Að gildisfella loforðin Benedikt Kristjánsson skrifar 3. mars 2014 13:34 Lýðræði er jafn áhugavert og það er skemmtilegt. Á fjögurra ára fresti þá kjósum við flokka til þess að móta stefnu landsins næstu fjögur árin. Þetta fyrirkomulag er tiltölulega nýtt í mannkynssögunni, ferlið er þannig að talsmenn flokksins segja okkur hvað þeir ætla að gera og ef okkur lýst á það, þá kjósum við þá. Já, þetta lýðræði er dásamlegt. En hvað gerist þegar við kjósum á þing menn sem segjast ætla að gera eitthvað, en gerir nákvæmlega öfugt við það sem þeir lofa? Það er lítið hægt að gera, flokkurinn hefur völdin. Já, það er víst leyfilegt að ljúga í kosningabaráttunni, enda eina refsingin sem þú getur beitt gagnvart flokknum er að ekki kjósa hann í næstu kosningum. Þangað til getur hann gert það sem honum sýnist. Þetta er ekki fýsilegt fyrirkomulag að mínu mati. Eina sem þetta gerir er að gildisfella hugtakið "kosningaloforð". Það er ekki lengur forsendan fyrir því að við skulum kjósa flokka, þetta er orðið innihaldslaus orðagjálfur sem flokkar og menn koma með til þess eins að fá völd upp í hendurnar. Hefur fólkið eitthvað vopn gegn þessum óvætti? Þau eru fá og bitlaus í leiðinni. Það sem við getum hins vegar gert er að mótmæla og láta í okkur heyra. Við skulum rísa upp og ekki gefa þeim sem svíkja loforð frið. Ég hvet fólk til að mæta á samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 8. mars næstkomandi. Látum ríkisstjórnina vita að við hættum ekki fyrr en þeir efna loforð sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræði er jafn áhugavert og það er skemmtilegt. Á fjögurra ára fresti þá kjósum við flokka til þess að móta stefnu landsins næstu fjögur árin. Þetta fyrirkomulag er tiltölulega nýtt í mannkynssögunni, ferlið er þannig að talsmenn flokksins segja okkur hvað þeir ætla að gera og ef okkur lýst á það, þá kjósum við þá. Já, þetta lýðræði er dásamlegt. En hvað gerist þegar við kjósum á þing menn sem segjast ætla að gera eitthvað, en gerir nákvæmlega öfugt við það sem þeir lofa? Það er lítið hægt að gera, flokkurinn hefur völdin. Já, það er víst leyfilegt að ljúga í kosningabaráttunni, enda eina refsingin sem þú getur beitt gagnvart flokknum er að ekki kjósa hann í næstu kosningum. Þangað til getur hann gert það sem honum sýnist. Þetta er ekki fýsilegt fyrirkomulag að mínu mati. Eina sem þetta gerir er að gildisfella hugtakið "kosningaloforð". Það er ekki lengur forsendan fyrir því að við skulum kjósa flokka, þetta er orðið innihaldslaus orðagjálfur sem flokkar og menn koma með til þess eins að fá völd upp í hendurnar. Hefur fólkið eitthvað vopn gegn þessum óvætti? Þau eru fá og bitlaus í leiðinni. Það sem við getum hins vegar gert er að mótmæla og láta í okkur heyra. Við skulum rísa upp og ekki gefa þeim sem svíkja loforð frið. Ég hvet fólk til að mæta á samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 8. mars næstkomandi. Látum ríkisstjórnina vita að við hættum ekki fyrr en þeir efna loforð sín.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun