Ekki vera fýlupoki – virkt íbúalýðræði í Reykjavík! Heiðar Ingi Svansson skrifar 27. maí 2014 09:59 Flest erum við örugglega sammála um að við viljum sem einstaklingar, hafa meira að segja um þær ákvarðanir sem eru teknar og snerta okkar nærumhverfi. Við viljum vera með í ráðum og vera spurð hvaða þjónustu eða framkvæmdir við teljum mikilvægast að ráðist sé í. Með ákvörðun núverandi meirihluta í Reykjavík um brautargengi verkefnisins Betra Hverfi, hafa íbúar átt þess kost s.l. fjögur ár að kjósa um forgangsröðun framkvæmda og viðhalds í sínu hverfi í gegnum rafrænt kosningakerfi á vef Reykjavíkurborgar. Þannig að í staðinn fyrir að það séu kjörnir fulltrúar eða embættismenn borgarinnar sem taka allar ákvarðanir er valdið fært til íbúanna sjálfra. Í ár kusu Reykvíkingar 78 verkefni víðsvegar um borgina og er áætlað að þau komi til framkvæmda á þessu ári. Í ár kusu alls 5.505 manns sem er 5,7% af íbúum sem hafa kosningarrétt samkvæmt þjóðskrá. Samanlögð upphæð þessara verkefna sem íbúarnir tóku ákvarðanir um í ár, er 295 milljónir en sé upphæðin lögð saman fyrir árin 2010 – 2013 þá er hún 850 milljónir. Það að 5.505 íbúar, sem þekkja sitt nærumhverfi best, hafi ákvarðað hvernig þessum 295 milljónum var ráðstafað í ár er að mínu viti töluvert betra heldur en fyrra fyrirkomulag þar sem einstaka embættismenn eða kjörnir fulltrúar, höfðu þetta vald. Aðferðin er alls ekki gallalaus en hún er samt miklu betri heldur en ef þátttaka hefði verið á opnum íbúafundum þar sem kosið hefði verið um þetta. Reynið bara að ímynda ykkur íbúafundi þar sem 5.505 manns mæta til að greiða atkvæði. Ein helsta gagnrýnin sem komið hefur fram á þetta mikilvæga skref í átt að betra íbúalýðræði er að verkefnin sem fólk á kost á að kjósa um séu ekki nógu stór og merkileg. Nær væri að færa stærri og mikilvægari verkefni til fólksins með beinum íbúakosningum t.d. ýmis verkefni sem tengjast skipulagsmálum, samgöngu- og gatnakerfi, skólamálum o.s.frv. Ekki er þetta nú mjög efnisleg og uppbyggileg gagnrýni. Heldur meira svona tuð ofan í bringu, helst frá þeim sem ekki vilja sleppa tökunum á þeim fjármunum sem íbúarnir ráðstafa núna sjálfir. Og þar erum við komin að kjarna málsins. Íbúalýðræði snýst nefnilega um það hvaða verkefnum við veitum kjörnum fulltrúum umboð til að taka ákvarðanir um og hvaða verkefni íbúarnir eiga sjálfir að taka ákvarðanir um. Um þetta á umræðan um íbúalýðræði að snúast. Þess vegna skiptir máli að taka ábyrgð og fylkja okkur um þau verkefni sem okkur er treyst fyrir núna því að ef að vel tekst til með þau er mun líklegra að okkur verði treyst fyrir fleiri verkefnum. En til þess að svo megi verða þarf þátttaka að vera meira en 5,7% enda erfitt að sjá mikið lýðræði í því að 5.500 manns taki fyrir okkar allar meiriháttar ákvarðanir m.a. í skipulagsmálum. Þess vegna snýst þetta ekki bara um þau verkefni sem við erum að kjósa um í dag þ.e.a.s. lýsingu við gangbrautir, róluvelli, gróðursetningu á trjám, malbikun, göngustíga, frisbígolfvelli, bekki, ruslafötur, sleðabrekkur, hraðahindranir o.s.frv. Heldur er hér verið að bjóða íbúum í Reykjavík að taka þátt í stærsta og mikilvægasta verkefni á sviði íbúalýðræðis sem nokkurt sveitarfélag á landinu hefur ráðist í. Þetta er lykillinn að því að hægt sé að þróa og útvíkka áfram verkefnið sem Betra Hverfi byggist á. Þátttaka og áhugi á því gefi tilefni til þess. Það að þú sem íbúi í Reykjavík eigir áfram beina hlutdeild í því að ráðstafa 295 milljónum á hverju ári eða 1,1 milljarði á næsta kjörtímabili miðað við sömu upphæð á ári, úr sameiginlegum sjóðum okkar er ekki sjálfsagt. Það eru réttindi sem þér hafa verið færð og það er þitt að segja til um hvort þú viljir halda í þau áfram. Ekki vera fýlupoki og tuða ofan í bringuna á þér. Taktu afstöðu með auknu íbúalýðræði og settu X við Æ í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Flest erum við örugglega sammála um að við viljum sem einstaklingar, hafa meira að segja um þær ákvarðanir sem eru teknar og snerta okkar nærumhverfi. Við viljum vera með í ráðum og vera spurð hvaða þjónustu eða framkvæmdir við teljum mikilvægast að ráðist sé í. Með ákvörðun núverandi meirihluta í Reykjavík um brautargengi verkefnisins Betra Hverfi, hafa íbúar átt þess kost s.l. fjögur ár að kjósa um forgangsröðun framkvæmda og viðhalds í sínu hverfi í gegnum rafrænt kosningakerfi á vef Reykjavíkurborgar. Þannig að í staðinn fyrir að það séu kjörnir fulltrúar eða embættismenn borgarinnar sem taka allar ákvarðanir er valdið fært til íbúanna sjálfra. Í ár kusu Reykvíkingar 78 verkefni víðsvegar um borgina og er áætlað að þau komi til framkvæmda á þessu ári. Í ár kusu alls 5.505 manns sem er 5,7% af íbúum sem hafa kosningarrétt samkvæmt þjóðskrá. Samanlögð upphæð þessara verkefna sem íbúarnir tóku ákvarðanir um í ár, er 295 milljónir en sé upphæðin lögð saman fyrir árin 2010 – 2013 þá er hún 850 milljónir. Það að 5.505 íbúar, sem þekkja sitt nærumhverfi best, hafi ákvarðað hvernig þessum 295 milljónum var ráðstafað í ár er að mínu viti töluvert betra heldur en fyrra fyrirkomulag þar sem einstaka embættismenn eða kjörnir fulltrúar, höfðu þetta vald. Aðferðin er alls ekki gallalaus en hún er samt miklu betri heldur en ef þátttaka hefði verið á opnum íbúafundum þar sem kosið hefði verið um þetta. Reynið bara að ímynda ykkur íbúafundi þar sem 5.505 manns mæta til að greiða atkvæði. Ein helsta gagnrýnin sem komið hefur fram á þetta mikilvæga skref í átt að betra íbúalýðræði er að verkefnin sem fólk á kost á að kjósa um séu ekki nógu stór og merkileg. Nær væri að færa stærri og mikilvægari verkefni til fólksins með beinum íbúakosningum t.d. ýmis verkefni sem tengjast skipulagsmálum, samgöngu- og gatnakerfi, skólamálum o.s.frv. Ekki er þetta nú mjög efnisleg og uppbyggileg gagnrýni. Heldur meira svona tuð ofan í bringu, helst frá þeim sem ekki vilja sleppa tökunum á þeim fjármunum sem íbúarnir ráðstafa núna sjálfir. Og þar erum við komin að kjarna málsins. Íbúalýðræði snýst nefnilega um það hvaða verkefnum við veitum kjörnum fulltrúum umboð til að taka ákvarðanir um og hvaða verkefni íbúarnir eiga sjálfir að taka ákvarðanir um. Um þetta á umræðan um íbúalýðræði að snúast. Þess vegna skiptir máli að taka ábyrgð og fylkja okkur um þau verkefni sem okkur er treyst fyrir núna því að ef að vel tekst til með þau er mun líklegra að okkur verði treyst fyrir fleiri verkefnum. En til þess að svo megi verða þarf þátttaka að vera meira en 5,7% enda erfitt að sjá mikið lýðræði í því að 5.500 manns taki fyrir okkar allar meiriháttar ákvarðanir m.a. í skipulagsmálum. Þess vegna snýst þetta ekki bara um þau verkefni sem við erum að kjósa um í dag þ.e.a.s. lýsingu við gangbrautir, róluvelli, gróðursetningu á trjám, malbikun, göngustíga, frisbígolfvelli, bekki, ruslafötur, sleðabrekkur, hraðahindranir o.s.frv. Heldur er hér verið að bjóða íbúum í Reykjavík að taka þátt í stærsta og mikilvægasta verkefni á sviði íbúalýðræðis sem nokkurt sveitarfélag á landinu hefur ráðist í. Þetta er lykillinn að því að hægt sé að þróa og útvíkka áfram verkefnið sem Betra Hverfi byggist á. Þátttaka og áhugi á því gefi tilefni til þess. Það að þú sem íbúi í Reykjavík eigir áfram beina hlutdeild í því að ráðstafa 295 milljónum á hverju ári eða 1,1 milljarði á næsta kjörtímabili miðað við sömu upphæð á ári, úr sameiginlegum sjóðum okkar er ekki sjálfsagt. Það eru réttindi sem þér hafa verið færð og það er þitt að segja til um hvort þú viljir halda í þau áfram. Ekki vera fýlupoki og tuða ofan í bringuna á þér. Taktu afstöðu með auknu íbúalýðræði og settu X við Æ í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí n.k.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun