Verðmætin á netinu sífellt eftirsóttari Freyr Bjarnason skrifar 16. apríl 2014 07:00 Fjármála- og efnahagsráðuneytið vekur athygli á mikilvægi rafrænna auðkenna í tilkynningu sinni. Fréttablaðið/Valli Öryggisveilan Heartbleed, sem tilkynnt var um á dögunum, er alvarleg og snertir alla sem nota netið. Óprúttnir aðilar geta notað hana til að komast yfir lykilorð fólks til að fá þannig aðgang að persónuupplýsingum. Aðspurður segir Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, að um stórt mál sé að ræða eins og megi ráða af viðbrögðum fyrirtækja bæði hér á landi og erlendis. Ekki er langt síðan brotist var inn í tölvukerfi Vodafone með alvarlegum afleiðingum og virðast mál sem tengjast netöryggi verða sífellt algengari. Oft á tíðum er fólk með sama eða svipað lykilorð á mörgum stöðum og getur því verið nóg að eitthvað komi upp á einum stað sem hefur svo keðjuverkandi áhrif sem ógnar öðrum svæðum. Haraldur segir áhuga aðila á því að komast yfir upplýsingar verða sífellt meiri. „Við erum að setja svo mikið af upplýsingum á netið að það fer að verða hagur af því að komast yfir þau verðmæti, hvort sem það eru netbankar, upplýsingar eða eitthvað annað. Þess vegna er heill iðnaður í því að reyna að komast yfir upplýsingar og því meira sem við setjum á netið því fleiri munu reyna að sækja í þær.“ Hvað Heartbleed-veiluna varðar þá kom í ljós að galli var til staðar í kerfi sem nefnist Open SSL. Hann var þar í ákveðinn tíma sem þýðir að óprúttnir aðilar hefðu getað nýtt sér hann. Fólk hefur verið hvatt til að kynna sér hvort veilan hafi verið hjá þjónustuaðilum sem það sendir persónuleg gögn. Hafi veilan verið í kerfinu er það hvatt til að skipta um lykilorð þegar búið er að laga veiluna. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu er vakin athygli á mikilvægi rafrænna auðkenna, í ljósi umræðunnar um netöryggi. „Rafræn skilríki veita hæsta öryggi sem í boði er á Íslandi, en það er meðal annars fólgið í því að notendanöfn og lykilorð eru hvergi geymd miðlægt. Í nýlegri skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins ADMON (PDF 1 MB) um mat á öryggi rafrænna auðkenna eru rafræn skilríki öruggasta almenna rafræna auðkenningin sem í boði er hér á landi,“ segir í tilkynningunni.Fimm ráð frá Haraldi varðandi lykilorð:1. Ekki nota persónutengdar upplýsingar eins og kennitölur.2. Eitt algengasta lykilorðið á netinu er 123456. Ekki nota það.3. Best er að skipta reglulega um notendanöfn og lykilorð.4. Ekki nota sama lykilorð á mörgum stöðum. Til dæmis fyrir þjónustu á netinu sem þér er nokkuð sama um og fyrir þjónustu sem skiptir þig meira máli, eins og netbanka.5. Best er að nota rafræn skilríki á Íslandi þar sem sú þjónusta er í boði. Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Öryggisveilan Heartbleed, sem tilkynnt var um á dögunum, er alvarleg og snertir alla sem nota netið. Óprúttnir aðilar geta notað hana til að komast yfir lykilorð fólks til að fá þannig aðgang að persónuupplýsingum. Aðspurður segir Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, að um stórt mál sé að ræða eins og megi ráða af viðbrögðum fyrirtækja bæði hér á landi og erlendis. Ekki er langt síðan brotist var inn í tölvukerfi Vodafone með alvarlegum afleiðingum og virðast mál sem tengjast netöryggi verða sífellt algengari. Oft á tíðum er fólk með sama eða svipað lykilorð á mörgum stöðum og getur því verið nóg að eitthvað komi upp á einum stað sem hefur svo keðjuverkandi áhrif sem ógnar öðrum svæðum. Haraldur segir áhuga aðila á því að komast yfir upplýsingar verða sífellt meiri. „Við erum að setja svo mikið af upplýsingum á netið að það fer að verða hagur af því að komast yfir þau verðmæti, hvort sem það eru netbankar, upplýsingar eða eitthvað annað. Þess vegna er heill iðnaður í því að reyna að komast yfir upplýsingar og því meira sem við setjum á netið því fleiri munu reyna að sækja í þær.“ Hvað Heartbleed-veiluna varðar þá kom í ljós að galli var til staðar í kerfi sem nefnist Open SSL. Hann var þar í ákveðinn tíma sem þýðir að óprúttnir aðilar hefðu getað nýtt sér hann. Fólk hefur verið hvatt til að kynna sér hvort veilan hafi verið hjá þjónustuaðilum sem það sendir persónuleg gögn. Hafi veilan verið í kerfinu er það hvatt til að skipta um lykilorð þegar búið er að laga veiluna. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu er vakin athygli á mikilvægi rafrænna auðkenna, í ljósi umræðunnar um netöryggi. „Rafræn skilríki veita hæsta öryggi sem í boði er á Íslandi, en það er meðal annars fólgið í því að notendanöfn og lykilorð eru hvergi geymd miðlægt. Í nýlegri skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins ADMON (PDF 1 MB) um mat á öryggi rafrænna auðkenna eru rafræn skilríki öruggasta almenna rafræna auðkenningin sem í boði er hér á landi,“ segir í tilkynningunni.Fimm ráð frá Haraldi varðandi lykilorð:1. Ekki nota persónutengdar upplýsingar eins og kennitölur.2. Eitt algengasta lykilorðið á netinu er 123456. Ekki nota það.3. Best er að skipta reglulega um notendanöfn og lykilorð.4. Ekki nota sama lykilorð á mörgum stöðum. Til dæmis fyrir þjónustu á netinu sem þér er nokkuð sama um og fyrir þjónustu sem skiptir þig meira máli, eins og netbanka.5. Best er að nota rafræn skilríki á Íslandi þar sem sú þjónusta er í boði.
Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira