Volkswagen skrúfar niður áætlanir í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2014 13:45 Volkswagen CC. Volkswagen hafði uppi metnaðrafullar áætlanir um sölu bíla sinna í Bandaríkjunum, sem voru liður í áætlun félagsins að verða stærsti bílaframleiðandi í heimi árið 2018. Þær hafa ekki alveg gengið eftir og 7% minnkun í sölu á síðasta ári og 8,4% minnkun í ár gefa ekki bjartar vonir um að þær áætlanir verði að veruleika. Volkswagen ætlaði að selja 800.000 bíla þar vestra árið 2018, en þá þyrfti fyrirtækið að auka söluna um 100.000 bíla á hverju ári til að það stæðist. Í ljósi þessa dræma gengis undanfarið hefur Volkswagen endurskoðað söluáætlanirnar fyrir Bandaríkin. Haft var eftir stjórnarformanni VW Group, Ferdinand Piech, í nóvember að Volkswagen ætti enn langt í land að skilja bílamarkaðinn í Bandaríkjunum og þar þyrfti að læra margt til að ná árangri. Það hefur nú sannast og viðurkennir Volkswagen að mörg mistök hafi verið gerð. Bílar hafi verið settir á markað vitlaust útbúnir, með of lítið framboð vélarkosta og á of háu verði. Of mikil áhersla hafa verið á að uppfylla eftirspurn og væntingar í Kína og Bandaríkin hafi gleymst örlítið á meðan, en þessu verði kippt í liðinn. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent
Volkswagen hafði uppi metnaðrafullar áætlanir um sölu bíla sinna í Bandaríkjunum, sem voru liður í áætlun félagsins að verða stærsti bílaframleiðandi í heimi árið 2018. Þær hafa ekki alveg gengið eftir og 7% minnkun í sölu á síðasta ári og 8,4% minnkun í ár gefa ekki bjartar vonir um að þær áætlanir verði að veruleika. Volkswagen ætlaði að selja 800.000 bíla þar vestra árið 2018, en þá þyrfti fyrirtækið að auka söluna um 100.000 bíla á hverju ári til að það stæðist. Í ljósi þessa dræma gengis undanfarið hefur Volkswagen endurskoðað söluáætlanirnar fyrir Bandaríkin. Haft var eftir stjórnarformanni VW Group, Ferdinand Piech, í nóvember að Volkswagen ætti enn langt í land að skilja bílamarkaðinn í Bandaríkjunum og þar þyrfti að læra margt til að ná árangri. Það hefur nú sannast og viðurkennir Volkswagen að mörg mistök hafi verið gerð. Bílar hafi verið settir á markað vitlaust útbúnir, með of lítið framboð vélarkosta og á of háu verði. Of mikil áhersla hafa verið á að uppfylla eftirspurn og væntingar í Kína og Bandaríkin hafi gleymst örlítið á meðan, en þessu verði kippt í liðinn.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent