðið til þess, að Rússar hafa bannað innflutning á öllum matvælum frá flestum vestrænum þjóðum – nema Íslendingum. Og þá strax fóru menn auðvitað að velta því fyrir sér hversu marga milljarðatugi Íslendingar gætu grætt á því. Jafnhliða því sem fiskútflytjendur hófu að telja þær tekjur í tugum milljarða, sem væntanlega munu bætast í budduna, lýstu þeir áhyggjum af því, að við kynnum að tapa á öðrum mörkuðum þegar fiskur sá, sem öðrum þjóðum verður bannað að selja Rússum, færi að leita þangað. Þannig munu Íslendingar halda áfram að hagnast á átökum þjóða. Mestur yrði þó hagnaðurinn ef viðskiptabönn yrðu upp tekin gagnvart öllum nema Íslendingum á öðrum mörkuðum líka þangað sem við seljum afurðir. Ef átökin næðu líka þangað. Mestur er ávinningur okkar þó í því að geta á sama tíma bæði átt kökuna og étið hana. Bæði mótmælt áfram framferði Rússa í Úkraínu og hagnast áfram á því að fá einir Evrópuþjóða að selja þeim fisk. Svo er sagt að ekki sé bæði hægt eð éta köku og eiga hana. Það er víst hægt. Það getum við!
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar