Nubo snýr sér til Noregs 13. febrúar 2014 08:32 Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo sem lengi hefur haft það á prjónunum að byggja upp ferðamannastað á Grímsstöðum á fjöllum, virðist nú vera að beina athyglinni til Noregs. Rætt er við Nubo á vefsíðu Bloomberg fréttaveitunnar og þar segir að hann sé í viðræðum um að kaupa hótel í Osló og að hann sé að leita að frekari fjárfestingarmöguleikum öðrum norskum borgum í ljósi þess að ekkert þokast í samkomulagsátt hvað varðar Grímsstaði á Fjöllum. Hann segist áforma að fjárfesta í Noregi fyrir allt að hundrað milljónir bandaríkjadala, eða um ellefu milljarða íslenskra króna. Nubo segir að ferðamannaiðnaðurinn í Noregi sé sennilega þroskaðri en á Íslandi. Nubo virðist þó ekki hafa gefið Ísland alveg upp á bátinn og segir að markmiðið sé að hefja uppbyggingu í einu eða tveimur norrænum löndum og færa sig síðan til Norður Evrópu, á meðan geti hann svo beðið eftir Íslandi, eins og það er orðað. Nubo gagnrýnir löndin í Norður Evrópu í viðtalinu og segir þau enn mjög íhaldssöm. Þar líti menn á kínverska fjárfesta sem nýríka kaupahéðna sem vilji kaupa allt, strax. Þá kemur einnig fram að á dögunum styrki hann KODE listasafnið í Bergen um tæpar tvær milljónir Bandaríkjadala gegn því að marmarasúlur sem eitt sinn stóðu í Gömlu Sumarhöllinni í Pekíng yrðu fluttar aftur til Kína. Það verður gert í september næstkomandi og verður þeim komið fyrir á safni Háskólans í Peking, þaðan sem Nubo útskrifaðist á sínum tíma. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo sem lengi hefur haft það á prjónunum að byggja upp ferðamannastað á Grímsstöðum á fjöllum, virðist nú vera að beina athyglinni til Noregs. Rætt er við Nubo á vefsíðu Bloomberg fréttaveitunnar og þar segir að hann sé í viðræðum um að kaupa hótel í Osló og að hann sé að leita að frekari fjárfestingarmöguleikum öðrum norskum borgum í ljósi þess að ekkert þokast í samkomulagsátt hvað varðar Grímsstaði á Fjöllum. Hann segist áforma að fjárfesta í Noregi fyrir allt að hundrað milljónir bandaríkjadala, eða um ellefu milljarða íslenskra króna. Nubo segir að ferðamannaiðnaðurinn í Noregi sé sennilega þroskaðri en á Íslandi. Nubo virðist þó ekki hafa gefið Ísland alveg upp á bátinn og segir að markmiðið sé að hefja uppbyggingu í einu eða tveimur norrænum löndum og færa sig síðan til Norður Evrópu, á meðan geti hann svo beðið eftir Íslandi, eins og það er orðað. Nubo gagnrýnir löndin í Norður Evrópu í viðtalinu og segir þau enn mjög íhaldssöm. Þar líti menn á kínverska fjárfesta sem nýríka kaupahéðna sem vilji kaupa allt, strax. Þá kemur einnig fram að á dögunum styrki hann KODE listasafnið í Bergen um tæpar tvær milljónir Bandaríkjadala gegn því að marmarasúlur sem eitt sinn stóðu í Gömlu Sumarhöllinni í Pekíng yrðu fluttar aftur til Kína. Það verður gert í september næstkomandi og verður þeim komið fyrir á safni Háskólans í Peking, þaðan sem Nubo útskrifaðist á sínum tíma.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira