Hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu Jónas Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Hagkvæmni verður sífellt mikilvægara viðmið við rekstur samfélagslegrar þjónustu. Tímaritið Economist sagði nýlega alþjóðlegar skýrslur gefa til kynna að hagkvæmni væri vaxandi leiðarljós við mótun menntastefnu í ríkjum heims. Hið sama á við um heilbrigðisþjónustu. Á komandi árum, þegar meðalaldur fólks fer hækkandi og fjölgar í hópum fólks með fjölþættan heilsuvanda, mun af hagkvæmni heilbrigðiskerfanna ráðast hvort almannasjóðir hafi efni á viðhalda heilsu almennings. Verði rekstur heilbrigðisþjónustunnar ekki eins hagkvæmur og kostur er mun hætta á tvennu: að fólk þurfi að greiða vaxandi hlutfall heilbrigðiskostnaðarins sjálft og að slá þurfi af heilsufarsmarkmiðum landanna.Hagkvæmt íslenskt heilbrigðiskerfi Íslenska heilbrigðiskerfið hefur í alþjóðlegum samanburði hingað til verið metið hagkvæmt. Í viðamiklum rannsóknum, þar sem hagkvæmni er mæld sem tengsl á milli heilsufars (endurspeglast í lífslíkum) og kostnaðar, að teknu tilliti til lífsaðstæðna fólksins á viðkomandi svæði, hefur íslenska heilbrigðiskerfið lengi skorað hátt. Í rannsókn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem gerð var fyrir fimmtán árum, lenti Ísland í 27. sæti af 191 landi. Í rannsókn á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) frá árinu 2010 var Ísland talið státa af 5. hagkvæmasta heilbrigðiskerfinu af 29 kerfum aðildarríkja stofnunarinnar. Hagkvæmnin mælir hversu vel tiltækar auðlindir eru nýttar í heilbrigðisþjónustunni — ekki endilega hversu háum upphæðum er varið í hverju landi. Athyglisvert er að aukin hagkvæmni er oft talin skila meiri árangri í heilsu almennings heldur en aukin útgjöld. Þannig bendir rannsókn á vegum OECD til að auka megi lífslíkur verulega í einstökum löndum með því að nýta óbreyttar fjárhæðir betur en gert er og minnka óhagkvæmni; þannig væri hægt að auka lífslíkur lítillega á Íslandi með þessum hætti, eða um 1 ár, en mun meira í nokkrum öðrum löndum, Slóvakíu, Danmörku, Ungverjalandi og Bandaríkjunum, um 4-5 ár. Til samanburðar er aukning útgjalda um 10% talin geta skilað 3-4 mánaða meiri lífslíkum íbúa í þessum löndum.Ráðist að rótum óhagkvæmninnar Í skýrslu eftir Chisholm og Evans, sem WHO gaf út árið 2010, er bent á nokkrar helstu rætur óhagkvæmni í rekstri heilbrigðiskerfa. Þannig eru hlutföll heilbrigðisstétta í hópi starfsmanna ekki eins og best verði á kosið; samheitalyf eru sögð vannýtt; fjármunum sé eytt í léleg eða fölsuð lyf; aðgerðir, rannsóknir og tæki séu ofnotuð, sem stundum skýrist af greiðslum fyrir einstök verk; mistök séu gerð og ófullnægjandi þjónusta veitt; sjúkrahús séu oft af óhagkvæmri stærð; innlagnir á sjúkrahús séu stundum ómarkvissar og legutími of langur; spilling og svik fyirfinnist. Sumt af þessu rímar vel við skýrslu Boston Consulting Group fyrir velferðarráðuneytið árið 2011. Þar var bent á hvernig breyta þyrfti íslenska heilbrigðiskerfinu til að auka hagkvæmni þess. Bent var á skort á „hliðvörslu“ í kerfinu, aðgangi að dýrustu úrræðum væri lítið stýrt; að greiðslur fyrir hvert læknisverk yllu ofnotkun á þjónustu sérfræðilækna, bráðaþjónustu sjúkrahúsa og móttöku heimilislækna utan dagvinnutíma; skipulag sjúkrahúsa og öldrunarþjónustu væri óhagkvæmt; legutími á sjúkrahúsum væri að meðaltali of langur; notkun á lyfjum í vissum flokkum væri of mikil; skortur væri á áætlanagerð, árangursstjórnun, rafrænum samskiptum og sumum forvörnum. Með breytingum væri hægt að ná meiri árangri með þeim fjármunum sem lagðir eru í íslenska kerfið.Markaðsvæðing er mýrarljós Rétt er að veita því athygli að hvorug þessara rannsókna bendir á einkavæðingu eða markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustu sem leið til aukinnar hagkvæmni. Íslensk heilbrigðisþjónusta er að langstærstum hluta (um 80%) veitt af opinberum stofnunum. Þau lönd sem gengið hafa lengst í einkarekstri heilbrigðisstofnana og markaðsvæðingu hafa, samkvæmt þeim rannsóknum sem nefndar hafa verið, uppskorið mesta óhagkvæmni og lakastan árangur. Kenneth Arrow, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, benti í frægri ritgerð á að upplýsingaójafnvægið milli veitanda og þiggjanda heilbrigðisþjónustu, þar sem annar aðilinn byggi yfir margfalt meiri þekkingu og upplýsingum um afleiðingar og mögulegar meðferðir heldur en hinn, henti illa fyrir einkamarkað. Fræðimennirnir Sigry, Lee og Yu setja í nýlegri grein í Journal of Business Ethics fram spurninguna „Consumer Sovereigny in Health Care: Fact of Fiction?“, og komast að þeirri niðurstöðu að við nútímaaðstæður skorti sjúklinga getu, innri hvöt og möguleika til að velja og hafna heilbrigðisþjónustu; neytendavald í heilbrigðisþjónustu sé því frekar skáldskapur en veruleiki.Hagkvæm nýting auðlinda er lykill að heilbrigði Núverandi ríkisstjórn sagði í stjórnarsáttmála sínum að þörf væri fyrir stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið „svo tryggja megi betur hagkvæmni og stöðugleika innan kerfisins…“ Eins og hér hefur verið bent á eru ýmsar rætur óhagkvæmni í heilbrigðiskerfum þekktar. Alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki vakti athygli á nokkrum sérkennum íslensks heilbrigðiskerfis sem hamla því að auðlindir nýtist að fullu. Of mikill opinber rekstur kemur þar ekki við sögu, nema síður sé. Mestu skiptir að innlendir hagsmunaaðilar heilbrigðiskerfisins, þ.m.t almenningur, sameinist um að auka hagkvæmni kerfisins og stuðli þannig að hámarksheilbrigði landsmanna á nýrri öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hagkvæmni verður sífellt mikilvægara viðmið við rekstur samfélagslegrar þjónustu. Tímaritið Economist sagði nýlega alþjóðlegar skýrslur gefa til kynna að hagkvæmni væri vaxandi leiðarljós við mótun menntastefnu í ríkjum heims. Hið sama á við um heilbrigðisþjónustu. Á komandi árum, þegar meðalaldur fólks fer hækkandi og fjölgar í hópum fólks með fjölþættan heilsuvanda, mun af hagkvæmni heilbrigðiskerfanna ráðast hvort almannasjóðir hafi efni á viðhalda heilsu almennings. Verði rekstur heilbrigðisþjónustunnar ekki eins hagkvæmur og kostur er mun hætta á tvennu: að fólk þurfi að greiða vaxandi hlutfall heilbrigðiskostnaðarins sjálft og að slá þurfi af heilsufarsmarkmiðum landanna.Hagkvæmt íslenskt heilbrigðiskerfi Íslenska heilbrigðiskerfið hefur í alþjóðlegum samanburði hingað til verið metið hagkvæmt. Í viðamiklum rannsóknum, þar sem hagkvæmni er mæld sem tengsl á milli heilsufars (endurspeglast í lífslíkum) og kostnaðar, að teknu tilliti til lífsaðstæðna fólksins á viðkomandi svæði, hefur íslenska heilbrigðiskerfið lengi skorað hátt. Í rannsókn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem gerð var fyrir fimmtán árum, lenti Ísland í 27. sæti af 191 landi. Í rannsókn á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) frá árinu 2010 var Ísland talið státa af 5. hagkvæmasta heilbrigðiskerfinu af 29 kerfum aðildarríkja stofnunarinnar. Hagkvæmnin mælir hversu vel tiltækar auðlindir eru nýttar í heilbrigðisþjónustunni — ekki endilega hversu háum upphæðum er varið í hverju landi. Athyglisvert er að aukin hagkvæmni er oft talin skila meiri árangri í heilsu almennings heldur en aukin útgjöld. Þannig bendir rannsókn á vegum OECD til að auka megi lífslíkur verulega í einstökum löndum með því að nýta óbreyttar fjárhæðir betur en gert er og minnka óhagkvæmni; þannig væri hægt að auka lífslíkur lítillega á Íslandi með þessum hætti, eða um 1 ár, en mun meira í nokkrum öðrum löndum, Slóvakíu, Danmörku, Ungverjalandi og Bandaríkjunum, um 4-5 ár. Til samanburðar er aukning útgjalda um 10% talin geta skilað 3-4 mánaða meiri lífslíkum íbúa í þessum löndum.Ráðist að rótum óhagkvæmninnar Í skýrslu eftir Chisholm og Evans, sem WHO gaf út árið 2010, er bent á nokkrar helstu rætur óhagkvæmni í rekstri heilbrigðiskerfa. Þannig eru hlutföll heilbrigðisstétta í hópi starfsmanna ekki eins og best verði á kosið; samheitalyf eru sögð vannýtt; fjármunum sé eytt í léleg eða fölsuð lyf; aðgerðir, rannsóknir og tæki séu ofnotuð, sem stundum skýrist af greiðslum fyrir einstök verk; mistök séu gerð og ófullnægjandi þjónusta veitt; sjúkrahús séu oft af óhagkvæmri stærð; innlagnir á sjúkrahús séu stundum ómarkvissar og legutími of langur; spilling og svik fyirfinnist. Sumt af þessu rímar vel við skýrslu Boston Consulting Group fyrir velferðarráðuneytið árið 2011. Þar var bent á hvernig breyta þyrfti íslenska heilbrigðiskerfinu til að auka hagkvæmni þess. Bent var á skort á „hliðvörslu“ í kerfinu, aðgangi að dýrustu úrræðum væri lítið stýrt; að greiðslur fyrir hvert læknisverk yllu ofnotkun á þjónustu sérfræðilækna, bráðaþjónustu sjúkrahúsa og móttöku heimilislækna utan dagvinnutíma; skipulag sjúkrahúsa og öldrunarþjónustu væri óhagkvæmt; legutími á sjúkrahúsum væri að meðaltali of langur; notkun á lyfjum í vissum flokkum væri of mikil; skortur væri á áætlanagerð, árangursstjórnun, rafrænum samskiptum og sumum forvörnum. Með breytingum væri hægt að ná meiri árangri með þeim fjármunum sem lagðir eru í íslenska kerfið.Markaðsvæðing er mýrarljós Rétt er að veita því athygli að hvorug þessara rannsókna bendir á einkavæðingu eða markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustu sem leið til aukinnar hagkvæmni. Íslensk heilbrigðisþjónusta er að langstærstum hluta (um 80%) veitt af opinberum stofnunum. Þau lönd sem gengið hafa lengst í einkarekstri heilbrigðisstofnana og markaðsvæðingu hafa, samkvæmt þeim rannsóknum sem nefndar hafa verið, uppskorið mesta óhagkvæmni og lakastan árangur. Kenneth Arrow, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, benti í frægri ritgerð á að upplýsingaójafnvægið milli veitanda og þiggjanda heilbrigðisþjónustu, þar sem annar aðilinn byggi yfir margfalt meiri þekkingu og upplýsingum um afleiðingar og mögulegar meðferðir heldur en hinn, henti illa fyrir einkamarkað. Fræðimennirnir Sigry, Lee og Yu setja í nýlegri grein í Journal of Business Ethics fram spurninguna „Consumer Sovereigny in Health Care: Fact of Fiction?“, og komast að þeirri niðurstöðu að við nútímaaðstæður skorti sjúklinga getu, innri hvöt og möguleika til að velja og hafna heilbrigðisþjónustu; neytendavald í heilbrigðisþjónustu sé því frekar skáldskapur en veruleiki.Hagkvæm nýting auðlinda er lykill að heilbrigði Núverandi ríkisstjórn sagði í stjórnarsáttmála sínum að þörf væri fyrir stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið „svo tryggja megi betur hagkvæmni og stöðugleika innan kerfisins…“ Eins og hér hefur verið bent á eru ýmsar rætur óhagkvæmni í heilbrigðiskerfum þekktar. Alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki vakti athygli á nokkrum sérkennum íslensks heilbrigðiskerfis sem hamla því að auðlindir nýtist að fullu. Of mikill opinber rekstur kemur þar ekki við sögu, nema síður sé. Mestu skiptir að innlendir hagsmunaaðilar heilbrigðiskerfisins, þ.m.t almenningur, sameinist um að auka hagkvæmni kerfisins og stuðli þannig að hámarksheilbrigði landsmanna á nýrri öld.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun