Að gildisfella loforðin Benedikt Kristjánsson skrifar 3. mars 2014 13:34 Lýðræði er jafn áhugavert og það er skemmtilegt. Á fjögurra ára fresti þá kjósum við flokka til þess að móta stefnu landsins næstu fjögur árin. Þetta fyrirkomulag er tiltölulega nýtt í mannkynssögunni, ferlið er þannig að talsmenn flokksins segja okkur hvað þeir ætla að gera og ef okkur lýst á það, þá kjósum við þá. Já, þetta lýðræði er dásamlegt. En hvað gerist þegar við kjósum á þing menn sem segjast ætla að gera eitthvað, en gerir nákvæmlega öfugt við það sem þeir lofa? Það er lítið hægt að gera, flokkurinn hefur völdin. Já, það er víst leyfilegt að ljúga í kosningabaráttunni, enda eina refsingin sem þú getur beitt gagnvart flokknum er að ekki kjósa hann í næstu kosningum. Þangað til getur hann gert það sem honum sýnist. Þetta er ekki fýsilegt fyrirkomulag að mínu mati. Eina sem þetta gerir er að gildisfella hugtakið "kosningaloforð". Það er ekki lengur forsendan fyrir því að við skulum kjósa flokka, þetta er orðið innihaldslaus orðagjálfur sem flokkar og menn koma með til þess eins að fá völd upp í hendurnar. Hefur fólkið eitthvað vopn gegn þessum óvætti? Þau eru fá og bitlaus í leiðinni. Það sem við getum hins vegar gert er að mótmæla og láta í okkur heyra. Við skulum rísa upp og ekki gefa þeim sem svíkja loforð frið. Ég hvet fólk til að mæta á samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 8. mars næstkomandi. Látum ríkisstjórnina vita að við hættum ekki fyrr en þeir efna loforð sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Lýðræði er jafn áhugavert og það er skemmtilegt. Á fjögurra ára fresti þá kjósum við flokka til þess að móta stefnu landsins næstu fjögur árin. Þetta fyrirkomulag er tiltölulega nýtt í mannkynssögunni, ferlið er þannig að talsmenn flokksins segja okkur hvað þeir ætla að gera og ef okkur lýst á það, þá kjósum við þá. Já, þetta lýðræði er dásamlegt. En hvað gerist þegar við kjósum á þing menn sem segjast ætla að gera eitthvað, en gerir nákvæmlega öfugt við það sem þeir lofa? Það er lítið hægt að gera, flokkurinn hefur völdin. Já, það er víst leyfilegt að ljúga í kosningabaráttunni, enda eina refsingin sem þú getur beitt gagnvart flokknum er að ekki kjósa hann í næstu kosningum. Þangað til getur hann gert það sem honum sýnist. Þetta er ekki fýsilegt fyrirkomulag að mínu mati. Eina sem þetta gerir er að gildisfella hugtakið "kosningaloforð". Það er ekki lengur forsendan fyrir því að við skulum kjósa flokka, þetta er orðið innihaldslaus orðagjálfur sem flokkar og menn koma með til þess eins að fá völd upp í hendurnar. Hefur fólkið eitthvað vopn gegn þessum óvætti? Þau eru fá og bitlaus í leiðinni. Það sem við getum hins vegar gert er að mótmæla og láta í okkur heyra. Við skulum rísa upp og ekki gefa þeim sem svíkja loforð frið. Ég hvet fólk til að mæta á samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 8. mars næstkomandi. Látum ríkisstjórnina vita að við hættum ekki fyrr en þeir efna loforð sín.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar