Bandarískt afþreyingarefni tröllríður Evrópu Bjarki Ármannsson skrifar 21. júlí 2014 14:25 Bandarískir sjónvarpsþættir á borð við True Detective njóta mun meiri vinsælda í Evrópu en innlent efni. Vísir/AP Evrópsk þátta- og kvikmyndaframleiðsla á ekki roð í þá bandarísku hvað varðar markaðshlutdeild í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópsku athugunarstöðvarinnar á sviði hljóð- og myndmiðlunar. 66,4 prósent alls myndefnis sem sýnt er í bíóhúsum, sjónvarpi og myndleiguþjónustu, allra tölvuleikja og allrar útgefnar tónlistar í Evrópu er nú framleitt í Bandaríkjunum. Hlutdeild evrópskar framleiðslu er aðeins 12,5 prósent. Þessi amalega staða evrópsks afþreyingarefnis í álfunni kemur ef til vill á óvart, ekki síst í ljósi að þess að lönd á borð við Frakkland ýta mjög undir innlenda framleiðslu með talsverðum niðurgreiðslum. Þetta virðist engan veginn duga til að stöðva landvinninga bandaríska skemmtanaiðnaðarins, sem hefur bætt stöðu sína frá árinu 2009. Þá var hlutdeild bandarískrar framleiðslu 57,7 prósent og evrópskrar 17,1. Bandarískir neytendur eru ekkert síður sólgnir í sitt eigið efni en við Evrópubúar. Árið 2012 var einungis 8,2 prósent af efni bandarískrar sjónvarpsdagskráar fjármagnað að öllu eða einhverju leyti í Evrópu. Til samanburðar segir í grein á vef tæknifréttaveitunnar The Register að bandarískt efni sjónvarpsefni taki reglulega upp rúmlega helming af allri dagskrá evrópskra sjónvarpsstöðva. Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evrópsk þátta- og kvikmyndaframleiðsla á ekki roð í þá bandarísku hvað varðar markaðshlutdeild í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópsku athugunarstöðvarinnar á sviði hljóð- og myndmiðlunar. 66,4 prósent alls myndefnis sem sýnt er í bíóhúsum, sjónvarpi og myndleiguþjónustu, allra tölvuleikja og allrar útgefnar tónlistar í Evrópu er nú framleitt í Bandaríkjunum. Hlutdeild evrópskar framleiðslu er aðeins 12,5 prósent. Þessi amalega staða evrópsks afþreyingarefnis í álfunni kemur ef til vill á óvart, ekki síst í ljósi að þess að lönd á borð við Frakkland ýta mjög undir innlenda framleiðslu með talsverðum niðurgreiðslum. Þetta virðist engan veginn duga til að stöðva landvinninga bandaríska skemmtanaiðnaðarins, sem hefur bætt stöðu sína frá árinu 2009. Þá var hlutdeild bandarískrar framleiðslu 57,7 prósent og evrópskrar 17,1. Bandarískir neytendur eru ekkert síður sólgnir í sitt eigið efni en við Evrópubúar. Árið 2012 var einungis 8,2 prósent af efni bandarískrar sjónvarpsdagskráar fjármagnað að öllu eða einhverju leyti í Evrópu. Til samanburðar segir í grein á vef tæknifréttaveitunnar The Register að bandarískt efni sjónvarpsefni taki reglulega upp rúmlega helming af allri dagskrá evrópskra sjónvarpsstöðva.
Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent