Að gildisfella loforðin Benedikt Kristjánsson skrifar 3. mars 2014 13:34 Lýðræði er jafn áhugavert og það er skemmtilegt. Á fjögurra ára fresti þá kjósum við flokka til þess að móta stefnu landsins næstu fjögur árin. Þetta fyrirkomulag er tiltölulega nýtt í mannkynssögunni, ferlið er þannig að talsmenn flokksins segja okkur hvað þeir ætla að gera og ef okkur lýst á það, þá kjósum við þá. Já, þetta lýðræði er dásamlegt. En hvað gerist þegar við kjósum á þing menn sem segjast ætla að gera eitthvað, en gerir nákvæmlega öfugt við það sem þeir lofa? Það er lítið hægt að gera, flokkurinn hefur völdin. Já, það er víst leyfilegt að ljúga í kosningabaráttunni, enda eina refsingin sem þú getur beitt gagnvart flokknum er að ekki kjósa hann í næstu kosningum. Þangað til getur hann gert það sem honum sýnist. Þetta er ekki fýsilegt fyrirkomulag að mínu mati. Eina sem þetta gerir er að gildisfella hugtakið "kosningaloforð". Það er ekki lengur forsendan fyrir því að við skulum kjósa flokka, þetta er orðið innihaldslaus orðagjálfur sem flokkar og menn koma með til þess eins að fá völd upp í hendurnar. Hefur fólkið eitthvað vopn gegn þessum óvætti? Þau eru fá og bitlaus í leiðinni. Það sem við getum hins vegar gert er að mótmæla og láta í okkur heyra. Við skulum rísa upp og ekki gefa þeim sem svíkja loforð frið. Ég hvet fólk til að mæta á samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 8. mars næstkomandi. Látum ríkisstjórnina vita að við hættum ekki fyrr en þeir efna loforð sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Lýðræði er jafn áhugavert og það er skemmtilegt. Á fjögurra ára fresti þá kjósum við flokka til þess að móta stefnu landsins næstu fjögur árin. Þetta fyrirkomulag er tiltölulega nýtt í mannkynssögunni, ferlið er þannig að talsmenn flokksins segja okkur hvað þeir ætla að gera og ef okkur lýst á það, þá kjósum við þá. Já, þetta lýðræði er dásamlegt. En hvað gerist þegar við kjósum á þing menn sem segjast ætla að gera eitthvað, en gerir nákvæmlega öfugt við það sem þeir lofa? Það er lítið hægt að gera, flokkurinn hefur völdin. Já, það er víst leyfilegt að ljúga í kosningabaráttunni, enda eina refsingin sem þú getur beitt gagnvart flokknum er að ekki kjósa hann í næstu kosningum. Þangað til getur hann gert það sem honum sýnist. Þetta er ekki fýsilegt fyrirkomulag að mínu mati. Eina sem þetta gerir er að gildisfella hugtakið "kosningaloforð". Það er ekki lengur forsendan fyrir því að við skulum kjósa flokka, þetta er orðið innihaldslaus orðagjálfur sem flokkar og menn koma með til þess eins að fá völd upp í hendurnar. Hefur fólkið eitthvað vopn gegn þessum óvætti? Þau eru fá og bitlaus í leiðinni. Það sem við getum hins vegar gert er að mótmæla og láta í okkur heyra. Við skulum rísa upp og ekki gefa þeim sem svíkja loforð frið. Ég hvet fólk til að mæta á samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 8. mars næstkomandi. Látum ríkisstjórnina vita að við hættum ekki fyrr en þeir efna loforð sín.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar